Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 206

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.06.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:

Mál.nr. 1901043 - Breyting á reglum um skólaakstur, almennt mál, verði dagskrárliður 21.

Mál.nr. 2101022 - Umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi G.III - Laugar í Sælingsdal, almennt mál, verði dagskrárliður 22.

Mál.nr. 2105001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar 104, fundargerð til afgreiðslu, verði dagskrárliður 28.

Mál.nr. 1905009 - Fundargerðir Eiríksstaðanefndar, fundargerð til kynningar, verði dagskrárliður 35.

Mál.nr. 2106012 - Aðgerðráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, mál til kynningar, verði dagskrárliður 41.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806009 - Kjör oddvita og varaoddvita
Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs sbr. 7. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018 með síðari breytingum.
Tillaga um að Eyjólfur Ingvi Bjarnason verði oddviti.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga um að Ragnheiður Pálsdóttir verði varaoddviti.
Samþykkt samhljóða.
2. 1806010 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð
Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs sbr. 27. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018 með síðari breytingum.
Skipan byggðarráðs verði óbreytt:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson.
Einar Jón Geirsson.
Þuríður Jóney Sigurðardóttir.

Samþykkt samhljóða.

Varamenn verði:
1. Sigríður Huld Skúladóttir.
2. Ragnheiður Pálsdóttir.
3. Pálmi Jóhannsson.

Samþykkt samhljóða.

Formaður verði:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson.

Samþykkt samhljóða.

Varaformaður verði:
Einar Jón Geirsson.

Samþykkt samhljóða.
3. 2105019 - Fundir sveitarstjórnar sumarið 2021.
Fundur sveitarstjórnar í júlí fellur niður vegna sumarleyfa. Næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 12. ágúst. Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella sbr. 32. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018 með síðari breytingum.
Samþykkt samhljóða.
4. 1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Kjósa þarf einn fulltrúa í fjallskilanefnd Fellsstrandar.
Tillaga að Sigrún Hanna Sigurðardóttir komi inn sem fulltrúi í fjallskilanefnd Fellsstrandar.

Samþykkt samhljóða.
5. 2105026 - Fjárhagsáætlun - Viðauki III
Úr fundargerð 260. fundar byggðarráðs 03.06.2021, dagskrárliður 1:
2105026 - Fjárhagsáætlun - Viðauki III
Viðauki III við fjárhagsáætlun lagður fram.
Við viðauka bætist kr. 1.150.000 fjárfesting vegna fráveituframkvæmda og kr. 700.000 rekstur vegna tjaldsvæðis í Búðardal (tvær nýjar hurðir).

Viðauki samþykktur samhljóða með ofangreindum breytingum.

Viðauki III lagður fram til afgreiðslu.

Til máls tók: Kristján

Viðauki III samþykktur samhljóða.
Viðauki III.2021.II.pdf
6. 2104002 - Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Aukaaðalfundur Heilbrigðiseftirlitsins óskaði eftir að sveitarfélög tæku fyrir samþykkt um eftirlitið og minnisblað vegna Kjósarhrepps.
Samþykkt samhljóða
Minnisblað vegna Kjósarhrepps.pdf
2021_0505_Samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands Kjós_Tillaga nefndar til eigenda.pdf
Tölvupóstur frá umhverfisráðuneytinu 8_6_2021.pdf
7. 2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Lagt fram erindi vegna uppsetningu "ærslabelgs" í Búðardal.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar því til byggðarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.
Ærslabelgur.pdf
8. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
Úr fundargerð 117. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.06.2021, dagskrárliður 1:
2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Iðjubraut í Búðardal.

Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og gat stofnunin ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsins þar sem ekki lá fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um deiliskipulagið og þá fornleifaúttekt sem liggur fyrir um svæðið með bréfi dags. 28. janúar 2021.

Þá gerði stofnunin athugasemdir við uppdrátt og greinargerð og benti á að afla þyrfti umsagnar Vegagerðarinnar um deiliskipulagið.
Athugasemdir Skipulagsstofnunar við greinagerð vörðuðu það að setja þyrfti á skilmála um fyrirhugaðar byggingar, sbr. gr. 5.3.2.1. í skipulagsreglugerð. Jafnframt þyrfti að setja á skilmála um m.a. bílastæði, girðingar, lýsingu, skilti, gróður o.fl.

Athugasemdir stofnunarinnar við uppdrátt lutu að því að sýna þyrfti staðsetningu hljóðmana og gera grein fyrir þeim í skýringum auk þess sem gera ætti greina fyrir núverandi byggingum innan svæðisins.

Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og liggja fyrir umbeðnar umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að senda uppfærða tillögu að deiliskipulagi ásamt viðbættum fylgigögnum Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.
7358-009-DSK-V05-001_Iðjubraut-01.06.2021.pdf
7358-009-GRG-V05-001_Iðjubraut-01.06.2021.pdf
Idjubraut Dalabyggd Minjastofnun.pdf
Vegagerðin - Iðjuvellir Búðardal DSK tillaga.pdf
Eyjólfur Ingvi Bjarnason víkur af fundi undir dagskrárliðum 9 - 11. Jón Egill Jónsson kemur inn á fundinn í hans stað.
9. 1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878
Úr fundargerð 117. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.06.2021, dagskrárliður 2:
1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878
Tekið fyrir á nýjan leik erindi frá Minjavernd er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Ólafsdal.
Með vísun í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er umrædd framkvæmd leyfisskyld og vakin er athygli á því að umrætt skógræktarsvæði fellur undir hverfisvernd Ólafsdals en öll svæði, sem staðfest hverfisvernd gildir um samkvæmt aðalskipulagi, þarf að deiliskipuleggja ef framkvæmdir eru fyrirhugaðar.

Jafnframt er skógrækt á hverfisverndarsvæðum tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum.

Erindið verði samþykkt að uppfylltum skilyrðum um að fyrir liggi umsagnir frá viðkomandi stofnunum og álit Skipulagsstofnunar um matsskyldu. Áréttað er að vinna þarf deiliskipulag í tengslum við framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða.
10. 2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Úr fundargerð 117. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.06.2021, dagskrárliður 3:
2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Úr fundargerð 205. fundar sveitarstjórnar 20.05.2021, dagskrárliður 3:
2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Bókun 116. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 7.05.2021, dagskrárliður 2, er í fylgiskjali.
Sveitarstjórn beinir því til umhverfis- og skipulagsnefndar að hún geri á næsta fundi sínum tillögu til sveitarstjórnar um afgreiðslu málsins.

Til máls taka: Einar, Skúli

Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdarleyfi á 64 ha svæði í landi Ásgarðs frá Skuggasveini sem fyrirhugað er að fari undir nytjaskógrækt. Afgreiðslu þessa svæðis var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 5. febrúar sl.

Með vísan í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í mái nr. 23/2020 leggur nefndin til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir áðurnefnt 64 ha svæði í landi Ásgarðs.

Nefndin metur það sem svo að ekki sé um að ræða matsskylda framkvæmd. Hins vegar bendir nefndin á, með vísan í 6. mgr. 4. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, að gæta þarf að ásýnd og útsýni við tilhögun framkvæmdarinnar. Framkvæmdaraðili hugi að mótvægisaðgerðum sem miði að því að útsýni skerðist sem minnst.

Sigurður Sigurbjörnsson skilar sératkvæði: Með vísan í fyrirliggjandi gögn í málinu telur Sigurður að hafna beri erindi um framkvæmdarleyfi á téðu 64 ha svæði fyrir neðan Magnússkóga 3.

Samþykkt með 3 (HH, RP, JEJ) gegn 1 (SS).

Til máls tóku: Sigríður, Einar, Ragnheiður.

Samþykkt með 6 atkvæðum (SHG, ÞJS, JEJ, PJ, EGJ, RP) gegn 1 atkvæði (SHS).
Fyrirspurn um matskyldu - svar frá Skipulagsstofnun.pdf
11. 2012019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur
Úr fundargerð 117. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.06.2021, dagskrárliður 4:
2012019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur
Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna skógræktar í landi Selárdals. Grenndarkynningu er lokið og barst ein athugasemd.


Með vísan í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 23/2020 leggur nefndin til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Selárdal. Það verði gert með fyrirvara um að gerð verði fornleifaskráning á skógræktarreitnum.

Selárdalur fór í eyði árið 1949 og ætla má að miklar mannvistarleifar séu á umræddu skógræktarsvæði sem eru eldri en 100 ára.

Þar er bæjarstæði Selárdals til margra alda ásamt rústum útihúsa, beðasléttum og fl.

Nefndin telur því ekki fært að gefa út framkvæmdaleyfi án skráningar á fornleifum.

Ein athugasemd barst við grenndarkynningu fyrirhugaðrar skógræktar en hún var frá Val B. Guðmundssyni, Ketilsstöðum og varðaði beitarhagsmuni.

Nefndin áréttar að ekki sé hægt að taka tillit til beitarhagsmuna aðliggjandi jarða vegna skógræktar. Landeigandi Selárdals er í fullum rétti að nýta sitt land til skógræktar.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Selárdalur - framkvæmdaleyfi.pdf
Jón Egill Jónsson víkur af fundi. Eyjólfur Ingvi Bjarnason kemur aftur inn á fundinn.
12. 2106007 - Iðjubraut - gatnagerð
Úr fundargerð 117. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.06.2021, dagskrárliður 7:
2106007 - Iðjubraut - gatnagerð
Hafinn er undirbúningur fyrir gatnagerð Iðjubrautar sbr. deiliskipulagstillögu. Færa þarf núverandi söfnunarsvæði gróðurúrgangs og er gerð tillaga að nýjum stað ofan við gamla urðunastaðinn norðan þorpsins.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillaga að nýrri staðsetningu söfnunarsvæðis fyrir gróðurúrgang í Búðardal verði samþykkt. Ný staðsetning verði grenndarkynnt fyrir eigendum aðliggjandi jarðar vegna nálægðar við landamörk.

Samþykkt samhljóða.
Iðjubraut_minnisblað 04-06-2021.pdf
13. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 117. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.06.2021, dagskrárliður 11:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Tekið er fyrir svarbréf, dags. 20. maí 2021, frá Skipulagsstofnun varðandi aðalskipulagsbreytingar í Dalabyggð í tengslum við vindorkuver á Hróðnýjarstöðum.

Dalabyggð sendi erindi um téðar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga þann 19. apríl 2021. Aðalskipulagsbreytingarnar voru samþykktar í sveitarstjórn Dalabyggðar 15. apríl 2021 ásamt svörum við athugasemdum sem bárust við auglýstar tillögur.

Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að samhliða skipulagsferli þessara aðalskipulagsbreytinga vinna forsvarsaðilar áforma um vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

Stofnunin telur að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að sveitarfélög marki sér stefnu í skipulagsmálum sem lögð sé til grundvallar ákvörðunum um einstök framkvæmdaáform, sbr. m.a umrædd vindorkuver í Dalabyggð, þá sé í þessu tilfelli mikilvægt að fyrir liggi þær upplýsingar sem fram munu koma í umhverfismati framkvæmdanna, áður en skipulagsforsendur framkvæmdanna eru endanlega ákveðnar með samþykkt og staðfestingu aðalskipulagsbreytinganna.

Skipulagsstofnun mælir með að Dalabyggð taki aðalskipulagsbreytingarnar til afgreiðslu að nýju þegar umhverfismati framkvæmdanna er lokið.
Skipulagsnefnd hefur móttekið svarbréf frá Skipulagsstofnun er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima. Skv. skipulagslögum ber sveitarstjórn ábyrgð á gerð eða breytingu aðalskipulags og sendir það Skipulagsstofnun til staðfestingar sbr. 2. mgr. 29. gr.

Nefndin áréttar að sveitarstjórn hefur samþykkt téðar aðalskipulagsbreytingar er varða breytingar á landbúnaðarlandi í iðnaðarsvæði og ítrekar fyrri beiðni um afgreiðslu.

Til máls tóku: Kristján, Ragnheiður, Eyjólfur, Sigríður, Ragnheiður (öðru sinni), Kristján (öðru sinni).

Samþykkt samhljóða.

Bréf Skipulagsstofnunar vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima.pdf
14. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 117. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 04.06.2021, dagskrárliður 12:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Tekið er fyrir svarbréf, dags. 20. maí 2021, frá Skipulagsstofnun varðandi aðalskipulagsbreytingar í Dalabyggð í tengslum við vindorkuver í Sólheimum.

Dalabyggð sendi erindi um téðar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga þann 19. Apríl 2021.

Aðalskipulagsbreytingarnar voru samþykktar í sveitarstjórn Dalabyggðar 15. apríl 2021 ásamt svörum við athugasemdum sem bárust við auglýstar tillögur.

Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að samhliða skipulagsferli þessara aðalskipulagsbreytinga vinna forsvarsaðilar áforma um vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

Stofnunin telur að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að sveitarfélög marki sér stefnu í skipulagsmálum sem lögð sé til grundvallar ákvörðunum um einstök framkvæmdaáform, sbr. m.a umrædd vindorkuver í Dalabyggð, þá sé í þessu tilfelli mikilvægt að fyrir liggi þær upplýsingar sem fram munu koma í umhverfismati framkvæmdanna, áður en skipulagsforsendur framkvæmdanna eru endalega ákveðnar með samþykkt og staðfestingu aðalskipulagsbreytinganna.

Skipulagsstofnun mælir með að Dalabyggð taki aðalskipulagsbreytingarnar til afgreiðslu að nýju þegar umhverfismati framkvæmanna er lokið.
Skipulagsnefnd hefur móttekið svarbréf frá Skipulagsstofnun er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima. Skv. skipulagslögum ber sveitarstjórn ábyrgð á gerð eða breytingu aðalskipulags og sendir það Skipulagsstofnun til staðfestingar sbr. 2. mgr. 29. gr.

Nefndin áréttar að sveitarstjórn hefur samþykkt téðar aðalskipulagsbreytingar er varða breytingar á landbúnaðarlandi í iðnaðarsvæði og ítrekar fyrri beiðni um afgreiðslu.

Til máls tók: Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
Bréf Skipulagsstofnunar vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima.pdf
15. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Drög að frumhönnunarskýrslu lögð fram.
Til máls tóku: Skúli, Pálmi, Einar, Skúli (öðru sinni), Pálmi (öðru sinni), Skúli (þriðja sinn), Einar (öðru sinni), Eyjólfur, Skúli (fjórða sinn).

Eyjólfur leggur fram tillögu um að vísa skýrslunni til umræðu hjá undirbúningshópi.

Samþykkt samhljóða.
Frumhönnunarskýrsla.pdf
16. 2103032 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja.
Úr fundargerð 268. fundar byggðarráðs 27.05.2021, dagskrárliður 8:
2103032 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur skilað niðurstöðu í málinu.
Þar sem ógilding úrskurðarnefndarinnar byggist á því að gjaldskráin hafði ekki öðlast gildi þegar hin kærða álagning átti sér stað fékkst engin efnileg niðurstað í málinu og því er eðlilegt en að gjaldið sé lagt á að nýju.

Byggðarráð leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn:
Lagður er fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 35/2021 frá 15. maí 2021 þar sem felld er úr gildi álagnin förgunargjalds vegna dýrahræja á eiganda jarðarinnar Hofakurs með þeim rökum að auglýsing um gildistöku viðeigandi gjaldskrár hafið ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda þegar álagningin átti sér stað hinn 3. febrúar 2021. Gjaldskráin var hins vegar birt hinn 29. mars 2021 og öðlaðist hún gildi þann dag. Sveitastjórn ákveður nú, með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, að leggja gjaldið á að nýju og er sveitarstjóra falið að tilkynna gjaldandanum um þá ákvörðun.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján

Samþykkt samhljóða.
Úrskurður Umhverfis- og auðlindarmála 3897_001.pdf
17. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Úr fundargerð 205. fundar sveitarstjórnar 20.05.2021, dagskrárliður 4:
2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Úr fundargerð 103. fundar fræðslunefndar 29.04.2021, dagskrárliður 3:
2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Skiptar skoðanir voru innan ungmennaráðs og áhyggjur af félagslífinu. Þarf að búa til okkar skólaumhverfi og -brag.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að ungmennaráði sé haldið upplýstu um framgang málsins og vísar því til umfjöllunar á sveitarstjórnarfundi unga fólksins 10. júní.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til formlegra viðræðna við Framhaldsskóla Snæfellinga um stofnun og rekstur framhaldsskóladeildar í Dalabyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum (SHS, JHS, PJ), tveir (JEJ, HSG) sitja hjá.
Málinu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar, að loknum sveitarstjórnarfundi unga fólksins.

Til máls taka: Einar, Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Sigríður, Einar, Eyjólfur.

Eyjólfur leggur fram tillögu um að vísa málinu til byggðarráðs og það verði unnið í samstarfi við formann fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða.
18. 2105005 - Fjallskil 2021
Áskorun til fjallskilanefnda um að álagning liggi fyrir, fyrir sveitarstjórnarfund 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.
19. 2106010 - Dýralæknaþjónusta í Dalabyggð
Í mars sl. auglýsti MAST laust starf dýralæknis á þjónustusvæði 2 sem nær yfir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp og fyrrum Bæjarhrepp í Húnaþingi vestra. Engar fréttir hafa borist af ráðningu en MAST hefur fjarlægt auglýsinguna síðan í mars af heimasíðu sinni. Starfandi dýrlæknir mun láta af störfum síðar á árinu og er því útlit fyrir að ekki verði starfandi dýralæknir á þjónustusvæði 2.

Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir þungum áhyggjum ef ekki verður ráðinn dýralæknir á þjónustusvæði 2 þegar núverandi dýralæknir lætur af störfum.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á MAST að ráða dýralækni á þjónustusvæði 2 með starfsaðstöðu í dýralæknisbústaðnum í Búðardal sem fyrst í samræmi við 2. gr. og 4. gr. reglugerðar um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum nr. 405/2020.
Ef ekki er starfandi dýralæknir á svæðinu hefur það víðtæk áhrif á þjónustu við bændur á landssvæði þar sem nærri 20% af sauðfjárframleiðslu landsins á sér stað. Slíkt mun væntanlega kalla á mun meiri vanhöld búfjár þar sem lengra verður í þjónustu. MAST er að bregðast yfirstjórnunarhlutverki sínu sem stofnunnin er falið skv. 4. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.


Til máls tóku: Eyjólfur, Skúli, Eyjólfur (öðru sinni).

Bókun samþykkt samhljóða.
20. 2106011 - Áskorun vegna afurðaverðs í sauðfjárrækt.
Á 197. fundi sínum þann 15. október á síðasta ári lýsti sveitarstjórn Dalabyggðar ásamt sveitarstjórnum Húnaþings vestra, Reykhólahrepps og Strandabyggðar yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda og skoraði á afurðastöðvar að birta afurðaverð haustsins 2021 fyrir áramót. Ekkert hefur þó heyrst frá sláturleyfishöfum varðandi verð fyrir komandi haust annað en Kaupfélag Skagfirðinga telur sig geta hækkað verð um ca. 6% frá síðasta ári í fréttabréfi frá apríl sl.

Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir lok júnímánaðar ásamt því að gefa út afurðaverð 2022 fyrir árslok. Í öllum rekstri þarf að gera áætlanir og mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku.
Í samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var vegið meðalverð á landinu haustið 2020 504 kr/kg. Hækkun um 6% líkt og KS hefur boðað þýðir að meðalverð verður 535 kr/kg haustið 2021. Það er of lágt verð en hefði það fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 710 kr/kg. Því vantar enn umtalsverða upphæð (175 kr/kg) uppá aðafurðastöðvaverð fylgi almennri verðlagsþróun síðustu ára.


Til máls tók: Eyjólfur.

Bókun samþykkt samhljóða.
21. 1901043 - Breyting á reglum um skólaakstur
Úr fundargerð 104. fundar fræðslunefndar 08.06.2021, dagskrárliður 1:
1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Endurskoðaðar reglur um skólaakstur til afgreiðslu.
Breytingar á reglum samþykktar og vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
skólaakstursreglur með breytingum fræðslunefndar - tillaga til sveitarstjórnar.pdf
skólaakstursreglur með breytingum fræðslunefnd með TrackChanges.pdf
22. 2101022 - Umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi G.III - Laugar í Sælingsdal
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist beiðni Heilsusköpunar ehf kt. 581220-0650, um breytingu á núgildandi rekstrarleyfi sínu LG-REK-016076 útgefnu 26. 2. 2021, til reksturs gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem rekinn er sem Laugar, Sælingsdal (F2117491), 371 Búðardal.
Breytingin felst í að bæta inn áfengisveitingum þannig að reksturinn færist úr rekstri gististaðar í flokki III-gististaður með veitingum þó ekki áfengisveitingum í flokk IV-gististaður með áfengisveitingum og er ætlunin að afgreiða áfengi frá kl.11.00 til kl.01.00 alla daga.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á rekstrarleyfinu.

Samþykkt samhljóða.
Umsagnarb. breyt. G.IV-Laugar, Sælingsdal,371 Búðardalur.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
23. 2105004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 268
1. Sjálfboðavinnuverkefni 2021 2105015
2. Sorphreinsun - staðsetning grenndarstöðva. 1904034
3. Vinnutímabreytingar 2008016
4. Skólaakstur 2019 - 2022 1901043
5. Verklagsreglur um rafræn gagnasöfn 2105021
6. Ægisbraut 9. Umsókn um lóð. 2101038
7. Vinnuskóli Dalabyggðar 2021 2104033
8. Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja. 2103032
9. Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur 1911005
10. Framkvæmdir 2021 2105020
11. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. 2012024
12. Jarðsími í Langeyjarnesi 2105017
13. Upplýsingar varðandi vatnsgjald. 2105018
14. Sælingsdalslaug sumarið 2021 2102028
15. Hvítbók um byggðamál 2105022
16. Ræstingar í Dalabyggð 2104039
17. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021

Samþykkt samhljóða.
24. 2105009F - Byggðarráð Dalabyggðar - 269
1. Fjárhagsáætlun - Viðauki III - 2105026
2. Vinnutímabreytingar - 2008016
3. Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043
4. Sorphreinsun - staðsetning grenndarstöðva. - 1904034
5. Vinnuskóli Dalabyggðar 2021 - 2104033
6. Þjónustusamningur vegna þjónustu og ljósleiðara - 2106003
7. Tunnuskýli - smíði og uppsetning - 2106004
8. Tjaldsvæðið Laugum - verðskrá 2021 - 2104032
9. Sláttur og hirðing 2021-2023 - verðkönnun - 2103028
10. Rekstraruppgjör janúar-apríl 2021 - 2106002

Samþykkt samhljóða.
25. 2103007F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 23
1. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
Samþykkt samhljóða.
26. 2105007F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 45
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19 - 2003010
3. Erindi frá SFV 2021 - 2102015

Samþykkt samhljóða.
27. 2105003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 117
1. Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal - 2005016
2. Skógræktaráform í Ólafsdal 137878- 1805030
3. Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit - 2008010
4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur - 2012019
5. Sóðaskapur og rusl í Hnúksnesi, Dalabyggð - 2105025
6. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
7. Iðjubraut - gatnagerð - 2106007
8. Landgræðsluáætlun 2021-2031 - 2105007
9. Drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2105008
10. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
11. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
12. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041

Eyjólfur tekur til máls um dagskrárlið 5.

Samþykkt samhljóða.
28. 2105001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 104
1. Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043
2. Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð - 1911028
3. Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið) - 2105010
4. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. - 2012024
5. Vinnuskóli Dalabyggðar 2021 - 2104033

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
29. 2103014 - Sveitarstjórnarfundur unga fólksins
Fundargerð fundar 10.06.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Skúli, Eyjólfur.
sveitarstj.fundur_unga_folksins_2021.pdf
30. 2102014 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021
Fundargerð aukaaðalfundar 20.05.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
2021_0520_Samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands Kjós_samþykkt á aukaaðalfundi.pdf
20210520_Fundargerð aukaaðalfundar.pdf
31. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Fundargerð 191. fundar, 20.04.2021, lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
fundur-191.pdf
32. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerð stjórnarfundar 25.05.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 25_05_2021.pdf
33. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð stjórnar frá 28.05.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 898.pdf
34. 2101039 - XXXVI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerð landsþings 28.05.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins.pdf
35. 1905009 - Fundargerðir Eiríksstaðanefndar
Fundargerð 20. fundar Eiríksstaðanefndar, lokafundur, 8.06.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn þakkar Eiríksstaðanefnd fyrir vel unnin störf við að koma Vínlandssetri á fót.

Samþykkt samhljóða.
20. fundur - fundargerð.pdf
Mál til kynningar
36. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Fundur verður með Húnaþingi vestra 14.06.2021.
Lagt fram til kynningar.
37. 2106001 - Launaþróun sveitarfélaga
Minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um launaþróun lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Launaþróun sveitarfélaga minnisblað.pdf
Launaþróun sveitarfélaga bréf.pdf
38. 2106006 - Breytingar á jarðalögum
Umburðarbréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
ANR umburðarbréf vegna br. á jarðalögum 2021.pdf
39. 2105022 - Hvítbók um byggðamál
Umsögn Dalabyggðar lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um Hvítbók um byggðamál, mál nr. 115_2021.pdf
40. 2106008 - Kolefnisspor Vesturlands
Skýrsla lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Eyjólfur, Einar.
Kolefnisspor-Vesturland-06_05_2021.pdf
41. 2106012 - Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni
Bréf frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga og forsætisráðherra lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til stofnana sveitarfélaga um aðgerðaráætlun.pdf
Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - Undirritað bréf til sveitarstjórna.pdf
42. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn júní.pdf
43. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra júní 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta