Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 261

Haldinn á fjarfundi,
17.12.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 1905028 Ægisbraut 2 - lóðarleigusamningur, almennt mál, verði dagskrárliður 7
Mál.nr. 2004009 Afskriftir 2020, almennt mál, verði dagskrárliður 8
Mál.nr. 2011001 Stekkjarhvammur 5, mál til kynningar, verði dagskrárliður 12
Röð annarra dagskráliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012014 - Flugeldasýning á gamlárskvöld
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir leyfi og umsögn vegna flugeldasýningar gamlárskvöldið næsta, 31. desember.
Vegna sóttvarna og til að koma í veg fyrir hópamyndanir telur byggðarráð rétt að ekki verði flugeldasýning um komandi áramót. Flugeldasýningunni verði því frestað og hún í staðin höfð á Jörvagleði 2021.
Samþykkt samhljóða.
2. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Starfsmenn í dagvinnu hafa greitt atkvæði um fyrirkomulag á styttingu vinnutíma.
Byggðarráð samþykkir fyrirkomulag á styttingu vinnuviku hjá Auðarskóla og starfsfólki í stjórnsýsluhúsinu sem gildir frá 1.01.2021 til 31.03.2021. Fyrir lok þess tíma verði búið að ákveða fyrirkomulag til lengri tíma. Byggðarráð leggur áherslu á að það fyrirkomulag sem gildir næstu þrjá mánuði hefur ekki fordæmisgildi um hvernig lokaútfærslan verður en þar verður m.a. að taka tillit til þeirrar vinnutímastyttingar sem þegar er til staðar.
Samþykkt samhljóða.
Auðarskóli - vinnutímahópur - niðurstöður.pdf
Stjórnsýsluhús-nidurstada-atkvaedagreidslu-lok.pdf
3. 2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturalndi
Starfshópur sem vann að stefnumótun varðandi úrgangsmál á Vesturlandi hefur skilað skýrslu.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð.eigendahóps.12_10_2020.pdf
Fundargerð.starfshóps.staða og stefna í úrgangsmálum_9.11.2020.pdf
Fundargerð.starfshóps.staða og stefna í úrgangsmálum_19.11.2020.pdf
Skýrsla.Lokaútgáfa.8.12.2020.pdf
4. 2009029 - Hugsanleg breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum
SSV óskar eftir heimild frá sveitarfélögunum á Vesturlanditil þess að setja upp, í samráði við formann og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, áætlun um viðræður við Kjósarhrepp.
Byggðarráð samþykkir heimild frá Dalabyggð til SSV til að setja upp, í samráði við formann og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, áætlun um viðræður við Kjósarhrepp um aðild að Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Samþykkt samhljóða.
UMH20040040 SSV.pdf
UMH20040040 Kjósarhreppur.pdf
Tölvupóstur frá SSV 13_12_2020.pdf
5. 2005012 - Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ferðaþjónustubóndi og Guðmundur Halldórsson hjá Vogi á Fellsströnd hafa sent erindi vegna fasteignagjalda á húsnæði ferðaþjónustuaðila.
Vísað er til bókunar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2.12.2020.
Dalabyggð gerir sér fulla grein fyrir erfiðleikum ferðaþjónustunnar á þessum tímum. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga, sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Sveitarfélög hafa lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til breytinga eða frestunar greiðslu fasteignagjalda er háð skýrri lagaheimild. Ljóst er að sveitarfélögum landsins er því ekki heimilt að afsala sér lögboðnum tekjum eins og fasteignaskatti. Auk þess yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú. Staða sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um slíkar breytingar á greiðslu fasteignagjalda eru grundvallaratriði, sem ekki verða ákveðin án samstöðu allra sveitarfélaga og aðkomu ríkisins.
Samþykkt samhljóða.
158-fundur-stjornar-SSV-fundargerd.pdf
6. 2010026 - Fjárhagsáætlun HeV 2021
Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur hafnað verðskrá Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Svars er að vænta frá Heilbrigðiseftirlitinu eftir fund 15.12.2020.
Byggðarráð lýsir áhyggjum yfir hækkunum á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlitsins. Beðið er niðurstöðu stjórnarfundar sem haldinn var 15.12.2020.
Samþykkt samhljóða.
B_nr_101_2020 Norðurland V.pdf
Gjaldskr_HSL_nr_1030_2019.pdf
b_nr_1236_2018 R.vik.pdf
B_nr_1392_2019.pdf
Bref til HEV 10-12-20.pdf
7. 1905028 - Ægisbraut 2 - lóðarleigusamningur
Lóðarleigusamningur lagður fram til afgreiðslu.
Lóðarleigusamningurin samþykktur samhljóða.
LÓÐARLEIGUSAMNINGUR_Ægisbraut 2.pdf
8. 2004009 - Afskriftir 2020
Lagt er til að afskrifaðar verði kr. 227.545. Um er að ræða gjöld sem eru fyrnd eða lágar ummhæðir (allar lægri en kr. 548).
Afskriftir samþykktar samhljóða.
Mál til kynningar
9. 2012004 - Álit vegna fjárhags
Úr fundargerð 260. fundar byggðarráðs 7.12.20020, dagskrárliður 2:
2012004 - Álit vegna fjárhags
Álit vegna fjárhags, í samræmi við 66. gr sveitarstjórnarlaga nr, 238/2011 með síðari breytingum, um miklar fjárfestingar og skuldbindingar.
Niðurstaða sérfræðiálitsins er að ekki verði séð að áform um fjárfestingu á íþróttamannvirkjum hafi verulega íþyngjandi langtímaáhrif á rekstur og fjárhag sveitarfélagsins gangi áætlanir eftir að öðru leyti.

Byggðarráð óskar eftir gerðir verði útreikningar á greiðslum m.t.t. þess að sala á Laugum dragist og rekstrarkostnaðar á nýjum mannvirkjum.

Skoða þarf betur rekstrarkostnað íþróttamannvirkja m.a. út frá kostnaði vegna Lauga. Beðið verður með frekari útreikninga þar til útfærslur að byggingum hafa verið skilgreindar.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 9.
10. 2011020 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Umræða um stöðuna.
Viðræður við leigutaka standa yfir. Eignirnar verða auglýstar til sölu eftir áramót.
11. 1905026 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - Söluferli
Tilboð hefur borist í félagið.
Tilboð barst í fasteignir Fasteignafélagsins Hvamms ehf. og félagið. Er til skoðunar hjá stjórn félagsins.
12. 2011001 - Stekkjarhvammur 5
Umsóknarfrestur rann út 15. nóvember og bárust umsóknir frá tveimur aðilum.
Tvær umsóknir bárust.
13. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja tillögu að umsögn í samræmi við umræður á fundinum. Umsögnin fari síðan til umhverfis- og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð 369 mál.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10 

Til bakaPrenta