Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 112

Haldinn á fjarfundi,
05.02.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 2004-2016. Farið yfir stöðu mála með skipulagsráðgjöfum frá Eflu.
Einar Jónsson og Erla Bryndís Kristjánsdóttir, skipulagsráðgjafar hjá Verkís, ræddu um fundarröð sem haldin var með nefndum sveitarfélagsins vegna endurskoðunar aðalskipulagsins.
2. 2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Fyrir liggur umsókn um skógrækt á jörðinni Ásgarður í Hvammssveit. Framkvæmdin er leyfisskyld og hefur hún verið grenndarkynnt eigendum nærliggjandi jarða og hafa athugasemdir landeigenda borist. Auk þess hafa borist umsagnir frá Minjastofnun og Vegagerðinni.
Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið grenndarkynnt eigendum aðliggjandi jarða og bárust athugasemdir frá landeigendum Magnússkóga III. Auk þess liggja fyrir umsagnir frá Minjastofnun og Vegagerðinni.

Landeigendur Magnússkóga III andmæla fyrirhuguðum skógræktaráformum og telja að framkvæmdin sé það umfangsmikil að gr. 44 um grenndarkynningu geti ekki átt við og gera þurfi grein fyrir skógræktinni í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Landeigendur benda á að í gr. 6.2. og gr. 7.4.1. í skipulagsreglugerð er gert ráð fyrir sérstökum landnotkunarflokki fyrir skógrækt og landgræðslu og telja landeigendur að nauðsynlegt sé að skógræktarsvæðin fái aðalskipulagsmeðferð bæði á korti og í greinargerð samkvæmt því.

Nefndin bendir á að gert er grein fyrir skógrækt á landbúnaðarsvæðum í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 og telst nytjaskógrækt til landbúnaðar skv. skilmálum skipulagsins. Skógræktarsvæði eru því ekki skilgreind sérstaklega á skipulagsuppdrætti.

Landeigendur telja að gögnin sem fylgdu grenndarkynningu hafi verið ófullnægjandi, bæði fyrir sveitarfélagið og hagsmunaaðila til að taka afstöðu til málsins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að skipulagsgögnin hefðu mátt vera ítarlegri, sérstaklega á því svæði sem landeigendur Magnússkóga III gera mestar athugasemdir við, þ.e. hið 64 ha svæði sem er staðsett neðan þjóðvegar, milli Magnússkóga III og sjávar.

Landeigendur telja ljóst að ef af fyrirhuguðum nytjaskógi, milli Magnússkóga III og sjávar, verður muni það hafa gríðarleg áhrif á útsýni Magnússkógar 3 út á fjörðinn og á þann fjallgarð sem þar er á bakvið og til hliðar við hann.

Nefndin tekur undir áhyggjur landeigenda Magnússkóga III hvað varðar skógrækt á umræddu svæði neðan jarðarinnar. Þar er halli lands lítill og ljóst að framkvæmdin getur haft veruleg áhrif á útsýni.

Með vísan í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 23/2020 leggur nefndin til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Ásgarði, nema á skilgreindu 64 ha svæði milli Magnússkóga III og sjávar - afgreiðslu þess svæðis er frestað. Við framkvæmd leyfðra svæða skal tryggja að ekki sé gróðursett nær skráðum fornminjum en 15 metrar. Auk þess er þess óskað að framkvæmdaraðili fari eftir ábendingum Vegagerðarinnar varðandi 40 metra fjarlægðarmörk skógræktar að þjóðvegi og 30 metra fjarlægðarmörk að stofnvegi.

Nefndin óskar eftir frekari og ítarlegi gögnum (m.a. með tilliti til ásýndar) frá framkvæmdaraðila og Skógræktinni varðandi svæði sem er skilgreint sem 64 ha nytjaskógrækt milli Magnússkóga III og sjávar.

Samþykkt samhljóða.
Umsögn frá Minjastofnun vegna skógræktar á jörðinni Ásgarði.pdf
Svar við grendarkynningu vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs.pdf
Vegagerðin umsögn skógrækt í Ásgarði.pdf
3. 2012019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur
Halldór Jóhannsson tilkynnir um skógræktaráform á jörðinni Selárdalur landnr. 137957 og óskar eftir afstöðu hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð nr. 772/2012.

Erindinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar.

Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Framkvæmdin er leyfisskyld og þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum, þ.á.m. Minjastofnun. Skriflegt samþykki landeigenda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Selárdalur - framkvæmdaleyfi.pdf
4. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Fyrsta umræða um gerð loftslagsstefnu fyrir Dalabyggð
Ragnheiður Pálsdóttir kynnti málefni fyrirhugaðrar loftslagstefnu Dalabyggðar. Samþykkt að unnið verði að áframhaldandi stefnumótun á komandi mánuðum.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
5. 2006020 - Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera
Niðurstöður viðhorfskönnunar.
Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, kynnti niðurstöður viðhorfskönnunar vegna vindorkuvera í Dalabyggðar.
21-01-2021_Dalabyggð_Maskínuskýrsla_án_opnu.pdf
Íbúakönnun_minnisblað.pdf
6. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Breyting á aðalskipulag Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða. 13 umsagnir við skipulagstillögu hafa borist.
Umsagnarferli fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða er lokið samkvæmt þeirri málsmeðferð sem við á skv. skipulagslögum. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2020 til 20. janúar 2021 og alls hafa borist 13 umsagnir frá stofnunum, félagasamtökum, einstaklingum og landeigendum.
7. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima. 15 umsagnir hafa borist.
Umsagnarferli fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Sólheima er lokið samkvæmt þeirri málsmeðferð sem við á skv. skipulagslögum. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2020 til 20. janúar 2021 og alls hafa borist 15 umsagnir frá stofnunum, félagasamtökum, einstaklingum og landeigendum.
8. 2101025 - Greining á þörf fyrir brennslustöðvar á Íslandi
Skýrsla ReSource International á vegum Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar.
Greining á þörf sorpbrennslustöðva á Íslandi - Copy (1).pdf
9. 2011032 - Framtíð Breiðarfjarðar - samantekt með umsögnum
Skýrsla á vegum Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
20210119_framtid_Breidafjardar_2021.pdf
10. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Fyrir liggur tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og tillaga starfshóps um stefnumörkun vegna vindorkumannvirkja.
Lagt fram til kynningar.
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða 370 mál.pdf
Tillaga starfshóps um stefnumörkun vegna vindorkumannvirkja.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20 

Til bakaPrenta