Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 55

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.08.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025 verði bætt við sem dagskrárlið 3.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð
Unnið að lokaútgáfu skýrslu um forgangsröðun Dalabyggðar er varðar innviði.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Skýrslan verði tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Farið yfir áherslur og forsendur.
Nefndin mun skoða hvort leggja þurfi áherslu á einhverja þætti vegna almyrkva 2026.
Gjaldskrá félagsheimila þarfnast endurskoðunar.

Nefndin ræðir aðrar áherslur vegna fjárhagsáætlunar og verður þeim skilað eigi síðar en á næsta fundi nefndarinnar.
Mál til kynningar
3. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Í júlí 2025 var atvinnuleysi á Vesturlandi 2,3%. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í júlí var 3,4% m.v. 3,1% í júlí 2024.

Í skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn fyrri hluta árs 2025 segir m.a.:
Meðalatvinnuleysi hækkaði í öllum landshlutum á fyrstu 7 mánuðum ársins 2025 nema á Vesturlandi þar sem það stóð í stað milli ára og var 2,7%.

Verkefnastjóra falið að hafa samband við Vinnumálastofnun varðandi stöðu atvinnuleysis í Dalabyggð.
VMST-Vinnumarkadur-2025-fyrripartur-skyrsla-190825-02.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50 

Til bakaPrenta