Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 99

Haldinn á fjarfundi,
19.10.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason varamaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri
Einnig sat Haraldur Haraldsson nýráðinn skólastjóri Auðarskóla fundinn.

Í upphafi fundar kynnti Haraldur sig.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun.
Drög að fjárhagsáætlun rædd.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2001056 - Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 21. september. Ein athugasemd barst.
Fræðslunefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar.

Íþrótta- og tómstundastefna samþykkt og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
íþrótta og tómstundastefna - drög til umsagnar.pdf
Athugasemdir.pdf
3. 1810018 - Ungmennaráð Dalabyggðar
Skv. erindisbréfi ungmennaráðs á að skipa nýtt ráð á hverju hausti.
Fræðslunefnd óskar eftir tilnefningum í ungmennaráð. Verður auglýst á heimasíðu Dalabyggðar. Nýtt ungmennaráð verði skipað í nóvember.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn erindisbréfi ungmennaráðs verði breytt þannig að skipunartími fulltrúa í ungmennaráð verði tvö ár. Skipað verði í helming sæta árlega.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til við sveitarstjórn að halda sveitarstjórnarfund unga fólksins í vetur.
Samþykkt samhljóða.
Ungmennaráð Dalabyggðar - Erindisbréf.pdf
4. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Úr fundargerð 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020, dagskrárliður 5:
2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Drög að reglum um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja í Dalabyggð lögð fram.

Byggðarráð vísar drögum að reglum til umsagnar hjá fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd staðfestir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Vegna sérstakra styrkja (íþr og tómst) - Drög.pdf
5. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Niðurstöður könnunar sem var lögð fyrir foreldra/forráðamenn barna á efsta stigi grunnskólans
Farið yfir niðurstöður kannanna.
Tekin verður saman skýrsla um framkvæmd framhaldsskólakennslu í heimabyggð. Einnig verður tekið samtal við framhaldsskóla á Vesturlandi.
Margir hafa áhuga á að mennta sig meira og eru í námi nú þegar. Margir sjá fram á að þeir myndu nýta sér námsaðstöðu væri hún til staðar. Horft er til samlegðaráhrifa við frumkvöðla- og nýsköpunarsetur sem verið er að vinna að.
nidurstodur_kannanir_fraedslunefnd.pdf
Framhaldsskóladeild í Dalabyggð (Responses).pdf
Námsaðstaða í Dalabyggð (Responses).pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 4 og 5.
Mál til kynningar
6. 2008005 - Ráðning skólastjóra Auðarskóla
Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum 15.10.2020 að ráða Harald Haraldsson skólastjóra Auðarskóla.
Fræðslunefnd bíður Harald velkomin til starfa og þakkar Hlöðver fyrir samstarfið.
Samþykkt samhljóða.
7. 2003031 - Viðbrögð Auðarskóla vegna heimsfaraldurs COVID-19
Hlöðver fór yfir aðgerðir Auðarskóla vegna Covid-19.
Í heildina hefur skólastarf farið vel af stað í haust.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20 

Til bakaPrenta