Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 215

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.03.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Anna Berglind Halldórsdóttir aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Pálmi Jóhannsson og Þuríður Jóney Sigurðardóttir sitja fundinn í gegnum fjarfundabúnað vegna Covid.

Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2203013 - Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks, almennt mál, verði dagskrárliður 11.
Mál.nr.: 2203001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 286, fundargerð til afgreiðslu, verði dagskrárliður 16.
Mál.nr.: 2201005 - Fundargerðir Dalagisting 2022, fundargerð til kynningar, verði dagskrárliður 22.
Mál.nr.: 2203001 - Ársreikningur Dalagistingar ehf. 2021, mál til kynningar, verði dagskrárliður 33.
Röð annarra dagskráliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2202024 - Fyrri umræða um ársreikning Dalabyggðar 2021
Ársreikningur Dalabyggðar 2021 lagður fram til fyrri umræðu. Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi mætir á fundinn og fer yfir reikninginn.

Úr fundargerð 286. fundar byggðarráðs 09.03.2022, dagskrárliður 1:
2202024 - Ársreikningur Dalabyggðar 2021
Endurskoðandi sveitarfélagsins mætir á fundinn og fer yfir ársreikninginn.
Sigurjón Ö. Arnarson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikning og drög að endurskoðunarbók.
Byggðarráð staðfestir reikninginn, áritar hann og vísar til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.056 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 844 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 24 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 28 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2021 nam 866 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 782 millj. kr.

Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða
Dalabyggð Samstæða 2021-732022.pdf
Haraldur Ö. Einarsson endurskoðandi hjá KPMG kemur á fundinn og fer yfir ársreikning undir dagskrárlið 1. Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir, aðalbókari sitja fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Úr fundargerð 123. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 17.02.2022, dagskrárliður 1:
2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Umsagnir um aðalskipulagstillögu eftir auglýsingu á lýsingu skipulagsins lagðar fram.
Minnisblað aðalskipulagsráðgjafa kynnt þar sem gerð er grein fyrir ábendingum og umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032. Í minnisblaðinu eru einnig settar fram tillögur að viðbrögðum við ábendingunum.
Með tilliti til athugasemdar er varðar göngu- og reiðleiðir í landi Skoravíkur felur umhverfis- og skipulagsnefnd formanni og varaformanni að funda með landeiganda.
Að því búnu felur nefndin aðalskipulagsráðgjöfum að lagfæra skipulagsgögnin til samræmis við minnisblaðið og umræður á fundinum og leggur til að sveitarstjórn sendi þannig lagfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar til athugunar, sbr. 3 mgr. 30 gr. skipulagslaga. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar verði aðalskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Samþykkt samhljóða.

Bókun úr fundargerð 124. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.03.2022, dagskrárliður 1, er í viðhengi.

Til máls tóku: Ragnheiður, Anna, Ragnheiður (annað sinn), Einar, Eyjólfur

Tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að aðalskipulagi 2020-2032 og tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar fyrir gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda samkvæmt 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða
ASK-Dalabyggdar-UPPDR-vinnslutillaga (ID 204186).pdf
ASK-Dalabyggdar-GRG-vinnslutillaga (ID 176795).pdf
Bókun úr fundargerð 124 fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04_03_2022 - dagskrárliður 1.pdf
Aðalskipulag Dalabyggðar athugasemdir vinnlsutillaga (ID 258861).pdf
3. 2202033 - Niðurlagning kennitalna fyrir Eiríksstaðanefnd, Grunnskóla Búðardals Lyfjasöluna Búðardal, Laugaskóla og Grunnskólann Tjarnarlundi.
Úr fundargerð 285. fundar byggðarráðs 24.02.2022, dagskrárliður 15:
2202033 - Niðurlagning kennitalna fyrir Eiríksstaðanefnd og Grunnskóla Búðardals
Eiríksstaðanefnd og Grunnskóli Búðardals eru með kennitölur og bankareikning. Þá er tilgátuhúsið á Eiríksstöðum skráð á Eiríksstaðanefnd.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að kennitölur Eiríksstaðanefndar og Grunnskóla Búðardals verði lagðar niður og eignir skráðar á þær færðar til Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 286. fundar byggðarráðs 09.03.2022, dagskrárliður 8:
2202033 - Niðurlagning kennitalna fyrir Lyfjasöluna Búðardal, Laugaskóla og Grunnskólann Tjarnarlundi.
Í stjórnsýsluendurskoðun er lagt til við sveitarfélagið að kennitölur fyrir Lyfjasöluna Búðardal, kt. 610169-3689, Laugaskóla, kt. 410274-0439 og Grunnskólann Tjarnarlundi, kt. 440900-2240 verði afskráðar.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Eyjólfur

