Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 111

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.06.2022 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir fulltrúi foreldra,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206027 - Kosning varaformanns fræðslunefndar
Guðrún B. Blöndal kjörin varaformaður.
2. 2206030 - Erindisbréf fræðslunefndar
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til umræðu.
Rætt um erindisbréfið. Engar athugasemdir á þessum tímapunkti.

Fundir verða kl. 15 síðasta þriðjudag í mánuði.
Fraedslunefnd-Dalabyggdar.pdf
3. 2205025 - Frístundaakstur
Úr fundargerð 220. fundar sveitarstjórnar 02.06.2022, dagskrárliður 9:
2205025 - Frístundaakstur
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir leggur til að vinna við að skipuleggja frístundaakstur á milli Búðardals og Lauga fyrir næsta vetur verði sett af stað strax á fyrsta fundi Fræðslunefndar og Byggðarráðs svo aksturinn verði kominn á þegar æfingar hefjast aftur í haust. Skipuleggja þarf þetta vel í samráði við skóla og íþróttafélagið Undra.
Til máls tók: Skúli.
Lagt til að tillögunni sé vísað til byggðarráðs, fræðslunefndar, ungmennaráðs og samráð haft við íþrótta- og tómstundafulltrúa við vinnuna.
Samþykkt samhljóða.

Lagður fram rammi fyrir frístundaakstur og tímasetningar á tómstundastarfi.
Ákveðið að senda spurningakönnun til foreldra um væntanlega nýtingu frístundaaksturs.
Skólastjóri fer yfir tillöguna m.t.t. til stundatöflu og annars skipulags í skólanum.
Formanni nefndarinnar falið að vinna áfram að málinu.
Jón Egill Jónsson tómstundafulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 3.
Sindri Geir Sindrason mætir til fundar kl. 16:24.
4. 2205003 - Brotthvarf úr framhaldsskólum
Úr fundargerð 289. fundar byggðarráðs 12.05.2022, dagskrárliður 4:
2205003 - Brotthvarf úr framhaldsskólum
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga lagt fram.
Erindinu vísað til fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.

Lagt fram til umræðu.
Mikilvægt er að nýta þær ábendingar sem koma fram, sérstaklega varðandi samstarf heimilis og skóla og hlutverk foreldra í námi barna í gegnum uppeldisaðferðir.
Bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu um brotthvarf.pdf
Brotthvarf úr framhaldsskólum.pdf
5. 2205024 - Erindi vegna námskeiðs um ADHD fyrir starfsfólk skóla
Erindi frá Stefaníu Björgu Jónsdóttur lagt fram.
Hefur verið rætt innan Auðarskóla. Búið er að skrá starfsmenn á námskeið um ADHD sem mun fara fram á skipulagsdögum. Viðræður eru í gangi við ADHD samtökin.
Erindi til fræðslunefndar.pdf
6. 2202004 - Leikskóladagatal Auðarskóla 2022-2023
Leikskóladagatal 2022-2023 lagt fram.
Leikskóladagatalið samþykkt samhljóða.
Leikskóladagatal 2022-2023.pdf
Mál til kynningar
7. 2205026 - Ákall um menntun til sjálfbærni
Erindi frá Landvernd lagt fram.
Lagt fram.
Akall-til-sveitarstjorna-um-allt-land-Menntun-til-sjalfbaerni.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta