Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 66

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
17.01.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Þuríður Jóney Sigurðardóttir formaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301013 - Rekstur Silfurtúns
Farið yfir stöðu mála á rekstri og starfssemi Silfurtúns á liðnu ári og horfur á árinu 2023.
Nýting á rýmum á árinu 2022 var mjög góð, rúmlega 99,4% á hjúkrunarrýmum og 97,8% á dvalarrýmum. Verður það að teljast mjög viðunandi m.v. þær framkvæmdir sem unnið var að á árinu.
Veikindalaun eru há og skapar skekkju í rekstrinum, vonir standa til að sá þáttur snúist til betri vegar á næstu vikum og mánuðum.
Formaður stjórnar og sveitarstjóri fóru yfir stöðu mála varðandi starf hjúkrunarfræðings á heimilinu og var þeim falið að vinna málin áfram á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.
2. 2209008 - Úttekt embættis landlæknis
Farið yfir stöðu mála á skýrslu Embættis landlæknir varðandi úttekt á Silfurtúni sem framkvæmd var á haustmánuðum 2022.
Rædd þau drög að skýrslu sem fram eru komin. Ljóst er að viðkomandi skýrsla er vel unnin og í henni er rýnt til gagns. Skýrslan verður gerð opinber á næstu dögum og er stefnt að því að kynna hana starfsfólki Silfurtúns eins fljótt og auðið er.
3. 2301032 - Fótaaðgerðarfræðingur
Framlagt erindi varðandi uppsetningu fótaaðgerðarstofu í Silfurtúni.
Stjórn tekur jákvætt í erindið og felur formanni stjórnar og sveitarstjóra að ræða við viðkomandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45 

Til bakaPrenta