Samþykkt samhljóða
4. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja leggur til við sveitarstjórn að farið verði í alútboð vegna byggingar íþróttamiðstöðvar í Búðardal. Alútboðið taki til allra verkþátta þ.m.t. jarðvinnu. Byggingarnefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun 214. sveitarstjórnarfundar 10.02.2022 um útboð jarðvegsvinnu verði dregin til baka.

Tillaga að erindisbréfi byggingarnefndar lögð fram.

Fundargerðir lagðar fram.

Til máls tók: Anna, Einar, Eyjólfur, Anna (annað sinn), Ragnheiður, Anna (þriðja sinn), Einar (annað sinn)

Erindisbréf byggingarnefndar lagt fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða

Tillaga um að draga til baka samþykkt um útboð jarðvegsvinnu.

Samþykkt með 6 atkvæðum (EIB, EJG, SGS, RP, ÞJS, PJ), 1 situr hjá (ABH).

Tillaga um að sundlaug verði 25x6m lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum (EIB, EJG, SGS, RP, ÞJS, PJ), 1 situr hjá (ABH).

Tillaga um alútboð vegna byggingar íþróttamiðstöðvar í Búðardal lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum (EIB, EJG, SGS, RP, ÞJS, PJ), 1 situr hjá (ABH).

Byggingarnefnd 1.pdf
Erindisbréf byggingarnefndar - drög til umræðu.pdf
Byggingarnefnd 2.pdf
5. 2201029 - Umsögn um uppbyggingu Laxárdalsvegar
Úr fundargerð 123. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 17.02.2022, dagskrárliður 3:
2201029 - Umsögn um uppbyggingu Laxárdalsvegar
Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 14. janúar 2022, um uppbyggingu Laxárdalsvegar skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir að Dalabyggð gefi umsögn um framkvæmdina.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Dalabyggð telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á.
Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Dalabyggð telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021. Nefndin telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðun og vöktun. Ekki er þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga um að sveitarstjórn samþykki bókun umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða
Uppbygging Laxárdalsvegar.pdf
6. 2202027 - Beiðni um um umsögn vegna ræktunarleyfis Icelandic Mussel Company ehf, í Hvammsfirði
Úr fundargerð 124. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.03.2022, dagskrárliður 2:
2202027 - Beiðni um um umsögn vegna ræktunarleyfis Icelandic Mussel Company ehf, í Hvammsfirði
Vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingu óskar Matvælastofnun, í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, eftir umsögn Sveitarfélagsins Dalabyggðar varðandi það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Vegna verndar Breiðafjarðar tekur nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en Breiðafjarðarnefnd hefur fjallað um málið.
Samþykkt samhljóða.

Fjalla þarf um málið í samræmi við lög nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar. Dalabyggð beinir því til Matvælastofnunar að erindið verði sent Breiðafjarðarnefnd. Í framhaldi af þeirri umfjöllun mun sveitarfélagið veita sína umsögn.

Samþykkt samhljóða
7. 2202039 - Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis Northlight Seafood ehf. í Hvammsfirði.
Úr fundargerð 124. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.03.2022, dagskrárliður 3:
2202039 - Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis Northlight Seafood ehf. í Hvammsfirði.
Vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingu óskar Matvælastofnun, í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, eftir umsögn Sveitarfélagsins Dalabyggðar varðandi það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Vegna verndar Breiðafjarðar tekur nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en Breiðafjarðarnefnd hefur fjallað um málið.
Samþykkt samhljóða.

Fjalla þarf um málið í samræmi við lög nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar. Dalabyggð beinir því til Matvælastofnunar að erindið verði sent Breiðafjarðarnefnd. Í framhaldi af þeirri umfjöllun mun sveitarfélagið veita sína umsögn.

