Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 191

Haldinn á fjarfundi,
28.04.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Fundurinn er aukafundur.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 1:
2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
Úr fundargerð 243. fundar byggðarráðs 16.04.2020, dagskrárliður 1:
2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
Endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna covid-19.
Samþykkt að leggja fram viðauka, kr. 7.000.000 vegna fráveitu og kr. 1.500.000 vegna viðgerða í Skarðsstöð. Verði tekið af handbæru fé.
Unnið verði að endurskoðun fjárhagsáætlunar út fá því að halda óbreyttum rekstri, auka viðhald og flýta fjárfestingum vegna íþróttamannvirkja.
Samþykkt samhljóða.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
Viðauki v. fráveitu og viðgerða í Skarðsstöð.
Tillaga að viðauka samþykkt samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tók: Kristján

Tillaga um viðauka:
7.500.000 bætist við fjárfestingu í fráveitu.
1.500.000 vegna viðgerða í Skarðsstöð.
1.500.000 vegna framkvæmda við sjóvörn við Ægisbraut.
Samþykkt samhljóða
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð III.pdf
2. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 3:
2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Framhald í ljósi breytinga á samkomubanni. Birt hefur verið auglýsing um að öllum takmörkunum á starfi leik- og grunnskóla verði aflétt 4. maí. Sjá https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/
Byggðarráð telur nauðsynlegt að sveitarstjórn komi saman og ræði fyrirkomulag mála frá 4. maí.

Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.

Tillaga að bókun:
Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 360/2020 mun skólastarf, þ.m.t. skólakstur, verða með eðlilegum hætti frá 4. maí næstkomandi.
Sveitarstjórn fagnar þeim árangri sem náðst hefur með samstilltu átaki allra. Mikilvægt er að áfram verði gætt að smitvörnum og fylgt þeim fyrirmælum sem koma frá almannavörnum og sóttvarnarlækni.
Samþykkt samhljóða
Minnisblad til ráðherra_samkomubann19.04.2020A.pdf
Auglýsing nr 360_2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.pdf
Skóla- frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4 maí.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
3. 2003004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 32
Á dagskrá 32. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns 07.04.20202 var eftirtalið mál:
1. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. 2003008F - Byggðarráð Dalabyggðar - 243
Á dagskrá 243. fundar byggðarráðs 14.04.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
2. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
3. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
4. 2004009 - Afskriftir 2020
5. 2004008 - Sorphirðugjald - gjaldskrá
6. 2003044 - Hnitsetning landamerkja fyrir Sælingsdal 137739
7. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
8. 2004001 - Umsókn í styrkvegasjóð 2020
9. 2003039 - Eign í Laxá og útgreiddur arður 2019
10. 2004007 - Umsögn vegna vatnsveitu á Háafelli, Dalabyggð, landnr. 137926.
11. 2004010 - Stjórnsýsluendurskoðun 2019
12. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. 2004002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 244
Á dagskrá 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
2. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
3. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
4. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019
5. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
6. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
7. 2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
8. 2001050 - Bátabrautin í Hnúksnesi
9. 1511023 - Miðstöðvar og mangarar í Breiðafirði - útiskiltasýning
10. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
11. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
12. 2004022 - Samningur um tæmingu rotþróa
13. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
14. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
15. 2003020 - Athugasemdir vegna afgreiðslu sveitarstjórnar - skógrækt á Hóli í Hvammssveit
16. 2004018 - Ársfjórðungsyfirlit 2020
17. 1905010 - Götulýsing í Dalabyggð

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
6. 2004019 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2020
Fundargerð frá 17. febrúar sl. lögð fram til kynningar.
Breiðarfjarðarnefnd - 177 - 17_02_2020.pdf
Mál til kynningar
7. 1807013 - Bréf frá forseta Íslands vegna opnunar Vínlandsseturs
Forseti hafði ætlað að vera viðstaddur opnun Vínlandsseturs sem nú hefur verið seinkað. Forsetinn sendir Dalabyggð bréf með góðum kveðjum.
Sveitarstjórn þakkar forseta Íslands góðar kveðjur og vonar að hann geti verið viðstaddur opnun Vínlandsseturs síðar í sumar.
Bréf frá forseta Íslands.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20 

Til bakaPrenta