Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 101

Haldinn á fjarfundi,
27.01.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Haraldur Haraldsson skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Sigríður Huld Skúladóttir, Formaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Gestir kynna aðalskipulagsgerðina og fara yfir tenginguna við fræðslumál. Nefndin ræðir spurningar sem fram koma.

Hvað er það í tengslum við menntamál sem nauðsynlegt er að fjalla um í nýju
aðalskipulagi Dalabyggðar?
- Hvernig getur aðalskipulagið stuðlað og/eða stutt við uppbyggingu menntastofnana?
- Hvernig getur aðalskipulagið stuðlað og/eða stutt við íþróttastarf og lýðheilsu?
- Er einhverjum þáttum ábótavant og er þörf á aðgerðum, til skamms tíma og langs tíma litið?

Rætt um mikilvægi uppbyggingar íþróttamannvirkja við Auðarskóla, bæði fyrir nemendur og almenning. Horfa þarf til góðs aðgengis að skóla og íþróttamannvirkjum fyrir alla hópa, bæði inn í mannvirkin og jafnframt skal ætíð gæta öryggis á bílastæðum og skólalóð. Það skiptir máli að horfa til þess að öll skóla og íþróttaðstaða sé miðsvæðis en ekki dreifð.
Möguleikar á vinnuaðstöðu, framhaldsskóladeild og nýsköpun við miðjusvæðið er kjörin og geta verið mikil samlegðaráhrif við Auðarskóla.
Nefndin bendir á mikilvægi hraðari uppbyggingar á samgöngum í sveitarfélaginu til að stuðla að öryggi skólabílabarna sem og allra, auk þess munu bættar samgöngur efla möguleika á samstarfi i skólamálum og tómstundum við nágrannasveitarfélögin.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi, Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Einar Jónsson frá Verkís sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2101029 - Auðarskóli - Skóladagatöl 2021 - 2022
Drög að skóladagatali fyrir 2021 - 20200 lögð fram
Haraldur skólastjóri fer yfir fyrstu drög að skóladagatali 2021-2022 fyrir grunnskólann, skóladagatal fyrir leikskólann er ekki tilbúið.
3. 2101030 - Auðarskóli - skólastarf 2020 - 2021
Skólastarf hefur gengið vel þrátt fyrir takamarkanir, rými eru enn aðskilin og sóttvarnir hafðar í hávegum, reynt að takmarka umferð starfsmanna milli rýma sem mest. Mikilvægt að allir passi upp á einstaklingssóttvarnir og að foreldrar/forráðamenn ræði mikilvægi þeirra við börn sín. Búið er að lengja skóladaginn um eina kennslustund og væntingar eru um að geta lengt skóladaginn í fulla lengd.

Verkgreinar eru að komast af stað að einhverju leiti.
Vonir eru um að geta sett upp þemaviku í byrjun maí með list- og verkgreinar til að bæta upp og breyta til. Horft til þess að skipuleggja skólaferðalag með gistingu innansveitar fyrir 10.bekk í vor.

Haraldur skólastjóri bindur vonir við að koma upp skólakór í Auðarskóla og er að skoða skipulag við það.

Skólastjóri hefur áhyggjur af netnotkun, óæskilegu orðfari og ákveðnu hátterni í nemendahópnum. Von er á fyrirlesara 5. febrúar um netnotkun og hættur á samfélagsmiðlum.
Jóhanna H. Sigurðardóttir vék af fundi að loknum dagskrárlið 3.
Mál til kynningar
4. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Lagt fram til kynningar.
Sigríður formaður segir frá fundum sem hún, Haraldur skólastjóri og Jóhanna verkefnastjóri áttu með Braga Þór Svavarssyni skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar og Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mikilvægt er að kynna ungmennum valmöguleikann á framhaldsskóladeild í heimabyggð og kanna hvort áhugi er á slíkri deild.
Framhaldsskóladeild_minnisblað.pdf
5. 2101035 - Opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2021
Vakin er athygli á að Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna endurmenntunarverkefna sem koma til framkvæmda á skólaárinu 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.
Opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20 

Til bakaPrenta