Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 15

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.03.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Jónas Guðmundsson og Björn Sverrisson frá RARIK á Vesturlandi koma á fund nefndarinnar undir 1. dagskrárlið
1. 1909020 - Þrífasa rafmagn í Dalabyggð.
Verkstjóri framkvæmdasviðs og deildarstjóri rekstrarsviðs RARIK á Vesturlandi koma á fund nefndarinnar.
Nefndin viðrar áhyggjur sínar af öruggu dreifikerfi innan Dalabyggðar og einnig mögulegri lokun starfsstöðvar í Búðardal.
Bergþóra Jónsdóttir kemur á fund nefndarinnar undir 2.dagskrárlið.
2. 2001010 - Umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Formaður félags skógarbænda á Vesturlandi kemur á fund nefndarinnar
Nefndin kynnir sér starfsemi skógræktarbænda og feril framkvæmdarleyfa.
Skúli Guðbjörnsson, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Bjarni Hermannsson og Fjóla Mikaelsdóttir koma á fund nefndarinnar undir 3.dagskrárlið.
3. 2001020 - Atvinnustefna - Heimavinnsla
Fulltrúar verkefnis um uppsetningu heimavinnslustöðvar innan Dalabyggðar koma á fund nefndarinnar
Áhugi á verkefninu er með ágætum í Dalabyggð. Verið er að athuga með staðsetningu og húsnæði ásamt áhuga frá nágrannasveitum. Um þessar mundir er verið að leita að hluthöfum í verkefnið. Nefndin fagnar framtakinu og hvetur til þess að áfram sé unnið að verkefninu, mun leggja til aðstoð við verkefnið ef hægt er.
Mál til kynningar
4. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði.
5. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta