Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 37

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.04.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Þórunn Þórðardóttir varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Gestur sem væntanlegur var undir dagskrárlið 1 boðaði forföll fyrir fundinn.
Lagt til að dagskrárliðnum verði frestað.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023
Gestur
2. 2208004 - Vegamál
Unnið áfram með forgangsröðun í vegamálum.
Nefndin fer yfir hvaða þætti eigi að taka með í forgangsröðun og skiptir með sér verkum. Áætlað að fara yfir samantekt 2. maí. Borist hafa upplýsingar frá Vegagerðinni og nefndin sendir frekari fyrirspurnir varðandi einstaka þætti.
3. 2210026 - Uppbygging innviða
Formaður fer yfir fyrsta fund vinnuhóps um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Nefndin upplýst um stöðuna á starfi vinnuhópsins. Auglýst verður fljótlega eftir áhugasömum aðilum.
Mál til kynningar
4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Atvinnuleysistölur fyrir mars 2023.

Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 2.
atvinnuleysi-mars-23.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til bakaPrenta