Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 48

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
20.01.2026 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Ingibjörg Gréta Gísladóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið. (í gegnum fjarfundarbúnað)
1. 2511011 - Bæjarhátíð 2026
Á fundinn mætir verkefnastjóri hátíðarhalda 2026 til viðræðna við nefndina.
Farið yfir fyrirkomulag bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal og hlutverk sveitarfélagsins í því að undirbúa og halda utan um hátíðarhöldin í samstarfi við rekstraraðila og félagasamtök.
Rætt um mögulega aðkomu tónlistarskólans að bæjarhátiðinni í ljósi þess að í ár eru 50 ár frá stofnun hans en skólinn var stofnaður þann 1. október 1976.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið. (í gegnum fjarfundarbúnað)
2. 2511012 - 17. júní 2026
Á fundinn mætir verkefnastjóri hátíðarhalda 2026 til viðræðna við nefndina.
Rætt um fyrirkomulag hátíðarhaldanna.
3. 2411011 - Menningarmálaverkefnasjóður 2025
Farið yfir nýtingu styrkja úr Menningarmálaverkefnasjóði 2025






Jón Egill Jóhannsson - Er líða fer að jólum 2025 = 250.000 kr. Verkefni lokið.

History up Close - Námskeið í fornu handverki = 170.000 kr. Verkefni lokið

Hollvinahópur Grafarlaugar f.h. Umf. Æskan - Upplýsingaskilti við Grafarlaug = 150.000 kr. Verkefni lokið

Sælukotið Árblik, Guðrún Esther Jónsdóttir - Jólaball í Árbliki = 100.000 kr. Verkefni lokið.

Berghildur Pálmadóttir - Sögur úr sveitinni = 80.000 kr. Ekki varð af verkefninu

Guðmundur R. Gunnarsson - Davíðsmót = 70.000 kr. Verkefni lokið

Atli Freyr Guðmundsson - D&D í Dölunum = 60.000 kr. Verkefni lokið

Jasa Baka - Dala stúlka = 60.000 kr. Ekki varð af verkefninu

Kristján E. Karlsson - Ásýnd Dalanna = 60.000 kr. Ekki varð af verkefninu

Greiddir styrkir fyrir árið 2025 voru því kr.800.000,- en ónýttir styrkir kr.200.000,-
4. 2511019 - Menningarmálaverkefnasjóður 2026
Farið yfir innkomnar umsóknir um styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði fyrir árið 2026
Teknar eru fyrir umsóknir sem bárust í sjóðinn fyrir árið 2026.

Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert.
Auglýst var eftir umsóknum 1. desember 2025 til og með 12. janúar 2026.

Í sjóðinn bárust 8 umsóknir, til úthlutunar voru 1.500.000 kr.-

7 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:

Jón Egill Jóhannsson - Er líða fer að jólum 2026 = 400.000 kr.-
History up Close - Námskeið í fornu handverki = 300.000 kr.-
Sigurbjörg Ingunn Kristínardóttir - Nýr flygill í Dalabúð = 300.000 kr.-
Atli Freyr Guðmundsson - D&D í Dölunum = 150.000 kr.-
Atli Freyr Guðmundsson - Átthagafræðsla = 150.000 kr.-
Dagverðarnes - Hönnun og bygging á söguskilti og hátíðarhöld vegna lok verkefnisins = 100.000 kr.-
Carolin Baare Schmidt og Sigríður Jónsdóttir - Uppbygging útivistar og samkomusvæðis = 100.000 kr.-

Nefndin þakkar fyrir innsendar umsóknir.
5. 2512006 - Byggðasafn Dalamanna, geymsluaðstaða og viðbragðsáætlun
Rætt um möguleika varðandi geymsluaðstöðu safnamuna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta