Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 273

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.07.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2107021 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Tilboð hefur borist í fasteignirnar á Laugum - trúnaðarmál.

Sveitarstjóra falið að ræða við fasteignasala.
2. 2107009 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki IV
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Lagfæra þarf bókun vegna viðauka frá síðasta fundi. Bókunin verði:
Í viðaukanum felast eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun:
Fræðslu- og uppeldismál, rekstur hækkar um kr. 2.400.000 (kr. 1.100.000 vegna námskeiðahalds fyrir starfsmenn og kr. 1.300.000 vegna skólaaksturs).
Umferðar- og samgöngumál, rekstur og tekjur hækka um kr. 4.000.000 vegna framlags til styrkvega.
Framlag frá ríkinu vegna fráveituframkvæmda hækkar um kr. 3.406.000.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki IV 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til bakaPrenta