Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 256

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.10.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Sigríður Huld Skúladóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Ráðning skólastjóra.
Fært í trúnaðarbók.
2. 2010006 - Fjárhagsáætlun byggðarsamlags um brunavarnir 2021
Fjárhagsáætlun Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. lögð fram.
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Áætlun Slökkvistjóra 2021.pdf
3. 2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
Úr fundargerð 250. fundar byggðarráðs 10.08.2020, dagskrárliður 7:
2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
Úr fundargerð 249. fundar byggðarráðs 23.07.2020, dagskrárliður 2:
2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
Úr fundargerð 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020, dagskrárliður 11:
2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
2016 var lóð úthlutað á orlofshúsasvæði í Sælingsdalstungu. Ekki hefur verið farið í framkvæmdir á svæðinu.
Byggðarráð óskar eftir að unnin verði kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna frístundasvæðisins í Sælingsdalstungu áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið.
Samþykkt samhljóða.
Gróf kostnaðaráætlun er 5,5 til 6 millj.kr. vegna vatnsleiðslu, girðinga og lagfæringar á núverandi vegslóða. Ekki er svigrúm til þessara framkvæmda í ár. Málinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt samhljóða.

Lóðarhafi fer fram á endurgreiðslu á staðfestingargjaldi frá 2016 og greiðslu á útlögðum kostnaði.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að funda með lóðarhafa.
Samþykkt samhljóða.

Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri funduðu með lóðarhafa. Gerð verður breytingatillaga við viðauka sem liggur fyrir næsta sveitarstjórnarfundi þannig að hægt sé að endurgreiða lóðarhafa lóðarverðið.
Samþykkt samhljóða.
4. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Minnisblað um umfjöllun nefnda um fjárhagsáætlun lagt fram.
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun og breytingar á gjaldskrá. Stefnt að því að afgreiða tillögu að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar 22. október.
Minnisblað - 2005008 - umfjöllun nefnda um fjárhagsáætlun - 1.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 4.
Mál til kynningar
5. 2001028 - Mötuneyti Silfurtúns.
Úr fundargerð 37. fundar stjórnar Silfurtúns 6.10.2020, dagskrárliður 1:
2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
Viðræður í gangi um mötuneyti. Næsti fundur 7.10.2020.

6. 2003002 - Viðbragðsáætlun Vatnsveitu.
Viðbragðsáætlun lögð fram til kynningar.
Áætlunin verður send til umsagnar hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og MS í Búðardal.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta