Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 188

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.03.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Magnína G Kristjánsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri
Lagt til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá:
2003006 - Að vestan 2020 (almennt mál) sem verði dagskrárliður 20.
1812008 - Fundargerðir Minningarsjóðs hjónanna Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda (fundargerð til kynningar) sem verði dagskrárliður 30.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar - fyrri umræða.
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 3:
1912995 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga.
Úr fundargerð 184 fundar sveitarstjórnar 12.12.2019, dagskrárliður 20:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum
Tók til máls: Kristján.
Byggðarráði falið að endurskoða samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Á 240. fundi byggðarráðs 22. janúar sl. (dagskrárliður 3) var varaformanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktirnar og gera tillögu um breytingar til byggðarráðs á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Sveitarstjóra falið að fá lögmann til að lesa tillöguna yfir.

Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða að vísa breytingum á samþykktum Dalabyggðar til annarrar umræðu.
Samþykktir með breytingum (með TrackChanges).pdf
Breyting á samþykkt um stjórn Dalabyggðar 2020.pdf
2. 2002053 - Flokkun landbúnaðarlands
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til eftirtaldar breytingar á drögum frá VerkÍs:
1. Forðast ber að setja niður ágengar plöntur í landbúnaðarland II, hvort sem er í skógrækt eða í annarri ræktun. (bls. 7)
2. Heimilt er að taka land í flokki II til skógræktar. Öll skógrækt innan skógræktarsamninga er leyfisskyld óháð stærð. Skógrækt undir 10 ha á hverju lögbýli er einungis tilkynningarskyld til skipulagsyfirvalda sem leita umsagnar viðeigandi aðila. (bls. 7)
3. Heimilt er að taka land í flokki III til skógræktar. Öll skógrækt innan skógræktarsamninga er leyfisskyld óháð stærð. Skógrækt undir 10 ha er einungis tilkynningarskyld til skipulagsyfirvalda sem leita umsagnar viðeigandi aðila. (bls. 7)
4. Votlendi, > 2 ha samfellt svæði. (bls. 8)

Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 2:
Flokkun landbúnaðarlands - 2002053
Lögð fram drög að viðmiðum fyrir flokkun landbúnaðarlands vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalabyggðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að drög að viðmiðum fyrir flokkun landbúnaðarlands vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalabyggðar verði samþykkt.
Samþykkt

Til máls tóku í þessari röð: Ragnheiður, Einar Jón, Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
ASK_Dalabyggðar_greinargerð um flokkun landbúnaðarlands - eftir fund um-skip-nefndar.pdf
3. 2002053 - Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 3:
Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
Lögð fram skipulags- og matslýsing frá Verkís vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar.
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Dalabyggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði samþykkt sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar.
Samþykkt

Samþykkt samhljóða.
Aðalskipulag Dalabyggðar - Skipulags- og matslýsing.pdf
ASK Dalabyggðar_fundur_Umhverfisog_skipulagsnefndar_2032020.pdf
Lysing - Aðalskipulag Dalabyggðar-uppfært eftir fund um-skip-nefndar.pdf
4. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Minnisblað lagt fram.
Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Eyjólfur.

Kristján leggur fram tillögu:
Sveitarstjórn skipi þriggja manna starfshóp. Starfshópurinn hefði umboð til samtals við nágrannasveitarfélög. Hann myndi útbúa áætlun og umsókn um fjárframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, velja ráðgjafa og vinna með honum valkostagreiningu fyrir Dalabyggð. Starfshópurinn myndi leggja fram minnisblað um framvindu verkefnisins á öllum reglulegum fundum sveitarstjórnar Dalabyggðar. Starfshópurinn lyki störfum með því að niðurstöður valkostagreiningar yrðu lagðar fyrir sveitarstjórn. Stefnt yrði að því að það væri fyrir lok árs 2020.
Samþykkt samhljóða.

Oddviti leggur fram tillögu:
Tillaga um að þriggja manna starfshópurinn yrði skipaður sveitarstjóra, oddvita og formanni byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga.pdf
5. 1905023 - Rammasamningur um raforku - útboð
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 21:
1905023 - Rammasamningur um raforku - útboð.
Niðurstaða útboðs lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verið að tillögu Ríkiskaupa.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók : Kristján.

Samþykkt samhljóða.
6. 2002031 - Vefstefna Dalabyggðar
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 9:
2002031 - Vefstefna Dalabyggðar.
Tillaga að endurskoðaðri vefstefnu Dalabyggðar lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að vefstefnan verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Vefstefna_Dalabyggdar_2020.pdf
7. 2002044 - Reglur garðslátt - lífeyrisþegar
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 19:
2002044 - Reglur um garðslátt - lífeyrisþegar.
Drög að reglum lögð fram.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Reglur_gardslattur_tilbuin_drög_2.pdf
8. 2002043 - Reglur fyrir Vinnuskóla Dalabyggðar
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 20:
2002043 - Reglur fyrir Vinnuskóla Dalabyggðar.
Drög að reglum lögð fram.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Reglur_vinnuskoli_tilbuin_drög.pdf
9. 2002024 - Útivistarskógur í landi Fjósa
Oddviti leggur fram tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar felur umhverfis- og skipulagsnefnd að skilgreina svæði í landi jarðarinnar Fjósa undir fjölnytjaskóg (útivistarskóg) samhliða vinnu við gerð nýs aðalskipulags. Við þá vinnu fái nefndin skógræktarráðgjafa á sinn fund við hönnun svæðisins. Við hönnun svæðisins verði horft til þeirrar innviðauppbyggingar sem nauðsynlegt er að horfa til í skipulagi þéttbýlisins Búðardals næstu 30-40 árin. Stefnt skal að því að þessari vinnu ljúki á árinu 2020. Í framhaldi af því mun sveitarfélagið gera skógræktarsamning og hefja plöntun í skilgreint svæði fyrir fjölnytjaskóg. Leitast skal við að plöntun trjáa í svæði sé unnin sem fjáröflun fyrir félagasamtök í sveitarfélaginu eða sem verkefni nemenda í Auðarskóla.

Til máls tók: Eyjólfur.
Tillagan samþykkt samhljóða.
10. 2002056 - Aðalfundur SSV 2020
Tilnefning fulltrúa í stjórn SSV til tveggja ára.
Oddviti leggur til að Eyjólfur Ingvi Bjarnason verði aðalmaður í stjórn SSV fyrir Dalabyggð og Ragnheiður Pálsdóttir verði varamaður.
Samþykkt samhljóða
SSV - aðalfundarboð 2020.pdf
11. 2002055 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vestfjarðavegur
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 4:
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vestfjarðavegur - 2002055
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar og endurbóta á Vestfjarðavegi (60): Skriðuland - Brunná.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Samþykkt

Samþykkt samhljóða.
60-10-framkvæmdaleyfisumsókn_14.1.2020_Dalabyggð.pdf
12. 2002039 - Lífræn lindarböð
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 5:
Lífræn lindarböð - 2002039
Óskað er eftir leyfi fyrir að hafa baðaðstöðu í bílskúrnum að Sunnubraut 17 í Búðardal.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt þegar fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda húsnæðisins og að starfsemin verði grenndarkynnt.
Samþykkt

Samþykkt samhljóða.
Lífræn lindarböð.pdf
13. 2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 6:
Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi - 2001050
Kjartan Eggertsson óskar eftir að sveitarstjórn Dalabyggðar gefi leyfi til að múrmulningur, sem lagður var í bátabrautina í Hnúksnesi fái að liggja þar áfram.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn hafni erindinu þar sem hún hafi ekki umboð til að veita það leyfi sem til þarf.
Lagt er til að umsækjandi leiti álits landeiganda vegna framkvæmdanna.

Kristján Sturluson, sveitarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.
Álit frá Umhverfisstofnun.pdf
14. 1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 10:
Skógræktaráform í Ólafsdal 137878 - 1805030
Minjavernd hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Skógrækt í Ólafsdal í Gilsfirði.
Nefndin hafnar erindinu með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, kafla 3.6.2. Landslag, náttúru- og menningarminjar, þar sem Ólafsdalur nýtur hverfisverndar samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.

Oddviti leggur fram að afgreiðslu verði frestað og boðað til fundar með Minjavernd.
Tók til máls: Einar Jón.
Samþykkt samhljóða.
Skógræktaráform Minjaverndar hf. á jörðinni Ólafsdalur landnúmer 137878.pdf
Samningur um þáttöku í skógrækt.pdf
15. 1903015 - Skógrækt í Stóra-Langadal
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 11:

Skógrækt í Stóra-Langadal - 1903015
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í Stóra-Langadal.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.

Samþykkt samhljóða.
Skýrsla um skógrækt í Stóra-Langadal.pdf
Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
16. 1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 12:
Skógrækt á Ósi í Saurbæ - 1808008
Sótt er um skógrækt að Ósi í Saurbæ.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, en landið fellur undir flokk II samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.

Samþykkt samhljóða.
Ós - framkvæmdaleyfi.pdf
Bréf með fylgiskjölum um ítrekun um skrifleg svör vegna umsóknar um skógrækt að Ósi.pdf
17. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 13:
Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn - 1910024
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt að Hóli.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á drögum að flokkun landbúnaðarlands.

Samþykkt samhljóða.
Skýrsla um skógrækt á Hóli í Hvammssveit.pdf
Skógrækt á Hóli - greinargerð með umsókn.pdf
18. 2001011 - Ósk um að erindi vegna bílahræja yrði svarað - kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis lögð fram.
Til máls tók: Kristján.
Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis.pdf
19. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Tillaga til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Tillaga til þingsályktunar um verndun og varðveislu skipa og báta), 277. mál.

Tillaga til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar 311 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um verndun og varðveislu skipa og báta) 277 mál.pdf
20. 2003006 - Að vestan 2020
Erindi frá sjónvarpstöðinni N4 vegna fjárframlags til þáttanna "Að vestan".
Til máls tóku í þessari röð: Kristján, Skúli.
Tillaga um að erindi frá N4 verði samþykkt og framlag til þáttana yrði kr. 500.000.-
Samþykkt samhljóða.
Að vestan 2020 - Tölvupóstur frá N4 3_3_2020.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
21. 2002004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 30
Eftirtalin mál voru á dagskrá 30. fundar stjórnar Silfurtúns 24.02. og 25.02.2020:
1. 2001052 - Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2020.
2. 2001039 - Ráðning hjúkrunarframkvæmdastjóra.

Til máls tók: Skúli.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
22. 2001003F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 14
Eftirtalin mál voru á dagskrá 41. fundar atvinnumálanefndar 25.01.2020:
1. 2001021 - Atvinnustefna - Styðja við hugmyndir og þróun núverandi rekstrar fyrirtækja.

Til máls tók: Eyjólfur.
Samþykkt samhljóða.
23. 2001005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 241
Eftirtalin mál voru á dagskrá 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020:
1. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
2. 2002050 - Hirðing á svörtu rúlluplasti
3. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
4. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
5. 2001041 - Eftirlitsmyndavélar
6. 2002020 - Umsókn um styrk - fasteignagjöld - UMF Ólafur Pái
7. 2002019 - Umsókn um styrk - fasteignagjöld - Björgunarsveitin Ósk
8. 1904023 - Fasteignagjöld 2019 - umsókn um styrk - Nesoddi ehf.
9. 2002031 - Vefstefna Dalabyggðar
10. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
11. 2002038 - Umsagnarbeiðni - Háafell - rekstrarleyfi
12. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
13. 2002042 - Framhaldsskólanám, mögulegt samstarf við Menntaskóla Borgarfjarðar
14. 2002045 - Umsókn um afnot af Dalabúð án endurgjalds v. kótilettukvölds
15. 2002047 - Umsókn um styrk vegna heimsóknar biskups
16. 1809034 - Reglur um styrki
17. 2001028 - Skoðun á sameiginlegu mötuneyti Silfurtúns og Auðarskóla
18. 1911019 Samstarfssamningur 2020 - UDN og Dalabyggð
19. 2002044 - Reglur um garðslátt - lífeyrisþegar
20. 2002043 - Reglur fyrir Vinnuskóla Dalabyggðar
21. 1905023 - Rammasamningur um raforku - útboð
22. 2002046 - Reglugerð um héraðsskjalasöfn
23. 2002049 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
24. 2002034 - Auglýsing eftr framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
25. 2002036 - Ferðamenn í Dalabyggð 2004-2019 - skýrsla
26. 2002027 - Umsögn vegna vatnsveitu - Miðskógur
27. 2002037 - Vatnsveitur á lögbýli - Sólheimar 2
28. 1807013 - Vínlandssetur
29. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
30. 2002030 - Endurskoðun vegna 2019
31. 2002048 - Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu

Til máls tóku í þessari röð: Ragnheiður, Kristján, Skúli, Einar Jón, Kristján(öðru sinni), Eyjólfur.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
24. 2002002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 103
Eftirtalin mál voru á dagskrá 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.03.2020:
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
2. 2002053 - Flokkun landbúnaðarlands
3. 2002053 - Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar
4. 2002055 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vestfjarðavegur
5. 2002039 - Lífræn lindarböð
6. 2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi
7. 2002029 - Umsókn um byggingarleyfi
8. 2002021 - Sunnubraut 7
9. 2002054 - Áskorunarbréf
10. 1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878
11. 1903015 - Skógrækt í Stóra-Langadal
12. 1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
13. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
25. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Fundargerð frá 27. febrúar lögð fram til kynningar. Einnig eru lagðar fram til kynningar starfsreglur stjórnar Bakkahvamms hses.
Lagt fram til kynningar.
Bakkahvammur hses - Starfsreglur stjórnar.pdf
Bakkahvammur hses - fundargerð 5.pdf
26. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Fundargerðir frá 22. janúar og 27. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Dalaveitur ehf 24.pdf
Dalaveitur ehf 23.pdf
27. 2001017 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.
Fundargerð stjórnar frá 2. mars.
Lagt fram til kynningar.
Dalagisting ehf 73.pdf
28. 1903011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2019 - 2022
Fundargerð stjórnar frá 26. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð.stjf.26.febrúar.2020.1.pdf
29. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerð frá 2. mars.
Lagt fram til kynningar.
Minnispunktar frá fundi 02.03.2020.pdf
30. 1812008 - Fundargerðir Minningarsjóðs hjónanna Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda
Fundargerð stjórnar frá 4. mars.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð minningarsjóðs Fellsenda 04.03.2020.pdf
Mál til kynningar
31. 2002002 - Kórónaveira, Staða.
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
32. 2002041 - Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga
Ráðstefna SSV 12. mars.
Lagt fram til kynningar.
Ráðstefna sameiningar auglýsing mynd.pdf
33. 2002049 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 23:
2002049 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Verkefnið er mjög áhugavert. Hins vegar telur byggðarráð að Dalabyggð hafi ekki svigrúm til að taka þátt í því við núverandi aðstæður.

Lagt fram til kynningar.
Dalabyggð.pdf
34. 1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 29:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Minnisblað lagt fram.
Eftir góðan fund með fjármálaráðuneyti var næsta skref að eiga viðræður við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem fer með málefni safna.
Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að ná fundi með ráðuneytinu frá 23. janúar en engin viðbrögð verið fyrr en 25. febrúar. Þá var spurt hvenær Dalabyggð gæti komið til fundar við ráðuneytið og var tillaga að það yrði 4. mars.
Ekki hefur borist staðfesting á hvort það gengur eftir.

Til máls tók: Kristján.
Fundað var um málið með mennta- og menningarmálaráðuneytinu 4. mars.
Lagt fram til kynningar.
35. 2002054 - Áskorunarbréf um nýtingu lands til landbúnaðar.
Úr fundargerð 103. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, 2.03.2020, dagskrárliður 9:
Áskorunarbréf - 2002054
Áskorun um það að öllum landbúnaðargreinum verði gert kleift að nýta sín lönd eins og hver grein hefur þörf fyrir.
Nefndin þakkar Þórarni Gunnarssyni fyrir bréfið.

Til máls tók: Eyjólfur.
Lagt fram til kynningar.
Áskorun um að breyta rétt.pdf
36. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Bréf frá formanni Félags skógræktarbænda á Vesturlandi lagt fram.
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
svar við svari skipulagsfulltrúa.pdf
37. 2002023 - Athugasemdir við kynningarfundi Breiðafjarðarnefndar
Bréf frá Ásgeiri Gunnari Jónssyni lagt fram.
Til máls tók: Eyjólfur.
Lagt fram til kynningar.
Athugasemdir við kynningarfund Breiðafjarðarnefndar.pdf
Eyjólfur óskaði eftir því að sveitarstjórn ályktaði um hæfi hans til að fjalla um bréfið þar sem hann situr í Breiðafjarðarnefnd. Samþykkt samhljóða að Eyjólfur sé hæfur.
38. 2002048 - Bréf frá SDS vegna kjaradeilu
Bréf frá Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellssýslu lagt fram.
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til formanns Sambands Íslenskra sveitarfélaga 26_feb_2020.pdf
Tölvupóstur - SDS 27_2_2020.pdf
39. 2002048 - Boðað verkfall BSRB.
Verkfall hefur verið boðað 9.-10. mars, 17.-18. mars, 24. og 26. mars, 31. mars og 1. apríl og frá 15. apríl.
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Leiðbeiningar_ verkfall BSRB_mars 2020.pdf
40. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra mars 2020.pdf
41. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Trúnaðarmál.
Agnar Agnarsson fasteignasali hjá Domus Nova verður í símasambandi á fundinum.

Fært í trúnaðarbók.
Lagt til að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði 2. apríl.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upplesin, samþykkt og undirrituð.
Fleira ekki gert.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta