Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 201

Haldinn á fjarfundi,
14.01.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt til að eftirtalið mál verði tekið á dagskrá:
Mál.nr. 2012007F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns 40 - Fundargerð til staðfestingar. Verður dagskrárliður 16.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð - síðari umræða
Samþykkt lögð fram til síðari umræðu með breytingum skv. ábendingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Til máls tóku: Kristján og Anna.
Samþykkt með sex atkvæðum (EIB, EJG, PJ, SHG, SHS, ÞJS), einn (ABH) situr hjá.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - eftir fyrri umræðu.pdf
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - eftir síðari umræðu.pdf
2. 2005008 - Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps 2021
Breyting á gjaldskrá og reglur um klippikort fyrir gámasvæði.
Til máls tóku: Kristján, Anna, Sigríður, Eyjólfur, Anna (öðru sinni), Skúli og Kristján (öðru sinni).
Breytt gjaldskrá og reglur um klippikort samþykkt af fimm (EIB, EJG, PJ, SHG, ÞJS), einn á móti (ABH) og einn situr hjá (SHS).
GJALDSKRÁ fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps BREYTT.pdf
Reglur um klippikort.pdf
3. 2101012 - Samningur um áfangastaðastofu
Stjórn SSV kallar eftir heimild frá aðildarsveitarfélögunum til þess að undirrita samning um áfangastaðastofu án þess að boða til sérstaks fundar fulltrúa sveitarfélaganna, sbr. 7 gr. laga SSV.
Samþykkt samhljóða.
Áfangastaðastofa - drög að samningi.pdf
Fjárhagsáætlun MSV 2021 fundaskjal final.pdf
0880_001.pdf
Tölvupóstur 4_01_2021 frá SSV.pdf
4. 2101016 - Grænbók um byggðamál - umsögn
Grænbók um byggðamál hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en frestur til að skila umsögn er til 25. janúar.

Tillaga að umsögn:
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir ánægju með að leggja eigi fram framtíðarstefnu varðandi byggðarmál.
Sveitarstjórnin vill þó benda á að í samantekt sem þessari grænbók þá gefur sú nálgun að skoða landshlutana ekki rétta mynd. Þegar landshlutarnir eru hafðir sem viðmið verður að gæta þess að staðan innan þeirra er mjög mismunandi og t.d. verða oft minni sveitarfélög innan þeirra útundan í áherslum. Þetta á við um Vesturland þar sem uppbygging hefur fyrst og fremst átt sér stað á því svæði í landshlutanum sem næst er höfuðborgarsvæðinu. Sem dæmi þá er talað um fjölgun íbúa á Vesturlandi en það er ekki raunin í Dalabyggð. Því má ekki gleyma aðstæðum í einstökum sveitarfélögum, þó að tölur fyrir heildina sýni ágætan árangur, þegar kemur að verkefnum og aðgerðum til úrbóta.
Það eru metnaðarfull markmið sem koma fram í grænbókinni. Sveitarstjórn Dalabyggðar telur grundvallaratriði að fjármagn fylgi þeim aðgerðum og verkefnum sem á að ráðast í.
Til að koma í veg fyrir m.a. ójafnræði þegar kemur að grunnþjónustu og styrkja inniviði, þarf einnig að standa vörð um að viðhalda þeirri grunnþjónustu og þeim innviðum sem eru þegar til staðar s.s. heilsugæslu, skólum og þjónustu við eldri borgara.
Þegar talað er um atvinnutækifæri, nýsköpun og að nýta eigi fjórðu iðnbyltinguna, þarf að fylgja því eftir að slíkt nái til allra sveitarfélaga og að þau hafi tækifæri til þess að taka þátt. Síðustu mánuðir hafa sýnt að tæknin getur boðið upp á margar lausnir og tækifæri á ýmsum sviðum s.s. þegar kemur að atvinnu og menntun.

Umsögn samþykkt samhljóða.
Grænbók um byggðamál.pdf
5. 2001001 - Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - umsögn
Úr fundargerð 111. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.01.2021, dagskrárliður 6:
2001001 - Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - umsögn
Úr fundargerð 261. fundar byggðarráðs 17.12.2020, dagskrárliður 13:
2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja tillögu að umsögn í samræmi við umræður á fundinum. Umsögnin fari síðan til umhverfis- og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin tekur undir drög að umsögn og leggur til að orðalag um samráð verði endurskoðað.

Til máls tók: Eyjólfur.
Umsögn samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð 369 mál.pdf
umsögn_hálendisþjóðgarður_uppfærð_eftir_fund_umhverfis- og skipulagsnefndar.pdf
6. 2101017 - Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 2021-2023
Endurnýjaður samningur lagður fram.
Til máls tók: Kristján.
Samningur samþykktur samhljóða.
Samningur Dalabyggðar og Félags eldri borgara - undirritaður.pdf
7. 2012011 - Óskað eftir breytingum á stærð og mörkum frístundalóðar - Sælingsdalur
Úr fundargerð 111. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.01.2021, dagskrárliður 1:
2012011 - Óskað eftir breytingum á stærð og mörkum frístundalóðar - Sælingsdalur
Ríkiseignir óska eftir því að breyta stærð og mörkum frístundalóðar í landi Sælingsdals.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið svo fremi sem skipulagið standist gildandi aðalskipulag og er skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að svo sé.

Til máls tók: Kristján.
Samþykkt samhljóða.
Loftmyndakort með hnitum.pdf
Bréf varðandi óskir lóðarhafa.pdf
8. 2010005 - Ytra-Fell - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Úr fundargerð 111. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.01.2021, dagskrárliður 2:
2010005 - Ytra-Fell - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Eigendur Ytra-Fells óska eftir leyfi til að breyta deiliskipulagi frístundabyggðar í Ytra-Felli. Breytingin felst í minnkun lóðar og stækkun byggingarreits. Lóð (nr. 2) minnkar úr 1,3 ha í 1 ha og byggingarreiturinn á henni stækkar lítillega.

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 2. október síðastliðinn þar sem það var metið sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi væri að ræða. Því er ekki talin ástæða til meðferðar málsins skv. 1. mgr. 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru allir landeigendur samþykkir breytingunni og því ekki þörf á grenndarkynningu. Hins vegar lágu ekki fyrir öll gögn í málinu og óskaði nefndin eftir ítarlegri gögnum sem lúta að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og undirskrift/samþykki allra lóðarhafa.

Líkt og áður sagði telur skipulagsnefnd að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og að fara megi með hana samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Borist hefur skriflegt samþykki allra lóðarhafa og gögn deiliskipulags sem teljast fullnægjandi samkvæmt lögum.

Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Ytra-Fells.

Samþykkt samhljóða.
MM(97)01 Ytra Fell.pdf
Deiliskipulag Ytra Fell 2020-Teikning.pdf
9. 2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Úr fundargerð 111. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.01.2021, dagskrárliður 5:
2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Úr fundargerð 261. fundar byggðarráðs 17.12.2020, dagskrárliður 3:
2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Starfshópur sem vann að stefnumótun varðandi úrgangsmál á Vesturlandi hefur skilað skýrslu.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Nefndin fagnar skýrslunni og gerir ekki athugasemdir við hana.

Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
Skýrsla.Lokaútgáfa.8.12.2020.pdf
Þuríður víkur af fundi undir dagskrárlið nr. 10.
10. 2101019 - Stofnun lóða - Lyngbrekka og Svínaskógur
Úr fundargerð 111. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.01.2021, dagskrárliður 7:
2101019 - Stofnun lóða - Lyngbrekka og Svínaskógur
Landeigendur óska eftir því að stofnaðar verði lóðir á Lyngbrekku og Svínaskógi og er gjörningurinn til þess gerður að stofna á félag utan um búið en halda íbúðarhúsunum frá því.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lóða á Lyngbrekku og Svínaskógi.

Samþykkt samhljóða.
Lyngbrekka 1 Dalabyggð lóðarblað 27.05.2020.pdf
Svínaskógur 1 Dalabyggð lóðarblað 27.05.2020.pdf
11. 2101020 - Fellsendarétt Miðdölum
Erindi frá Sigursteini Hjartarsyni.
Til máls tóku: Anna, Skúli, Eyjólfur, Þuríður og Sigríður.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til byggðaráðs.
Fellsendarétt.pdf
Myndir frá Fellsendarétt.pdf
12. 1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við reglur Dalabyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum frá 13.02.2020 og leggja niðurstöðuna fram á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
13. 2101022 - Umsögn vegnar rekstrarleyfis G.III - Laugar í Sælingsdal
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Heilsusköpunar ehf kt.581220-0650, um rekstrarleyfi gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem rekið verður að Laugum í Sælingsdal, að Laugum (F2117491), 371 Búðardalur.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Umsagnarbeiðni rekstur gistiheimilis III - Laugar í Sælingsdal.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
14. 2012004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 261
1. Flugeldasýning á gamlárskvöld - 2012014
2. Vinnutímabreytingar - 2008016
3. Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi - 2012016
4. Hugsanleg breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum - 2009029
5. Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði - 2005012
6. Fjárhagsáætlun HeV 2021 - 2010026
7. Ægisbraut 2 - lóðarleigusamningur - 1905028
8. Afskriftir 2020 - 2004009
9. Álit vegna fjárhags - 2012004
10. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 2011020
11. Fasteignafélagið Hvammur ehf.- Söluferli - 1905026
12. Stekkjarhvammur 5 - 2011001
13. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020 - 2001001

Samþykkt samhljóða
15. 2012002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 111
1. Óskað eftir breytingum á stærð og mörkum frístundalóðar - Sælingsdalur - 2012011
2. Ytra-Fell - óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2010005
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Gautastaðir - 2012018
4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur - 2012019
5. Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi - 2012016
6. Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - umsögn - 2001001
7. Stofnun lóða - Lyngbrekka og Svínaskógur - 2101019
8. Vatnaáætlun Íslands 2022-2027 - 2012017

Samþykkt samhljóða
16. 2012007F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 40
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Rekstur Silfurtúns 2021. - 2012023

Samþykkt samhljóða
Fundargerðir til kynningar
17. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 2020
Fundargerð frá 11.12.2020 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 892.pdf
18. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2020
Fundargerð frá 14.12.2020 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 14.12.2020.pdf
19. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Fundargerð frá 30.12.2020 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalaveitur ehf - 33.pdf
20. 2002015 - Fundargerðir 2020 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerðir frá 16.12. og 21.12.2020 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 16_12_2020.pdf
Fasteignafélagið Hvammur ehf 21_12_2020.pdf
21. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerðir frá 4.01. og 5.01.2021 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 05_01_2021 til birtingar.pdf
Fasteignafélagið Hvammur ehf 04_01_2021 til birtingar.pdf
22. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð frá 18.12.2020 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Brunavarnir DRS 18_12_2020.pdf
23. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Minnispunktar frá fundi Almannavarnanefndar Vesturlands 22.12.2020 lagðir fram.
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Almannavarnanefnd 2020-12-22 Minnispunktar.pdf
Mál til kynningar
24. 1907006 - Jafnlaunavottun
Vottunarfyrirtækið iCert ehf. hefur gefið út vottun um að jafnlaunakerfi Dalabyggðar uppfyllir kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012. Dalabyggð hefur því fengið jafnlaunavottun sem gildir til 11. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.
iCe200406_JK Vottunarákvörðun.pdf
iCe200406_JK Vottunarskírteini.pdf
25. 2011020 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Leigusamningur lagður fram.
Til máls tók: Skúli.
Lagt fram til kynningar.
Leigusamningur vegna Lauga - undirritaður.pdf
26. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga 5.pdf
27. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.
Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.
Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.
Tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna 354 mál.pdf
Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu 355 mál.pdf
Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála 356 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu 360 mál.pdf
28. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.
Umsögn frákjörstjórn Dalabyggðar lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um kosningalög 339 mál.pdf
Frumvarp til kosningalaga - Kjörstjórn Dalabyggðar 20210113.pdf
29. 2012020 - Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19
Lagt fram til kynningar.
Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægsaðgerðum vegna COVID-19.pdf
30. 2101013 - Brunavarnaáætlun 2021-2026
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Brunavarnaáætlun Dala Reykhóla og Stranda 2021 - Ný áætlun.pdf
31. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1911028 - íþróttamannvirki undirbúningur_staðan jan21.pdf
32. 2012017 - Vatnaáætlun Íslands 2022-2027
Úr fundargerð 111. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 8.01.2021, dagskrárliður 8:
2012017 - Vatnaáætlun Íslands 2022-2027
Til kynningar tillaga Umhverfisstofnunar að fyrstu vatnaáætlun fyrir Ísland sem felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Hluti af vatnaáætlun er aðgerðaáætlun þar sem settar eru fram aðgerðir til að tryggja gott ástand vatns og vöktunaráætlun þar sem markmiðið er m.a. að samræma vöktun á vatni um allt land.

Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir eru sex mánuðir eða til og með 15. júní 2021.
Kristján Ingi Arnarsson kom og kynnti Vatnaáætlun Íslands 2022-2027.

Til máls tók: Eyjólfur
Lagt fram til kynningar.
Vöktunaráætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
Vatnaáætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
Umhverfisskýrsla_vatnaáætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
Aðgerðaáætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
33. 2006002 - Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi
Óveruleg breyting á áður samþykktri sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
Lögreglusamþykkt - minnisblað 22_12_2020.pdf
34. 1904034 - Sorphirðudagatal
Sorphirðudagatal 2021. Byrjað verður að safna flokkuðu sorpi í maí 2021.
Til máls tók: Anna og Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Sorphirðudagatal 2021.pdf
35. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá 13 janúar 2021.pdf
Minnisblað - punktar_covid_janúar_2021.pdf
36. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra janúar 2020.pdf
Næsti fundur sveitarstjórnar verður 11. febrúar sem er 1-1-2 dagurinn.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta