Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 36

Haldinn á fjarfundi,
17.09.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001028 - Útboð á mötuneyti Silfurtúns.
Auglýst var eftir aðilum til að sjá um mötuneyti Silfutúns. Engin svör bárust.
Taka þarf ákvörðun um næstu skref.

Samþykkt að ræða við núverandi verktaka um áframhaldandi þjónustu. Formanni, hjúkrunarframkvæmdastjóra og sveitarstjóra falið að ræða við verktakann.
Samþykkt samhljóða.
2. 2009021 - Breyting á smæðarálagi 2020
Sjúkratryggingar Íslands hafa sent samningsdrög vegna hækkunar á smæðarálagi til Silfurtúns fyrir árið 2020.
Stjórn staðfestir samninginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta