Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 202

Haldinn á fjarfundi,
11.02.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Þorkell Cýrusson varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Í upphafi fundar minntist sveitarstjórn Svavars Gestssonar fyrrum alþingismanns og ráðherra.

Lagt er til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Málnr.: 2102012 - Bréf til kjörinna fulltrúa - Vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga, mál til kynningar, verði dagskrárliður 35.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Lagt til að Skúli stjórni fundi undir dagskrárliðum nr. 1 og 2.
Samþykkt samhljóða.
1. 2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Afgreiðsla 112. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.02.2021, dagskrárliður 2, er í fylgiskjali.
Til máls tóku: Skúli, Einar, Sigríður, Jón Egill og Skúli (öðru sinni).
Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Afgreiðsla 112 fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5_02_2021 - dagskrárliður 2 - mál 2008010.pdf
Eyjólfur og Anna víkja af fundi undir dagskrárliðum nr. 1 og 2. Jón Egill Jónsson kom inn í báðum dagskrárliðum og Þorkell Cýrusson kom inn í dagskrárlið nr. 1.
2. 2012019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur
Úr fundargerð 112. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.02.2021, dagskrárliður 3:
2012019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur
Halldór Jóhannsson tilkynnir um skógræktaráform á jörðinni Selárdalur landnr. 137957 og óskar eftir afstöðu hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð nr. 772/2012.

Erindinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Framkvæmdin er leyfisskyld og þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum, þ.á.m. Minjastofnun. Skriflegt samþykki landeigenda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
Selárdalur - framkvæmdaleyfi.pdf
3. 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Skipun tveggja fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd
Oddviti leggur fram tillögum um að Hörður Hjartarson og Ragnheiður Pálsdóttir verði skipuð fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Skra_0078392.pdf
4. 2011012 - Menningarmálanefnd - erindisbréf
Úr fundargerð 13. fundar menningarmálanefndar 19.01.2021, dagskrárliður 6:
2011012 - Menningarmálanefnd - erindisbréf
Nefndin gengur frá erindisbréfi.
Nefndin samþykkir erindisbréf og vísar því til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Erindisbréf samþykkt samhljóða.
Erindisbréf menningarmálanefnd 2021.pdf
5. 2005008 - Gjaldskrá slægjur og beit.
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 4:
2005008 - Gjaldskrá slægjur og beit.
Tillaga að gjaldskrá vegna leigu beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar.pdf
6. 1806013 - Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 6:
1806013 - Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Viðauki við ráðningarsamning sveitarstjóra lagður fram.
Samningsdrögin samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Anna, Skúli, Einar, Eyjólfur og Skúli (öðru sinni).
Viðauki við ráðningarsamning sveitarstjóra samþykktur samhljóða.
Viðauki ráðningarsamningur sveitarstjóra des 2020.pdf
Kristján Sturluson víkur af fundi undir dagskrárrlið nr. 6.
7. 2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 15:
2101036 - Fyrirspurn um Sælingsdalstungu
Borist hefur fyrirspurn um hvort jörðin Sælingsdalstunga sé til sölu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Sælingsdalstunga verði sett í sölu. Áður en til þess komi verði gerð landskipting sem tryggi að Dalabyggð haldi eftir svæði m.t.t. vatnsöflunar í framtíðinni.

Til máls tóku: Anna og Skúli.
Sveitarstjórn felur umhverfis- og skipulagsnefnd að koma með tillögu að landsskiptum Sælingsdalstungu vegna vatnsöflunar til framtíðar og haldið verði eftir stærra svæði en þegar hefur verið skilgreint fyrir vatnsveitu til Búðardal.
Samþykkt samhljóða.
8. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 21:
2001030 - Eignarhald félagsheimila
Minnisblað um niðurstöðu á athugun héraðsskjalavarðar á eignarhaldi félagsheimili lagt fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að félagsheimilið Árblik verði auglýst til sölu eða leigu og að teknar verði upp viðræður við meðeigendur að félagsheimilinu á Staðarfelli um sölu á eigninni.
Samþykkt samhljóða.

Einnig lögð fram erindi, annars vegar frá Kvenfélaginu Fjólu og hins vegar frá Herði Hjartarsyni.

Til máls tóku: Skúli, Anna, Einar, Eyjólfur, Einar (öðru sinni).

Tillaga Skúla:
Lagt til að afgreiðslu verði frestað meðan beðið er eftir tillögum menningarmálanefndar um nýtingu félagsheimila Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Til Sveitarstjóra og sveitarstjórnarmann Dalabyggðar.pdf
Minnisblað - 2001030 - eignarhald félagsheimila.pdf
Árblik 07-02-2021.pdf
9. 2102006 - Erindi, varðandi förgunargjald dýrahræja
Erindi frá Birgi Baldurssyni lagt fram.
Til máls tóku: Skúli og Eyjólfur
Tillaga oddvita að erindinu verði vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur 03_02_2021.pdf
10. 2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð
Athugasemdir bárust frá umhverfisráðuneytinu við samþykktina sem taka þarf til afgreiðslu.
Samþykktin er til umfjöllunar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Lagt til að málinu verði frestað.
Samþykkt samhljóða.
11. 2101015 - Ísland ljóstengt 2021
Úr fundargerð 34. fundar stjórnar Dalaveitna ehf. 9.02.2021, dagskrárliður 1:
2101015 - Ísland ljóstengt 2021
Stjórn Dalaveitna ehf. leggur til við sveitarstjórn að Dalabyggð sæki um styrk í Ísland ljóstengt 2021 til að tengja tvo til fimm staði sem ekki ekki voru tengdir í fyrri verkefnum.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján.
Tillaga stjórnar Dalaveitna samþykkt samhljóða.
Ísland ljóstengt 2021 _umsóknargögn.pdf
Ísland ljóstengt 2021_skilmálar.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2101006F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 41
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. COVID-19, bólusetningar og heimsóknarreglur - 2003010

Fundargerð samþykkt samhljóða.
13. 2012006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 262
1. Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2021 - 2012009
2. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. - 2012024
3. Stuðningur við Seyðisfjörð - Erindi frá Svavari Garðarssyni - 2006009
4. Gjaldskrá slægjur og beit. - 2005008
5. Stekkjarhvammur 5 - 2011001
6. Ráðningarsamningur sveitarstjóri - 1806013
7. Opunartími Sælingsdalslaugar og íþróttaskóli - 2101027
8. Bilun í fráveitu - 2008003
9. Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags - 1912006
10. Fellsendarétt Miðdölum - 2101020
11. Framlög frá ríkinu til fráveituframkvæmda. - 2011037
12. Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022 - 1904034
13. Fjárhagsáætlun HeV 2021 - 2010026
14. Tjaldsvæðið í Búðardal 2020 - 2101032
15. Fyrirspurn um Sælingsdalstungu - 2101036
16. Ægisbraut 9. Umsókn um lóð. - 2101038
17. Erindi vegna bátabrautarinnar við Hnúksnes - 2101037
18. Innheimta skv. gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa - 2101041
19. Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera - 2006020
20. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
21. Eignarhald félagsheimila - 2001030
22. Brunavarnaáætlun 2021-2026 - 2101013
23. Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda - athugun endurskoðanda. - 1911008
24. Svar frá Reykjavíkurborg vegna áskorunar. - 2012006
25. Sorpurðun Vesturlands hf - fundir 2021 - 2101034
26. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021 - 2101001

Fundargerð samþykkt samhljóða.
14. 2012003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 101
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Auðarskóli - Skóladagatöl 2021 - 2022 - 2101029
3. Auðarskóli - skólastarf 2020 - 2021 - 2101030
4. Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða - 2010009
5. Opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2021 - 2101035

Fundargerð samþykkt samhljóða.
15. 2012001F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 20
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Nýting og möguleikar á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 - Könnun - 2101018
3. Tjaldsvæðið í Búðardal 2020 - 2101032
4. Eiríksstaðir 2020 - 2003025

Fundargerð samþykkt samhljóða.
16. 2011004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 13
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Jörvagleði 2021 - 2009003
3. Menningarþörf íbúa Dalabyggðar - 2101024
4. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
5. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
6. Menningarmálanefnd - erindisbréf - 2011012

Fundargerð samþykkt samhljóða.
17. 2010006F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 58
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Handbók og vinnusmiðjur um virkt samráð - 2011003
3. Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19 - 2012020

Fundargerð samþykkt samhljóða.
18. 2101002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 112
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit - 2008010
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur - 2012019
4. Loftslagsstefna Dalabyggðar - 2101044
5. Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera - 2006020
6. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
7. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
8. Greining á þörf fyrir brennslustöðvar á Íslandi - 2101025
9. Framtíð Breiðarfjarðar - samantekt með umsögnum - 2011032
10. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021 - 2101001

Fundargerð samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
19. 2101034 - Sorpurðun Vesturlands hf - fundir 2021
Fundi 1.02.2021 var frestað til 22.02.2021.
Til kynningar.
Fundarboð eigendafundar 1_feb_2021.pdf
Eigendafundur_Fundargerð_1_2_2021_LOKA.pdf
20. 2004019 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2020
184 og 185, fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd fundur-184.pdf
Breiðafjarðarnefnd fundur-185.pdf
21. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2020
Fundargerð frá 16.12.2020 lögð fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 893.pdf
22. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð frá 29.01.2021 lögð fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 894.pdf
23. 2101005 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.- 2021
Fundargerð frá 1.02.2021 lögð fram.
Til kynningar.
Til máls tóku: Anna, um fundarlið nr. 2 í fundargerð Dalagistingar ehf., Skúli, Anna (öðru sinni), Skúli (öðru sinni), Eyjólfur og Þuríður.
Dalagisting ehf 80.pdf
24. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð frá 5.02.2021 lögð fram.
Til kynningar.
Fundargerð Brunavarna Dala Reykhóla og Stranda 5_2_2021.pdf
25. 2101003 - Fundargerðir stjórnar - Dalaveitur - 2021
Fundargerð frá 9.02.2021 lögð fram.
Til kynningar.
Til máls tók: Skúli.
Dalaveitur ehf - 34.pdf
Mál til kynningar
26. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 112. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.02.2021, dagskrárliður 7:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima. 15 umsagnir hafa borist.
Umsagnarferli fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Sólheima er lokið samkvæmt þeirri málsmeðferð sem við á skv. skipulagslögum. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2020 til 20. janúar 2021 og alls hafa borist 15 umsagnir frá stofnunum, félagasamtökum, einstaklingum og landeigendum.

Til kynningar.
Sólheimar ASK.pdf
27. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 112. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.02.2021, dagskrárliður 6:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Breyting á aðalskipulag Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða. 13 umsagnir við skipulagstillögu hafa borist.
Umsagnarferli fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða er lokið samkvæmt þeirri málsmeðferð sem við á skv. skipulagslögum. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2020 til 20. janúar 2021 og alls hafa borist 13 umsagnir frá stofnunum, félagasamtökum, einstaklingum og landeigendum.

Til kynningar.
Hróðnýjarstaðir ASK.pdf
28. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga - valkostagreining 6.pdf
29. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað ? 2003031 punktar_covid_sveitarstjórn feb 2021.pdf
30. 2102010 - Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna
Niðurstöður könnunar lagðar fram.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum yfir lakri útkomu fyrir Dali í könnuninni. Boðað verður til vinnufundar sveitarstjórnar með Vífli Karlssyni hjá SSV til að fara ítarlega yfir hana.

Til máls tóku: Anna, Eyjólfur, Þuríður, Einar, Skúli og Eyjólfur (öðru sinni).
Ibuakonnun-landshlutanna-2020-nidurstodur.pdf
Ný könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna - af heimasíðu SSV.pdf
Ibuakönnun-landshlutanna-2020-nidurstodur Vesturland utsent.pdf
Niðurstöður fyrir Vesturland - af heimasíðu SSV.pdf
31. 2101039 - XXXVI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundarboð lagt fram.
Til kynningar.
Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
32. 2102007 - Stofnun Hinsegin Vesturlands - félags fyrir hinsegin fólk á Vesturlandi
Fundarboð stofnfundar Hinsegin Vesturlands 11.02.2021 kl. 20:00 lagt fram.
Til kynningar.
Tölvupóstur 5_02_2021.pdf
33. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.


Umsögn um breytingu á jarðalögum, 375. mál, lögð fram.

Til kynningar.
Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála 471 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur) 478 mál.pdf
Umsögn um mál 375 - breyting á jarðalögum.pdf
34. 2102008 - Yfirlýsing um Sundabraut
Yfirlýsing frá Samtökum sveitarfélagi á Vesturlandi vegan Sundabrautar lögð fram.
Sveitarstjórn Dalabyggðar fagnar nýútkominni skýrslu um lagningu Sundabrautar þar sem skýrðir eru helstu valkostir varðandi legu hennar og þverun Kleppsvíkur. Skýrslan er vel unnin og greinargóð og ljóst að hún er góður grunnur fyrir ákvörðunartöku um að hefja undirbúning að lagningu Sundabrautar nú þegar.
Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur því samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Reykjavíkurborg að hefja nú þegar undirbúningsvinnu við lagningu Sundabrautar þannig að verkefninu verði lokið eigi síðar en árið 2030. Sundabraut mun stytta ferðatíma íbúa í Dalabyggð þegar sækja þarf þjónustu til Reykjavíkur, sama mun gilda um marga aðra íbúa landsbyggðarinnar. Því er ekki síður mikilvægt að undirbúa og hraða öðrum framkvæmdum sem tengjast henni svo sem þverun Kollafjarðar og vegalagningu á Álfsnesi, Gufunesi og Geldinganesi.
Skýrslan leiðir líka í ljós að brú yfir Kleppsvík styrki mjög innviði í Reykjavík og nýtist vel fyrir almenningssamgöngur ásamt hjólandi og gangandi umferð sem eru lykilatriði í skipulagsstefnu Reykjavíkur sem snýr að þéttingu byggðar.
Bókuninni verður komið áfram til þingmanna Norðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og annarra er málið varðar.

Samþykkt samhljóða.
Sundabraut.pdf
35. 2102012 - Bréf til kjörinna fulltrúa - Vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga
Áformað er að halda aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 26. mars næstkomandi.
Til kynningar.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.pdf
36. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra febrúar 2021.pdf
37. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Fært í trúnaðarbók.
Næsti fundur sveitarstjórnar 11. mars.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til bakaPrenta