Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 262

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
13.11.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Guðrún Erna Magnúsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirfarandi mál bætist við dagskrá:

Mál nr. 2110026, Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík, verður dagskrárliður nr. 6.
Mál nr. 2510028, Umsókn um byggingarleyfi að Skoravík, verði dagskrárliður nr. 7.
Mál nr. 2511003, Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla, verði dagskrárliður nr. 8.
Mál nr. 2510002F, fundargerð fræðslunefndar Dalabyggðar frá fundi nr.145, verði dagskrárliður nr. 11.
Mál nr. 2511007, Gjaldskrá Sorpurðun Vesturlands 2026, verði dagskrárliður nr. 13.
Aðrir liðir færist til skv. því.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2511002 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki V
Byggðarráð samþykkti á 341. fundi sínum sem haldinn var þann 10. nóvember sl. tillögu að Viðauka V (5) við fjárhagsáætlun 2025, sjá fylgiskjöl með fundargerð, sem innifelur eftirfarandi breytingar:

Í tillögunni felst samtals breyting á A-sjóði til hækkunar á útgjöldum um kr. 1.500.000,-

Lagt er til að hækka heimild til lántöku á árinu 2025 um 70.000.000,- sbr. lánsheimild frá LS.

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2025 er um 131,8 millj.kr. í rekstrarafgang.
Samþykkt samhljóða.

Er málið hér lagt fram til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan Viðauka V (5) samhljóða.
Viðauki_5..pdf
2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2026-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Byggðarráð tók tillöguna til meðferðar á 341. fundi sínum þann 10. nóvember sl. og vísaði tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samkvæmt tillögunni sem hér er lögð fram er gert ráð fyrir að heildar skatttekjur A og B hluta á árinu 2026 verði 648,1 millj.kr., framlög jöfnunarsjóðs 442,9 millj.kr. og aðrar tekjur 140,5 millj.kr.
Gjalda megin er gert ráð fyrir að í laun og launatengd gjöld verði varið 658,6 millj.kr., annar rekstrarkostnaður verði 393,6 millj.kr., fjármagnskostnaður verði 80,3 millj.kr. og afskriftir 76,4 millj.kr.
Rekstrarniðurstaða verði samkvæmt því 8,5 millj.kr í rekstrarafgang.
Heildarfjárfesting ársins 2026 er áætluð 229 millj.kr.

Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.

Til máls tóku: IÞS og BBÞ
3. 2510027 - Stafræn húsnæðisáætlun 2025-2035
Lögð fram til afgreiðslu Húsnæðisáætlun Dalabyggðar 2026. Húsnæðisáætlunin hefur fengið umræðu í umhverfis- og skipulagsnefnd og er hér lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar Dalabyggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd fékk áætlunina til meðferðar á 159. fundi sínum sem haldinn var þann 5.nóvember sl. þar sem nefndin vísaði málinu áfram til sveitarstjórnar.
Í áætluninni er að finna mannfjöldaspá, lýsingu á atvinnuástandi, íbúðaþörf, markmið um íbúðauppbyggingu og áætlaða þörf, upplýsingar um þjónustu og innviði, markmið í lóðamálum og ýmiskonar samanburð.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Húsnæðisáætlun 2026 - Dalabyggð.pdf
4. 2510030 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50
Á 159. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

Framlögð tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50. Til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óverulega breytingu. Varðar afmörkun byggingareita og lóðamarka. Varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og í því ljósi heimilt að falla frá grenndarkynningu.
Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir sitt leyti. Þar sem breytingin varðar ekki aðra aðila en eiganda og sveitarfélagið er fallið frá grenndarkynningu.

Er hér bókun umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
5. 2510029 - Aðalskipulagsbreyting - Hvannármiðlun
Á 159. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Hvannármiðlunar til afgreiðslu fyrir kynningu skipulagslýsingar/vinnslutillaga skv. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulaglaga.
Nefndin samþykkir kynningu skipulagslýsingar og vinnslutillögu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
6. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Tillaga að deiliskipulagi Skoravíkur lög fram til afgreiðslu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, sbr. erindi Hermanns Gunnlaugssonar fh. landeiganda dags. 10. nóvember 2025. Erindið barst eftir fund umhverfis- og skipulagsnefndar 5. nóvember sl. og því ekki tekið til afgreiðslu í nefndinni. Tillagan er hæer lögð beint fyrir sveitarstjórn þar sem tímafrestur skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga rennur út 17. desember næstkomandi og brýnt að koma tillögunni til athugunar Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 42. gr. laganna.

Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 17. desember 2024. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma, frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Hestamannanfélaginu Glað og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Brugðist var við athugasemdum og umsögnum. Skráðar minjar færðar inn á deiliskipulagsuppdrátt með helgunarsvæðum og skilmálum. Dregið hefur verið úr byggimngarmagni frá auglýstri tillögu. Reiðleið hefur verið færð inn á deiliskipulagið í samræmi við aðalskipulag og gerð grein fyrir núverandi lóð (L201258) og aðkomu að henni.

Deiliskipulag Skoravíkur lagt fram til afgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu samhljóða.

Til máls tóku: IÞS og BBÞ
Skoravík_DSK-grg_20240510_samth-loka..pdf
Skoravik_dsk_endursk-samth_01-05-heild..pdf
7. 2510028 - Umsókn um byggingarleyfi að Skoravík
Framlögð umsókn um byggingarleyfi í Skoravík. Umhverfis- og skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 5. nóvember 2025 og frestaði afgreiðslu þess þar sem ekki lá þá fyrir endanleg tillaga deiliskipulags Skoravíkur sbr. mál nr. 6 á dagskrá þessa fundar sveitarstjórnar.
Byggingarleyfisumsóknin samræmist fyrirliggjandi deiliskipulagi Skoravíkur og uppfyllir að öðru leyti kröfur byggingarreglugerðar.

Byggingarleyfisumsókn lögð fram til afgreiðslu.

Umsókn samþykkt með fyrirvara um að byggingarleyfi verði gefið út eftir að Deiliskipulag Skoravíkur hefur öðlast gildi með auglýsingu í B deild Stjórnartíðinda.
Umsókn um byggingarleyfi teikningar..pdf
8. 2511003 - Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla
Málið var tekið fyrir á 145. fundi Fræðslunefndar þann 11.11.2025 og afgreitt þannig:

7. 2511003 - Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla eru lagðar fram til afgreiðslu þar sem lagfæra þarf misræmi varðandi hámarksvistunartíma (náðarkorter). Aðeins er hægt að nýta náðarkorter (0,25 klst) annað hvort í byrjun eða lok dags, ekki bæði. Hámarksvistunartími með náðarkorteri getur þannig aldrei orðið meiri en 8,25 klst. eins og gert er ráð fyrir í gjaldskrá Auðarskóla.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að verklagsreglum um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða uppfærðar verklagsreglur un innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla.
Verklagsreglur_um_innritun_og_vistun_í_leikskóla_Auðarskóla.pdf
Fundargerðir til kynningar
9. 2510006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 341
9.1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Kynnt tillaga að fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2026 til 2029 til umræðu í byggðarráði og afgreiðslu til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Rætt um tímasetningu og fyrirkomulag íbúafunda til að kynna fjárhagsáætlun 2026-2029.
Lagt til að leggja fram áætlun með áorðnum breytingum fyrir fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Fyrirhugað að hafa íbúafundi til kynningar á fjárhagsáætlun 2026-2029 í fyrstu viku desember.

Samþykkt samhljóða.
9.2. 2510016 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2026
Lögð eru fram drög að eftirfarandi gjaldskrám:

Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá gæludýrahalds, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá vegna sorphirðu, gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar, gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar, gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa, gjaldskrá fyrir litla matvælavinnslu í Tjarnarlundi, gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar og gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar.

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld og gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar verða uppfærðar þegar tengd vísitala liggur fyrir.
Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld og gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar koma til afgreiðslu þegar tengd vísitala liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.


Útsvar og fasteingagjald:

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda á árinu 2026 var samþykkt á síðasta fundi byggðarráðs:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars árið 2026 verði 14,97% og álagningarhlutfall fasteignaskatts eftirfarandi:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði líkt og á árinu 2025 eða 5%

Nú er það svo að elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Dalabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjaldi, sem lagt er á íbúðarhúsnæði í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur.
Upplýsingar Tryggingastofnunar (TR) um tekjuviðmið hafa ekki verið birtar þegar fyrirliggjandi gögn voru unnin og því lagt til við sveitarstjórn að viðmið fyrir afslátt ellilífeyrisþega og öryrkja verði birt á heimasíðu Dalabyggðar þegar tilkynnt er um álagningu fasteignagjalda 2026 ef viðmiðin verða ekki komin fyrir fund sveitarstjórnar í desember nk.
Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega getur þó að hámarki verið 85.000kr.- árið 2026.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar:

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar vegna gjaldskrár Nýsköpunarseturs Dalabyggðar 2026. Að nemendur í framhaldsskólanámi og grunnnámi háskóla fái frí afnot af aðstöðu í setrinu, gegn framvísun á staðfestingu skólavistar hverja önn/lotu. Gerður verði samningur við viðkomandi m.a. um aðgengi og umgengni. Þá er lagt til að lækka gjald fyrir nemendur sem greiða, þ.e. í framhaldsnámi á háskólastigi. Þeir greiði 1.500 kr.- fyrir staka viku eða 5.000 kr.- fyrir stakan mánuð. Símenntun á Vesturlandi sér áfram um próftöku í setrinu og fer gjald vegna þessa eftir þeirra gjaldskrá. Eins er lagt til að hækka sektargjald fyrir týndan lykil upp í 2.500 kr.-

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fyrir litla matvælavinnslu í Tjarnarlundi:

Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt 2026. Búið er að samþykkja að fasteignin verði sett í söluferli svo allar bókanir í húsinu þarf að gera með fyrirvara um sölu.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalasýslu:

Lagt er til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu 2026 kosti ekkert frá 1. janúar til 31. desember 2026. Eins að sektargjald og millilánasafn taki mið af 3,8% hækkun en þó rúnað að heilum tölum.
Gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá vegna þjónustu skrifstofu Dalabyggðar 2026, þ.e. kostnaður vegna prentunar og ljósritunar, taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá félagsheimila:

Lagt er til að gjaldskrá félagsheimila (Dalabúð og Tjarnarlundur) 2026 taki mið af 3,8% hækkun. Þá sé bætt við gjaldskránna kostnaði vegna skjávarpa, leirtaus/borðbúnaðar og ákvæði um sektargjald.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fyrir gæludýrahald í Dalabyggð:

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð standi óbreytt 2026 þar sem hún var afgreidd af sveitarstjórn 9. október 2025 eftir að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð var birt í B-deild Stjórnartíðinda 3. október 2025 og tók þar með gildi. Gjaldskráin var svo birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 30. október 2025.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Auðarskóla:

Lagt er til að gjaldskrá Auðarskóla 2026 taki mið af 3,8% hækkun. Lagt til að sektargjald sé fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur, foreldrar kaupi frekar náðarkorter sem gildir fyrir mánuðinn ef mæta þarf bili milli vinnutíma foreldra og dvalartíma á leikskóla. Lagt til að setja inn ákvæði vegna skólagjalda tónlistarskóla: „Athugið að ef barn er skráð úr tónlistarnámi eftir að kennsla hefst, fást aðeins 50% skólagjalda endurgreitt.“

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands:

Lagt er til að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Fjósum :

Lagt er til að gjaldskrá vegna leigu á geymsluplássi á Fjósum 2026 taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá söfnun og eyðing dýraleifa :

Lagt er til að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2026 taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá hafna:

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Dalaveitna:

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum í Sælingsdal 2026 taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fráveitu:

Lagt er til að gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald í Dalabyggð 2026 hækki um 3,8% að jafnaði en 150mm tenging eða minna hækki um 5.000kr. og verði því 185.000kr. í stað 180.000kr., en 200mm tenging hækki um 10.000kr. og verði því 300.000kr. í stað 290.000kr.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar:

Lagt er til að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalabyggðar 2026 taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá vegna sorphirðu:

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2026 taki mið af 3,8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.
9.3. 2511002 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki V
Framlögð tillaga að Viðauka V við fjárhagsáætlun 2025.

Í tillögunni felst samtals breyting á A-sjóði til hækkunar á útgjöldum um kr. 1.500.000,-

Lagt er til að hækka heimild til lántöku á árinu 2025 um 70.000.000,- sbr. lánsheimild frá LS.

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2025 er um 131,8 millj.kr. í rekstrarafgang.
Samþykkt samhljóða.
9.4. 2511004 - Umsókn um lóð Borgarbraut 4
Framlögð umsókn um lóð að Borgarbraut 4 í Búðardal af hálfu Leigufélagsins Bríet.
Samþykkt samhljóða.
9.5. 2510013 - Íbúðir í Búðardal
Framlagt samkomulag Dalabyggðar og Leigufélagsins Bríetar til staðfestingar varðandi leiguvernd íbúa í parhúsi við Borgarbraut 4 í Búðardal, samkomulagið er gert á grundvelli samskipta við félagið í kjölfar síðasta fundar byggðarráðs þar sem málefnið var rætt sem og framkomna umsókn félagsins um parahúsalóð að Borgarbraut 4 í Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
9.6. 2510022 - Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla ''26-''28 - uppfærsla 2025
Drög að uppfærslu á samstarfssamningi Dalabyggðar og Leikklúbbs Laxdæla kynnt.
Samþykkt samhljóða.
9.7. 2510009 - Erindi vegna jólamarkaðar 2025
Borist hefur erindi varðandi jólamarkað í Dalabyggð.
Lagt til að Dalabyggð bjóði upp á félagsheimilið Dalabúð sem aðstöðu fyrir jólamarkað.

Samþykkt samhljóða.
9.8. 2510025 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Keisbakkavegar af vegaskrá
Framlögð tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Keisbakkavegar af vegaskrá.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða niðurfellingu.
9.9. 2510026 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Manheimavegar af vegaskrá
Framlögð tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Manheimavegar af vegaskrá.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða niðurfellingu.
10. 2510001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 159
10.1. 2510027 - Stafræn húsnæðisáætlun 2025-2035
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Kallað er eftir ábendingum frá nefndinni áður en hún fer fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Nefndin vísar málinu áfram til sveitarstjórnar.
10.2. 2510031 - Deiliskipulag Tungu á Skógarströnd
Framlögð tillaga til afgreiðslu að deiliskipulagi sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga fyrir frístundabyggðina Tungu í landi Dranga á Skógarströnd.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins vegna ónógra gagna.
10.3. 2510030 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50
Framlögð tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50. Til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óverulega breytingu. Varðar afmörkun byggingareita og lóðamarka. Varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og í því ljósi heimilt að falla frá grenndarkynningu.
Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir sitt leyti. Þar sem breytingin varðar ekki aðra aðila en eiganda og sveitarfélagið er fallið frá grenndarkynningu.
10.4. 2510029 - Aðalskipulagsbreyting - Hvannármiðlun
Framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Hvannármiðlunar til afgreiðslu fyrir kynningu skipulagslýsingar/vinnslutillaga skv. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulaglaga.
Nefndin samþykkir kynningu skipulagslýsingar og vinnslutillögu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til sveitarstjórnar.
10.5. 2510004 - Afmörkun jarðarinnar Bessatungu
Framlögð til afgreiðslu/staðfestingar merkjalýsing jarðarinnar Bessatungu.
Samþykkt samhljóða.
10.6. 2510005 - Afmörkun jarðarinnar Fremri Brekku
Framlögð til afgreiðslu/staðfestingar sveitarfélagsins merkjalýsing jarðarinnar Fremri Brekku.
Samþykkt samhljóða.
10.7. 2510012 - Afmörkun jarðarinnar Glerárskóga
Framlögð til afgreiðslu/staðfestingar sveitarfélagsins merkjalýsing jarðarinnar Glerárskóga.
Samþykkt samhljóða.
10.8. 2510006 - Umsókn um byggingarleyfi að Erpstöðum
Framlögð umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu að Erpsstöðum.
Nefndin samþykkir erindið að uppfylltum öllum skilyrðum.
10.9. 2510011 - Umsókn um stöðuleyfi að Ægisbraut 21
Framlögð umsókn um stöðuleyfi fyrir gám.
Nefndin samþykkir erindið með fjórum atkvæðum.
10.10. 2510017 - Umsókn um byggingarleyfi að Kvennabrekku, samkomuhús í gistingu og þjónustu.
Framlögð umsókn um byggingarleyfi/breytta notkun félagsheimilis í gisti og þjónusturými.
Nefndin frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að leiðbeina umsækjanda með framhaldið.
10.11. 2510020 - Umsókn um byggingarleyfi að Óslandi 4, breyting og viðbygging
Framlögð umsókn um byggingarleyfi vegna breytingar og viðbyggingar.
Nefndin samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum.
10.12. 2510028 - Umsókn um byggingarleyfi í Skoravík
Framlögð umsókn um byggingarleyfi í Skoravík.
Nefndin frestar erindinu. Umsóknin virðist ekki vera í samræmi við deiliskipulagstillögu, sem er í vinnslu.
10.13. 2406016 - Íþróttamiðstöð í Búðardal - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu og sauna hús.
Framlögð umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu og sauna hús á lóð íþróttamannvirkja í Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
11. 2510002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 145
11.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Kynnt staða varðandi framkvæmdir og farið yfir fjárhagsáætlun Íþróttamannavirkjanna fyrir árið 2026 m.v. forsendur varðandi opnunartíma og þ.h.
Fundarmenn ræddu um komandi starfsemi og lýsir ánægju með þær áherslur sem kynntar voru.
11.2. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026
Rætt um málefni Ungmennaráðs og upphaf nýs starfsárs hjá ráðinu.
Einnig rætt um kosningar vegna mögulegrar sameiningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra m.t.t. þess að íbúar sem orðnir eru 16 ára hafa kosningarétt í kosningunum.
Jóna og Ísak sögðu frá fundum Ungmennaráðs sem þau hafa setið með fulltrúum í ráðinu undanfarnar vikur og þær áherslur sem Ungmennin leggja áherslu á í sínum störfum.
Formaður Ungmennaráðs er Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, varaformaður er Guðmundur Sören Vilhjálmsson, ritari er Ísabella Rós Guðmundsdóttir og meðstjórnandi er Óliver Sebastían Týr Almarsson.
11.3. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð
Farið yfir stöðu mála varðandi farsæld barna og samþætta þjónustu í Dalabyggð.
Jóna kynnti að nú eru komnir nýir tengiliðir fyrir farsældina bæði í leik- og grunnskóla. Einnig fór hún yfir stöðu mála almennt í Dalabyggð og hver gegnir hvaða hlutverki þessu verkefni tengdu.
Guðmundur Kári fór yfir verkefnið sem snýr að Auðarskóla og kynnti hvað er á döfinni því tengdu. Búið er að setja upplýsingar inn á heimasíðu skólans varðandi tengiliði og fleira því tengdu.
11.4. 2510016 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2026
Byggðarráð hefur lagt til að gjaldskrár sem ekki hækka samkvæmt vísitölu eða öðrum lögbundnum viðmiðum, hækki um 3,8%

Lagt er til að gjaldskrá Auðarskóla 2026 taki þannig mið af 3,8% hækkun.
Lagt til að sektargjald sé fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur, foreldrar kaupi frekar náðarkorter sem gildir fyrir mánuðinn ef mæta þarf bili milli vinnutíma foreldra og dvalartíma á leikskóla.
Lagt til að setja inn ákvæði vegna skólagjalda tónlistarskóla:
Athugið að ef barn er skráð úr tónlistarnámi eftir að kennsla hefst, fást aðeins 50% skólagjalda endurgreitt.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að gjaldskrá Auðarskóla fyrir árið 2026.
11.5. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026
Farið yfir stöðu mála í grunnskólanum.

Á síðasta fundi fræðslunefndar voru kynnt uppfærð drög að skólareglum sem höfðu þá verið kynnt fyrir starfsfólki grunnskóla, eftir var að fara yfir drögin með starfsfólki leikskóla og skólaráði. Samþykkt var að taka drögin til umræðu að nýju á næsta fundi fræðslunefndar og liggja uppfærð drög hér fyrir fundinum.
Starfandi skólastjóri fór yfir stöðuna í grunnskólanum og hvaða áherslur og meginþættir eru til skoðunar og úrvinnslu þessa dagana og vikurnar.

Rætt um framkomna tillögu að skólareglum, fræðslunefnd samþykkir framkomna tillögu að skólareglum Auðarskóla.
11.6. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026
Farið yfir stöðu mála í leikskólanum.
Aðstoðarleikskólastjóri fór yfir stöðuna í leikskólanum og hvaða áherslur og meginþættir eru til skoðunar og úrvinnslu þessa dagana og vikurnar.
11.7. 2511003 - Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla
Verklagsreglur um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla eru lagðar fram til afgreiðslu þar sem lagfæra þarf misræmi varðandi hámarksvistunartíma (náðarkorter). Aðeins er hægt að nýta náðarkorter (0,25 klst) annað hvort í byrjun eða lok dags, ekki bæði. Hámarksvistunartími með náðarkorteri getur þannig aldrei orðið meiri en 8,25 klst. eins og gert er ráð fyrir í gjaldskrá Auðarskóla.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að verklagsreglum um innritun og vistun í leikskóla Auðarskóla.
12. 2501003 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 988..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 987..pdf
Mál til kynningar
13. 2511007 - Gjaldskrá Sorpurðun Vesturlands 2026
Framlögð til kynningar gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir árið 2026.
Gjaldskrá árið 2026..pdf
Rekstraráætlun 2026 - Sorp Vest..pdf
14. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025
262 fundur 13. nóvember 2025.pdf
Samþykkt að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 11. desember 2025.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta