Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 121

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.11.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Sæmundur G. Jóhannsson varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Lagt fram erindi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. landeigenda um vinnslu deiliskipulags fyrir jörðina Skoravík á Fellsströnd. Jafnframt er lögð fram fyrirliggjandi skipulagslýsing um verkefnið.

Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags miðast við allt land jarðarinnar sem samkvæmt skráningu er um 435 ha að stærð. Markmiðið er að afmarka nýtingu á jörðinni fyrir dvalarstað með íbúðarhúsnæði og þjónustubyggingum. Allt miðast við að gera uppbyggingu látlausa og að náttúrufegurð svæðisins njóti sín.

Skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að erindi um vinnslu deiliskipulags fyrir jörðina Skoravík á Fellsströnd verði samþykkt.

Jafnframt mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að framlögð skipulagslýsing verði samþykkt til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Skoravík_Lysing_20211012_.pdf
2. 2110045 - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Svínhóls L137973
Ólafur Óskarsson sækir um stofnun lóðar úr landi Svínhóls L137973. Fylgigögn eru umsókn F-550 með samþykki landeiganda og uppdráttur af fyrirhugaðri lóð (Kvíamóum) unninn af Landlínum 23. júní 2021.
Nefndin gerir ekki athugsemdir við erindið og leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðar úr landi Svínhóls verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.
af1312-Svínhóll_Kvíamóar_2021.06.23.pdf
3. 2110046 - Svínhólsland - Ósk um nafnabreytingu
Ólafur Óskarsson óskar eftir nafnabreytingu á lóðinni Svínhólsland ln. 198986. Óskað er eftir því að lóðin fái hið nýja heiti Kvíar.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.
Svínhóll. (Ari Gíslason o.fl) (merkt).pdf
4. 2111007 - Umsókn um lögbýli á Tungu 2 í Hörðudal
Sæmundur Gunnarsson sækir um stofnun lögbýlis á landspildu sem stofnuð var úr landi Tungu í Hörðudal árið 2014. Umrædd landspilda heitir Tunga 2, L222818, og er 56,2 ha að flatarmáli.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lögbýlis að Tungu 2.

Samþykkt samhljóða.
Hnitsettur lóðaruppdráttur 2014.pdf
5. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 á vinnslustigi sem samanstendur af greinargerð dags. 26.10.2021, umhverfisskýrslu dags. 26.10.2021 og skipulagsuppdráttum dags. 26.10.2021.

Kynning vinnslutillögunnar fór fram í beinu streymi þann 26. október sl. og vinnustofa í tengslum við hana verður haldin í félagsheimilinu Dalabúð þann 10. nóvember nk.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna framlagða vinnslutillögu að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrslu samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvæðum laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Tillagan og umhverfismatsskýrslan verði birt á vef og í miðlum til kynningar og send til umsagnaraðila. Ábendinga- og umsagnafrestur verði 4 vikur frá birtingu. Að kynningar- og umsagnartíma loknum verður gengið frá aðalskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu til athugunar Skipulagsstofnunar og síðan auglýsingar með 6 vikna athugasemdafresti.

Samþykkt samhljóða.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
6. 2012016 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Lögð fram til umsagnar á grundvelli 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Umsagnarfrestur var til 29. október sl. en sveitarfélagið Dalabyggð fékk heimilaða framlengingu á umsagnarfrestinum.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Samþykkt samhljóða.
Fylgibréf til Dalabyggd.pdf
SAMEIGINLEG SVÆÐISÁÆTLUN UM MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS 2021-2032.pdf
Mál til kynningar
7. 2111004 - Boð um þátttöku í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki
Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fylgigögnum.
Lagt fram til kynningar.
Loftslagsvernd í verki - Um námskeiðið.pdf
Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.pdf
Bréf til framkv. stjórnar SÍS - Loftslagsvernd í verki.pdf
8. 2111003 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis
Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30 

Til bakaPrenta