Samþykkt samhljóða
8. 2202013 - Vatnsmiðlun í Fáskrúð - umsagnarbeiðni
Bókun úr fundargerð 124. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.03.2022, dagskrárliður 4, er í viðhengi.
Tillaga um að sveitarstjórn samþykki bókun umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Bókun 124 fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04_02_2022 - dagskrárliður 4.pdf
Matsskyldufyrirspurn Fáskrúð - vatnsmiðlun í Hvanná.pdf
Sveitastjórn Dalabyggðar vegna Hvannármiðlun.pdf
9. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Úr fundargerð 124. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.03.2022, dagskrárliður 8:
2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Þann 11. nóvember 2021 samþykkti sveitarstjórn Dalabyggðar erindi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. landeiganda um vinnslu deiliskipulags fyrir jörðina Skoravík á Fellstströnd auk þess sem framlögð skipulagslýsing var samþykkt til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að deiliskipulag þarf að vera í samræmi við aðalskipulag.
Í lýsingunni kemur fram að deiliskipulagið sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og því verði engin áhrif af framkvæmdinni en nefndin telur svo ekki vera. Undir liðinum „Áhrif framkvæmda-áform“ segir að áætlað sé að reiðleið undir Skoravíkurmúla verði felld úr gildi í endurskoðun aðalskipulags. Téð reiðleið er í gildandi aðalskipulagi 2004-2016 og hefur engin ákvörðun verið tekin um niðurfellingu leiðarinnar. Telur umhverfis- og skipulagsnefnd réttast að bíða með kynningu skipulagslýsingarinnar þar til niðurstaða hefur fengist í það mál í tengslum við yfirstandandi vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Samtal hefur verið við landeiganda og hagsmunaaðila um lausn á málinu.
Jafnframt áréttar umhverfis- og skipulagsnefnd að í deiliskipulagstillögunni þarf að taka þarf tillit til landamerkja annarra jarða og lóða auk aðkomu aðliggjandi jarða.
Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að auglýsing skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Skoravíkur verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir varðandi endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga um að sveitarstjórn samþykki bókun umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Einar Jón Geirsson víkur af fundi undir dagskrárlið 10
10. 2201031 - Ráðning skólastjóra Auðarskóla.
Tvær umsóknir bárust um starf skólastjóra en umsóknarfrestur rann út 7. mars.
Sveitarstjórn felur byggðarráði ásamt sveitarstjóra að ræða við umsækjendur og gera tillögu um ráðningu skólastjóra.

Samþykkt samhljóða
11. 2203013 - Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar til sveitarfélaga um þátttöku í móttöku flóttamanna. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.
Bókun lögð fram til afgreiðslu:

Dalabyggð hvetur þá sem eru með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði á svæðinu fyrir flóttafólk á leiðinni til Íslands, sem er að flýja ástandið í Úkraínu, til þess að leggja til húsnæði til að taka við flóttafólki. Fjölmenningarsetur heldur utan um skráningu húsnæðis sem boðið verður flóttafólki.

Samþykkt samhljóða
Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2112004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 123
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum - 2112011
3. Umsögn um uppbyggingu Laxárdalsvegar - 2201029
4. Vatnsmiðlun í Fáskrúð - umsagnarbeiðni - 2202013
5. Svæðisáætlun úrgangsmála á Vesturlandi - 2012016
6. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
7. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
8. Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ásgarðs í Hvammssveit - 2107013

Samþykkt samhljóða
13. 2202006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 124
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Beiðni um um umsögn vegna ræktunarleyfis Icelandic Mussel Company ehf, í Hvammsfirði - 2202027
3. Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis Northlight Seafood ehf. í Hvammsfirði - 2202039
4. Vatnsmiðlun í Fáskrúð - umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun 2202013
5. Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku - 2202015
6. Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal - 2203002
7. Umsókn um byggingarleyfi - 2203003
8. Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík - 2110026

Samþykkt samhljóða
14. 2112007F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 27
1. Talning ferðamanna í Dalabyggð - 2111019
2. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016
3. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016
4. Tjaldsvæðið í Búðardal 2021 - 2201019
5. Eiríksstaðir 2021 - 2201017

Til máls tóku: Anna, Pálmi um dagskrárlið 3.

