Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 253

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.09.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
2008016 - Vinnutímabreytingar - almennt mál,verði dagskrárliður 15.
2009029 - Hugsanleg breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum - almennt mál,verði dagskrárliður 16.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Umsóknarfrestur um starf skólastjóra rennur út 23. september.
Sex umsóknir bárust. Ekki er byrjað að skoða umsóknir.
2. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Rekstrarniðurstaða eftir 6 mánuði.
Farið yfir 6 mánaða uppgjör.
Fjárhagsáætlun 2020 ásamt viðaukum-vinnuskjal. 2 ársfj.2020.II.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárliðum 2, 3 og 4.
3. 2009026 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VI
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2020 lögð fram.
Samþykkt að leggja fram viðauka miðað við framlagðar forsendur.
Vegna viðauka.VI.pdf
4. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2021-2024 kynnt.
Frestað. Haldinn verður aukafundur í byggðarráði 29. september til að fjalla um fjárhagaáætlun.
5. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Drög að reglum um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja í Dalabyggð lögð fram.

Byggðarráð vísar drögum að reglum til umsagnar hjá fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
Vegna sérstakra styrkja (íþr og tómst) - Drög.pdf
6. 1901026 - Reglur um birtingu skjala með fundargerðum
Í reglum um birtingu skjala á vef Dalabyggðar sem samþykktar voru á 17. fundi sveitarstjórnar 14.02.2019 segir að þær skuli endurskoðaðar fyrir árslok 2020 og fyrr ef breytingar verða á lögum um upplýsingaskyldu og persónuvernd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að reglum um birtingu skjala verði breytt þannig að fylgiskjöl verði birt með fundargerðum A hluta nefnda, auk sveitarstjórnar og byggðarráðs. Reglurnar verði endurskoðaðar fyrir lok árs 2022.
Reglurnar samþykktar á 171. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 14.02.2019 og undirritaðar af sveitarstjóra.pdf
Dalabyggð birting skjala 20200916 - með breytingum.pdf
7. 1810015 - Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar
Drög að sameiginlegri samþykkt Dalabyggðar, Húnaþings vestra, Reykhólahrepps og Strandabyggðar lögð fram.
Frestað.
8. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Fjögur tilboð bárust, öll hærri en kostnaðaráætlun.
Samþykkt samhljóða að hafna öllum tilboðum og halda óbreyttu fyrirkomulagi á flutningi dýrahræja.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárliðum 8, 9 og 10.
9. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Þrjú tilboð bárust, öll hærri en kostnaðaráætlun.
Samþykkt samhljóða að fara að tillögu Ríkiskaupa.
10. 1807013 - Vínlandssetur
Drög að skýrslu um verkefnið og kostnaðaryfirlit.
Byggðarráð óskar eftir frekari sundurliðun á hæstu verktakagreiðslum.
11. 1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags á vorönn 2021
Fært í trúnaðarbók.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.
12. 2008008 - Ný jörð úr landi Sælingsdal, L137739
Ríkiseignir fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands sem landeiganda óska eftir rökstuðningi við ákvörðun sveitarstjórnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja greinargerð sem verði lögð fyrir sveitarstjórn.
Tölvupóstur 16_09_20 - Ósk um rökstuðning.pdf
13. 2009023 - Endurskoðun samgönguáætlunar Vesturlands
SSV óskar eftir að Dalabyggð tilnefni fulltrúa í starfshóp sem mun endurskoða samgönguáætlun Vesturlands.
Sigríður H. Skúladóttir sveitarstjórnarfulltrúi er tilnefnd í starfshópinn af hálfu Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Erindisbréf- endurskoðun samgönguáætlunar Vesturlands - drög.pdf
Tölvupóstur 16_09_2020 - tilnenfning í vinnuhóp.pdf
14. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Viðræður við ríkið.
Óskað verður eftir fundi með fjármálaráðherra.
15. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Í kjarasamningum er gert ráð fyrir að vinnutími í dagvinnu styttist frá 01.01.2021 og vinnutími í vaktavinnu frá 01.05.2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að tillögum um styttingu vinnutíma í samræmi við kjarasamninga.
Leiðbeiningar_stytting dagvinnutíma_24.8.2020_LOK.pdf
Betri vinnutími í dagvinnu - leiðbeiningar til aðildarfélaga.pdf
16. 2009029 - Hugsanleg breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum
Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn Dalabyggðar um þann möguleika að Kjósarhreppi yrði bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis Vesturlands. Í framhaldi af afstöðu sveitarfélagsins stefnir ráðuneytið á að funda með fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi til að fara yfir málið.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við þann möguleika að Kjósarhreppi verði bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis Vesturlands.
Samþykkt samhljóða.
UMH2004004 Umsögn UST.pdf
umh20040040 Dalabyggð_undirritað.pdf
UMH20040020 Umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdf
UMH20040040 Bréf frá Seltjarnarnesi.pdf
UMH20040040 Bréf frá Mosfellsbæ.pdf
Mál til kynningar
17. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
Svavar Gestsson mætti á fundinn og fer yfir stöðuna varðandi Sturlureit.
Svavar fór yfir stöðuna varðandi framkvæmdir við Sturlureit og hugmyndir um Sturlustofu,
Svavar Gestsson sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 17.
18. 1905026 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - Söluferli
Umræða um stöðuna á söluferli Fasteignafélagsins Hvamms ehf.
Búið er að auglýsa eignina aftur.
19. 2001025 - Rekstraraðili Vínlandsseturs
Greinargerð rekstraraðila Vínlandsseturs lögð fram.
Lagt fram.
Greinargerð rekstraraðila Vínlandsseturs september 2020.pdf
20. 1907006 - Jafnlaunavottun
Minnisblað um stöðu á vinnu við jafnlaunavottun lagt fram.
Minnisblað - 1907006 -jafnlaunavottun.pdf
21. 2009019 - Evrópuvika 2020
Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu fer fram á netinu 5.-20. október 2020
Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu fer fram á netinu 5.-20. október 2020.pdf
22. 2009027 - Ársfundur Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. 2020
Fundarboð lagt fram.
Fundarboð ársfundar 2020 Brunavarna Dala Reykhóla og Stranda.pdf
23. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði.
Drög að viðbragðsáætlun vatnsveitu kynnt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til bakaPrenta