Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 107

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.12.2021 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Þuríður Jóney Sigurðardóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109024 - Starfsáætlun Auðarskóla 2021-2022
Herdís fór yfir drög að starfsáætlun.
Ákveðið að taka skólastefnuna fyrir á næsta fundi og fara yfir stöðu verkefna samkvæmt henni.
2. 2109025 - Auðarskóli - skólastarf 2021 - 2022
Starfsmannahald
Smiðjuhelgi - dans - kaffihúsakvöld
Ný farsældarlög
Skólapúlsinn
Lækkun skólagjalda tónlistarskóla á haustönn
Tónmenntakennsla

Herdís fór yfir horfur í starfsmannahaldi.
Smiðjuhelgi fór fram um síðustu helgi og gekk vel (rafíþrótta-, hágreiðslu- hesta- og rafsuðusmiðjur).
Dansnámskeiði lauk 30. nóvember.
Kaffihúsakvöld verður fyrir nemendur og starfsfólk. Tekið upp fyrir foreldra.
Skólapúlsinn sér um að meta starf skóla og gefur tækifæri á samanburði. Hefur verið rætt um að nýta hann en ekki verið tekin ákvörðun um það.
Kennsla hefur fallið niður í tónlistarskólanum vegna forfalla og Covid, skoða þarf lækkun skólagjalda. Fræðslunefnd vísar málinu til byggðarráðs. Herdís tekur saman upplýsingar um málið.
Herdís ræddi um þörfina á tónmenntakennslu og mun skoða það.

Einar Jón Geirsson mætti til fundar kl. 16:15.
3. 2110050 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Ný farsældarlög taka gildi 1. janúar næstkomandi og kveða á um bætta þjónustu í þágu barna. Innleiðingartími er áætlaður þrjú ár. Þjónustunni skipt í þrjú stig. Öll börn fá tengiliði á fyrsta stigi og síðan málstjóra á öðru og þriðja stigi.
4. 2110022 - Ungmennaráð Dalabyggðar 2021-2022
Skipan tveggja fulltrúa í ungmennaráð.
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Katrín Einarsdóttir skipaðar fulltrúar í ungmennaráð til tveggja ára.
Samþykkt samhljóða.
5. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar 04.11.2021, dagskrárliður 3:
Nefndin ræðir tillögu sveitarstjórnar, tími fram að næsta sveitarstjórnarfundi stuttur. Nefndin vinnur áfram með málið og stefnir á að skila af sér greinargerð fyrir skipulagðan fund sveitarstjórnar í febrúar.

Lagt til að málinu verði vísað til umsagnar hjá skólastjóra og skólaráði Auðarskóla og ungmennaráði.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
6. 2107018 - Starfsleyfi grunnskóla Auðarskóla
Úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalabyggð Grunnskóli_Lokaskýrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:42 

Til bakaPrenta