Samþykkt samhljóða
15. 2202002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 285
1. Lokun útibús Arion banka í Dalabyggð - 2202006
2. Brunavarnaáætlun 2021-2026 - 2101013
3. Úttekt HMS á starfsemi Slökkviliðs Dalbyggðar - 2110021
4. Breytingar varðandi úrgangsmál - 2202018
5. Beiðni um styrk - 2202023
6. Nýsköpunarsetur í Dalabyggð - 2005027
7. Endurskoðun vefstefnu Dalabyggðar - 2202025
8. Umsókn um styrk vegna korts - 2202012
9. Sorphirða í Dölum 2022 - 2111026
10. Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku - 2202015
11. Leiga á Árbliki - 2112012
12. Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum - 2112011
13. Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki III - 2202030
14. Leiga vegna Hólmsréttar - 2202032
15. Niðurlagning kennitalna fyrir Eiríksstaðanefnd og Grunnskóla Búðardals - 2202033
16. Umsókn um lækkun húsaleigu í Árbliki - 2202034
17. Ársreikningur Dalabyggðar 2021 - 2202024
18. Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags - 2202008
19. Vínlandssetur 2021 - 2201018
20. Boð um könnun - 2202011
21. Mál frá Alþingi til umsagnar 2022 - 2201039
22. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2022 - 2202019
23. Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2109027
24. Framkvæmdir 2022 - 2202026
25. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022 - 2202031
26. Trúnaðarbók byggðarráðs - 2202028

Til máls tóku: Anna um dagskrárlið 9 og 13. Eyjólfur um dagskrárlið 9. Einar um dagskrárlið 9 og 13. Þuríður um dagskrárlið 9. Eyjólfur (annað sinn) um dagskrárlið 9.

Samþykkt samhljóða
16. 2203001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 286
1. Ársreikningur Dalabyggðar 2021 - 2202024
2. Stjórnsýsluendurskoðun 2021 - 2112021
3. Leiga á Árbliki - 2112012
4. Gatnagerð í Bakkahvammi - útboð - 2203005
5. Lagfæring á glugga í stjórnsýsluhúsi - verðkönnun - 2203004
6. Silfurtún, endurnýjun á baðherbergi - útboð - 2203006
7. Ærslabelgur í Búðardal - 2106005
8. Niðurlagning kennitalna fyrir Lyfjasöluna Búðardal, Laugaskóla og Grunnskólann Tjarnarlundi - 2202033
9. Viðræður um lán vegna íþróttamiðstöðvar - 2202035
10. Sirkus Íslands til Búðardals - 2103009
11. Fjósar - aðstaða vegna hestaleigu - 2202017
12. Mál frá Alþingi til umsagnar 2022 - 2201039

Samþykkt samhljóða
17. 2202003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 109
1. Skólastefna Dalabyggðar - 1809023
2. Starfsáætlun Auðarskóla 2021-2022 - 2109024
3. Íþróttastarf grunnskóla - 1911028
4. Auðarskóli - skólastarf 2021-2022 - 2109025
5. Skóladagatal Auðarskóla 2022-2023 - 2202004

Til máls tóku: Anna, Þuríður, Einar, Anna (annað sinn) um dagskrárlið 3.

Anna leggur fram bókun:

Ég harma vinnubrögð Fræðslunefndar er varðar, tillögu sveitarstjórnar sem tekin var fyrir í Fræðslunefnd 4. nóvember 2021. Tillagan var samþykkt af öllum aðilum í sveitarstjórn Dalabyggðar og hvatti Fræðslunefnd Dalabyggðar til að taka upp þá umræðu hvað börnunum okkar er fyrir bestu hvað íþrótta starf í grunnskóla varðar í nútíð, og skili af sér greinargerð um málið fyrir næsta sveitarstjórnarfund. Til stóð að skila af sér greinargerð fyrir skipulagðan fund sveitarstjórnar í febrúar 2022. 2. desember er málið sent frá Fræðslunefnd til umsagnar hjá skólastjóra, skólaráði og ungmennaráði. Enginn tímarammi hefur hins vegar verið settur á þær umsagnir fyrr en núna fyrst í fundargerð Fræðslunefndar núna 3. mars síðastliðinn. En sá tímarammi nær eingöngu til ungmennaráðs og skólaráðs. Ekki hefur verið bókað hvenær skólastjóri og Fræðslunefnd skilar af sér sinni vinnu sem er algjörlega óásættanlegt og getur ekki talist til faglegra vinnubragða.

Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
18. 2201011 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022
Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands 08.02.2022 og 07.03.2022 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar
20220208_Fundargerð undirritað skjal.pdf
175_2022_0307_Samþykkt fundargerð.pdf
19. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð
Fundargerðir 1. og 2. fundar verkefnisstjórnar lagðar fram.
Til máls tóku: Anna, Eyjólfur

Lagt fram til kynningar
Fundargerð Brothættar byggðir Dalabyggð nr 01_2022.pdf
2022.02.23 Fundargerð Brothættar byggðir Dalabyggð nr. 02.2022.pdf
20. 2201008 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022
Fundargerð 199. fundar Breiðafjarðarnefndar lögð fram.
Lagt fram til kynningar
Breiðafjarðarnefnd - fundur 199.pdf
21. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 25.03.2022 lögð fram.
Lagt fram til kynningar
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 907.pdf
22. 2201005 - Fundargerðir Dalagisting 2022
Fundargerð stjórnar Dalagistingar ehf. 09.03.2022 lögð fram.
Lagt fram til kynningar
Dalagisting ehf 91.pdf
Mál til kynningar
23. 2201001 - Aðalfundur SSV 2022 - fundarboð
Aðalfundur SSV verður haldinn 16. mars nk.
Til máls tók: Eyjólfur

Lagt fram til kynningar
Fundarboð.pdf
Fundarboð aðalfundar SV 16.mars.2022.pdf
Aðalfundur SSV 2022 - Breytingartillaga á lögum SSV.pdf
Dagskrá aðalfundar SSV 2022.pdf
Aðalfundarboð 2022.pdf
24. 2203008 - Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur sveitarfélög landsins og Samband íslenskra sveitarfélaga til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar
Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga Suðurnesjalína 2 áskorun til sveitarfélaga.pdf
25. 2202036 - Ungmennaþing Vesturlands 2022
Boð til frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga á Vesturlandi um að taka þátt í Ungmennaþingi Vesturlands 13. mars frá kl. 13:00-15:30.
Lagt fram til kynningar
UMÞV-Boð_frambjóðendur.pdf
26. 2202037 - Samráðs- og upplýsingafundir til undirbúnings stefnumótunarvinnu
Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga lagt fram.
Lagt fram til kynningar
Erindi til sveitarstjórnarmanna vegna funda um stefnumótun 2022.pdf
27. 2202040 - Samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga og yfirlýsing CEMR vegna Úkraínu
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti einróma á fundi sínum þ. 25. febrúar sl. að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.
Lagt fram til kynningar
Samþykkt stjórnar sambandsins og yfirlýsing CEMR vegna Úkraínu.pdf
28. 2202041 - Samtaka um hringrásarhagkerfi
Dalabyggð er skráð til þátttöku í verkefninu "Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað".
Til máls tók: Eyjólfur

Lagt fram til kynningar
Samtaka um hringrásarhagkerfi ? opnað hefur verið fyrir skráningar.pdf
29. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.
Lagt fram til kynningar
Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts) 78 mál.pdf
30. 2201027 - Fyrirspurn um leigu á Laugum sumarið 2022
Undirritaður leigusamningur lagður fram.
Lagt fram til kynningar
samningur_undirritadur.pdf
31. 2109027 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Samþykktir lagðar fram.
Lagt fram til kynningar
Sampykktir-fyrir-landsbyggdar-hses-lokadrog 030322.pdf
32. 2203003 - Umsókn um byggingarleyfi
Úr fundargerð 124. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.03.2022, dagskrárliður 7:
2203003 - Umsókn um byggingarleyfi
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi en um er ad ræða nýbyggingu á fyrrverandi steyptum grunni á landi Nýpur.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að byggingarfulltrúa verði falið að veita leyfið.

Til máls tók: Eyjólfur

Lagt fram til kynningar
33. 2203001 - Ársreikningur Dalagistingar ehf. 2021
Ársreikningur Dalagistingar efh. 2021 lagður fram.
Lagt fram til kynningar
Ársreikningur Dalagistingar ehf._9.3.2022.pdf
34. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar
punktar_covid_sveitarstjórn mars22.pdf
35. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra mars 2022.pdf
Fundargerð yfirfarin. Lagt til að fundargerð verði samþykkt í tölvupósti.

Samþykkt samhljóða.

Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður þriðjudaginn 5. apríl 2022.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta