Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 36

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.03.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Guðrún Björg Bragadóttir, kemur sem gestur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 1.
1. 2303025 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2023
Forsvarsmenn Dalahytta koma á fund atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Fara yfir reksturinn, gengi og framtíðarplön.
Það er í gangi mikil uppbygging bæði á gistimöguleikum og afþreyingu og meira væntanlegt.

Nefndin tekur undir að skoða þurfi salernismál fyrir ferðamenn í héraðinu og vegamálin sem er sameiginlegt baráttuefni Dalamanna.

Nefndin þakkar Guðrúnu kærlega fyrir komuna og samtalið.
2. 2208004 - Vegamál
Á 33. fundi atvinnumálanefndar var bókað undir dagskrárlið 2 að beina því til sveitarstjórnar að Dalabyggð fari í vinnu við að gera tillögu að forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu.
Nefndin hefur vinnu við forgangsröðun vegaframkvæmda.
Fram að næsta fundi verði tekin saman gögn, tölur og fleira sem gagnast til úrvinnslu við að setja fram forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð.
Hlutir sem horft verður til eru m.a. áætluð dagsumferð, slysatíðni, umferðaróhöpp, ófærðardagar, staða framkvæmda, búseta í sveitarfélaginu, leiðir skólabíla, hverskonar fyrirtækjarekstur, framkvæmdir síðustu ára í sveitarfélaginu, samgönguáætlun stjórnvalda, samgöngu- og innviðaáætlun SSV o.s.frv.
Unnið verði skjal sem verður birt opinberlega fyrir samráð við íbúa Dalabyggðar og í framhaldið metið hvort kalla þurfi saman vinnufund íbúa áður en endanleg forgangsröðun er send stjórnvöldum.
3. 2210026 - Uppbygging innviða
Á síðasta fundi atvinnumálanefndar var skipað í starfshóp um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Farið er yfir stöðu mála varðandi störf hópsins.
Erindisbréf vinnuhóps lagt fram til kynningar.
Breyting hefur orðið frá síðasta fundi nefndarinnar að styrkur SSV sem fékkst úr C1 verði greiddur áfram til Dalabyggðar. Í ljósi þess að við hlutverk hópsins bætist gerð tillögu um nýtingu fjármunanna kemur formaður atvinnumálanefndar inn í vinnuhópinn.
Erindisbref_atvinnuhusnaedi_til_stadfestingar.pdf
Mál til kynningar
4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Atvinnuleysistölur fyrir febrúar 2023.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 2.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:33 

Til bakaPrenta