Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 276

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.09.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun til umræðu í nefndum. Nefndir skili niðurstöðum sínum til byggðaráðs fyrir 10. október.
Samþykkt samhljóða.
2. 2109016 - Viðauki VI
Kostnaður vegna uppþvottavélar í Dalabúð.
Samþykkt að gerður verði viðauki kr. 1.000.000 fjárfestingu vegna Dalabúðar.
Samþykkt samhljóða.
3. 2109009 - Íbúafundur haust 2022
Tímasetning og dagskrá íbúafundar.
Samþykkt að haldinn verði íbúafundur 18. nóvember kl. 20. Á dagskrá verður fjárhagsáætlun og íþróttamiðstöð.
4. 2109002 - Erindi vegna inngöngu Strandabyggðar í sameiginlegt Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps
Strandabyggð hefur óskað eftir aðild að Öldungaráði Dalabyggðar og Reykhólahrepps. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur fallist á óskina fyrir sitt leiti.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að beiðni Strandabyggðar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
SKM_C22721090909200.pdf
5. 2109010 - Sýning - Nr.4 Umhverfing
Beiðni um styrk vegna listasýningar.
Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar í menningarmálanefnd.
Bréf til Dalabyggðar - Akadema skynjunarinnar.pdf
6. 2011009 - Alþingiskosningar 2021
Breyting á kjörskrá. Fækkar um einn þannig að á kjörskrá í Dalabyggð eru 482, 247 karlar og 235 konur.
Breyting á kjörskrá samþykkt.
7. 2103009 - Sirkus Íslands til Búðardals
Sirkus Íslands hefur haft samband um að koma með sýningu í Dalabyggð. Leggja fram tillögur að sex dagsetningum og óska eftir afnotum af íþróttahúsi.
Samþykkt að verða við beiðninni og að sýningin verði í nóvember.
Sirkus í Búðardal.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir sat fundinn undir dagskrárlið 7.
8. 2109015 - Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum
Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Ekki verður tekið þátt í verkefninu að sinni en fylgjast áfram vel með.
Samþykkt samhljóða.
Stuðningsverkefni fyrir sveitarfélög á grundvelli Verfærakistu um heimsmarkmiðin AGB (002).pdf
Lokaútgáfa-Bréf til sveitarfélaga.pdf
9. 2101036 - Sala á Sælingsdalstungu
Tillaga um að selja hluta Sælingsdalstungu eftir að landskiptum er lokið.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hluti Sælingsdalstungu verði boðinn til sölu, eftir að landskiptingu er lokið.
Samþykkt samhljóða.
10. 1207002 - Sælingsdalstunga - Leigusamningur 2013
Tillaga um að leigusamningi verði sagt upp frá og með áramótum með 18 mánaða fyrirvara þar sem ætlunin er að selja jörðina.
Þar sem fyrir liggur tillaga að setja hluta Sælingsdalstungu í sölu, eftir að landskiptingu er lokið, leggur byggðarráð til að leigusamningi verði sagt upp með samningsbundnum fyrirvara miðað við áramót.
Samþykkt samhljóða.
Ragnheiður Pálsdóttir vék af fundi undir dagskrárlið 10.
11. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Umræða um stöðu málsins varðandi aukna nýtingu félagsheimila.
Frestað.
Mál til kynningar
12. 2109008 - Umsögn vegna vatnsveitu - Gillastaðir 137559
Lagt fram.
Umsögn vegna vatnsveitu á Gillastöðum landnr 137559.pdf
13. 2109006 - Krafa um endurgreiðslu ofgreidds fasteignaskatts
Lagt fram.
14. 2103005 - Kvörtun til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfum sóknaraðila.
15. 2105018 - Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.
Bréf til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis lagt fram.
Bréf vatnsveitu Dalabyggðar 10_09_2021.pdf
Mat á virði vatnsveitukerfis (ID 236297) (ID 236391).pdf
Útreikningur á þjónustugjaldi - dæmi.pdf
16. 2109012 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 6. október.
17. 2109011 - Fjármálaráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga 2021
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldinn 7. og 8. október.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021.pdf
18. 2109014 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2021
Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október næstkomandi. Fundurinn verður rafrænn.
Dagskrá.pdf
19. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 9:
2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í félaginu.
Byggðarráð ítrekar að haldinn verði aðalfundur í Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf. sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.

Aðalfundur Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. var haldinn 13.09.2021.

20. 2105020 - Framkvæmdir 2021
Minnisblað lagt fram.
Frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:46 

Til bakaPrenta