Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 13

Haldinn á fjarfundi,
19.01.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að eftirtalin mál verði tekið á dagskrá:
2009015 Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi. Verður dagskrárliður 4.
1912011 Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell. Verður dagskrárliður 5.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi kemur á fundinn ásamt Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur og Einari Jónssyni frá Verkís.
Gestir kynna Aðalskipulagsgerðina og fara yfir tengingu þess við menningarmál. Nefndin ræðir spurningar sem fram koma.
- Hvernig getur aðalskipulagið eflt menningarstarf eða umgjörð/aðstöðu fyrir menningarstarf ?
- Eru einhver almenn markmið sem þarf að hnykkja á í tengslum við menningarmál?
- Hvaða aðgerðir geta styrkt menningarmálin í sveitarfélaginu?
- Hvernig er hægt að vinna betur með sagnaarfinn?
- Hvernig er hægt að nýta betur menningararfinn til að styrkja staðaranda og ímynd svæðisins?
- Er fyrirhuguð uppbygging sem þarf að fjalla um í aðalskipulagi?
- Er einhverjum þáttum ábótavant og er þörf á aðgerðum?

Aðstaða fyrir Byggðarsafnið. Stefna Dalabyggðar um aðstöðu fyrir safnið.
Vestfjarðaleiðin. Gefur Dalabyggð mikil tækifæri fyrir dvöl í Dölum. Dalir inngangur að Vestfjörðum.
Sturlureitur á Staðarhóli. Þar er hægt að vinna meira og tengja inn í menningarmál Íslendinga, sagnaarfurinn.
Félagsheimilin. Hafa gengt mikilvægu hlutverki. Félagsheimilin eru mörg en á móti hefur þörf þeirra jafnvel dregist saman. Verið að skoða betri nýtingu á þeim. Gestastofur/upplýsingamiðstöðvar? Hvað væri hægt að gera meðfram slíkri nýtingu.
Dalabyggð er miðsvæðis á ferðaleiðum.
Tjaldsvæðið í Búðardal og framtíð tjaldsvæðis á Laugum.
Svæðið við höfnina, Vínlandssetrið.
Með tilkomu sundlaugar í Búðardal þá myndi svæðið styrkjast.
Gönguleiðir á svæðinu. Hægt að huga að styttri leiðum líka.
Hver er ásýnd Búðardals? Hægt að gefa þéttbýlinu meira vægi í stað þess að vera bara þjóðvegur um þéttbýli. Að fólk upplifi að það sé komið í þennan miðjuás.
Það sem á að koma til með ferðamenn í huga, þarf líka að nýtast heimamanninum.
Bókasafnið. Efling þess, fjölbreytni, nýting. Þarf að vinna meira með það fyrir ferðamennina og spilar vel með heimamanninum.
Fjaran við Skógarströnd. Minjar ekki miklar en mikil saga þarna, fyrrum verslunarstaðir á svæðinu sem mætti gera hærra undir höfði t.d. sem útivistarmöguleika með söguskiltum.
Gönguleiðir meðfram Skraumu, ekki gott aðgengi. Straumur, ekki gott aðgengi.
Bæta þarf upplifun og aðgengi á einhverjum stöðum. En þá fléttast saman landeigendur og sveitarfélagið. Styrkja menningarminjar getur verið sameiginlegt markmið, útfærsla unnin með fleirum.
Reiðleiðir, þær eru vinsælar í Dölum en vinna þarf slíkt með landeigendum. Hægt að vinna að aðstöðu sem að vísar fólki "rétta" leið án þess að gengið sé á rétt eða vilja landeigenda. Spurning um samstarf t.d. við Hestamannafélagið Glað. Aðalleiðir sem sátt er um kæmu inn á Aðalskipulag en svo væri stefna um að vinna að öðrum leiðum.
Hvaða stóru menningarseglar í Dalabyggð eru til staðar sem vilji er til að byggja upp? Skarð, Staðarfell, Laugar, Sauðafell, Eiríksstaðir, Snóksdalur, Ólafsdalur svo eitthvað sé nefnt. Vinna þarf slíkt með landeigendum.
Verið er að byggja upp fjarskiptasamband og vegi. Það er kjörið að byggja upp samhliða því, svo að fólk geti farið hérna um t.d. gangandi og hjólandi án þess að vera í hættu eða komast illa um. Hjólafólk er að verða algengara á ferðum hérna um. Umferðarhraði og þungi hefur dregið úr notkun heimamanna á hjóli og ferðum á hestum.
Gestir yfirgefa fundinn eftir dagskrárlið 1.
2. 2009003 - Jörvagleði 2021
Nefndin fer yfir stöðuna fyrir Jörvagleði 2021.
Nefndin vill halda áfram með skipulag og þá frekar miða viðburði við þær takmarkanir sem verða í gangi.
Byggðarráð samþykkti að skoða flugeldasýningu á Jörvagleði þar sem ekki var hægt að hafa hana á áramótum. Það verði skoðað.
3. 2101024 - Menningarþörf íbúa Dalabyggðar
Nefnd skoðar það að leggja könnun fyrir íbúa Dalabyggðar um menningarþörf og menningarviðburði.
Nefndin vill kanna áhuga íbúa á menningu og viðburðum og þátttöku í þeim. Hugmynd að leggja fram könnun sem gæfi íbúum tækifæri á að koma skoðun sinni á framfæri. Nefndin gæti unnið út frá niðurstöðum. Í Dalabyggð eru mörg menningarsinnuð félög en virkni þeirra og þátttaka íbúa mismunandi.
4. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Nefndin skoðar hvernig megi nýta félagsheimili í Dalabyggð betur.
Kallað eftir upplýsingum um notkun félagsheimila, kanna þarf sérstaklega þá nýtingu sem ekki er skráð. Nefndin vinnur úr gögnum á næsta fundi.
5. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna rædd.
Verið er að vinna í samskiptum milli ráðuneytis og sveitarfélagsins með það að markmiði að nýta Staðarfell.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
6. 2011012 - Menningarmálanefnd - erindisbréf
Nefndin gengur frá erindisbréfi.
Nefndin samþykkir erindisbréf og vísar því til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Erindisbréf menningarmálanefnd 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50 

Til bakaPrenta