Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 205

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
20.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2105013 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Teljarastífla í Krossá, almennt mál, verði dagskrárliður 15.
Mál.nr. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga, mál til kynningar, verði dagskrárliður 34.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103020 - Síðari umræða um ársreikning Dalabyggðar 2020
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 2:
2103020 - Fyrri umræða um ársreikning Dalabyggðar 2020
Úr fundargerð 264. fundar byggðarráðs 25.03.2021, dagskrárliður 1:
2103020 - Ársreikningur Dalabyggðar 2020
Ársreikningur Dalabyggðar 2020 lagður fram.

Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi Dalabyggðar tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og fór yfir ársreikninginn.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 993,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 812,2 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 42,9 millj. kr. en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 65,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 855,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 766,5 millj. kr.

Reikningurinn staðfestur og samþykkt að visa honum til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Eftir afgreiðslu í byggðarráði bættist við gjaldfærsla vegna 13,3 millj.kr, og skammtímaskuldir A-hluta hækka í samræmi við það.

Haraldur Reynisson endurskoðandi sat fundinn og fór yfir reikninginn.
Ársreikningnum vísð til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.

Ársreikningur Dalabyggðar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 993,0 millj.kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 812,2 millj.kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 29,6 millj.kr. en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 51,8 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 842,3 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 753,2 millj.kr.

Til máls tekur: Kristján.

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð Samstæða 2020_06052021.pdf
Endurskoðunarskýrsla - Dalabyggð_síðari umræða_20.5.2021.pdf
2. 2104023 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki II
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 1:
2104023 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki II
Hækkun kostnaðar vegna deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði og breytingar á tekjum og kostnaði vegna Silfurtúns. Söluhagnaður vegna hússins Skuldar.
Viðauki II samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Kostnaður við skipulags- og byggingarmál hækkar um 200 þús. Tekjur vegna Silfurtúns hækka um 13,8 milj.kr. og gjöld (launakostnaður) um 13 millj.kr. Söluhagnaður vegna Skuldar er 10.7 millj.kr. en þar þarf að greiða upp lán um 6,7 millj.kr.

Til máls tekur: Kristján

Viðauki II samþykktur samhljóða.
Viðauki.II.pdf
3. 2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Bókun 116. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 7.05.2021, dagskrárliður 2, er í fylgiskjali.
Sveitarstjórn beinir því til umhverfis- og skipulagsnefndar að hún geri á næsta fundi sínum tillögu til sveitarstjórnar um afgreiðslu málsins.

Til máls taka: Einar, Skúli

Samþykkt samhljóða.

Bókun 116 fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 7_05_2021 dagskrárliður 2.pdf
Ásgarður svarbréf 300421.pdf
Eyjólfur Ingvi Bjarnason vék af fundi undir dagskrárlið 3 og tók Skúli Hreinn Guðbjörnsson aldursforseti við fundarstjórn undir þessum dagskrárlið.
4. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Úr fundargerð 103. fundar fræðslunefndar 29.04.2021, dagskrárliður 3:
2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Skiptar skoðanir voru innan ungmennaráðs og áhyggjur af félagslífinu. Þarf að búa til okkar skólaumhverfi og -brag.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að ungmennaráði sé haldið upplýstu um framgang málsins og vísar því til umfjöllunar á sveitarstjórnarfundi unga fólksins 10. júní.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til formlegra viðræðna við Framhaldsskóla Snæfellinga um stofnun og rekstur framhaldsskóladeildar í Dalabyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum (SHS, JHS, PJ), tveir (JEJ, HSG) sitja hjá.

Málinu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar, að loknum sveitarstjórnarfundi unga fólksins.

Til máls taka: Einar, Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
Formlegar_vidraedur_framhaldsskoladeild_tillaga.pdf
Framhaldsskólamálið - frá ungmennaráði.pdf
5. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 7:
2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Breyting á reglum m.a. framlenging umsóknarfrests.
Byggðarráð samþykkir breytingar á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki til lágtekjuheimila vegna Covid-19.

Jafnframt samþykkir byggðarráð að sækja megi um styrk vegna leikjanámskeiðs Ólafs Pá, Æskunnar, Dögunar og Stjörnunnar sumarið 2020 þar sem reikningar voru ekki gefnir út fyrr en á þessu ári. Þetta á bæði við um íþrótta- og tómstundastyrkinn vegna Covid-19 og tómstundastyrk Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni.

Tillaga samþykkt samhljóða.
Vegna sérstakra styrkja (íþr og tómst) - 2 uppfærsla.pdf
6. 2104025 - Skipting eignarhalds á frístundalóðum á Laugum.
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 4:
2104025 - Skipting eignarhalds á frístundalóðum á Laugum.
Tillaga um skiptingu frístundalóða að Laugum milli Dalabyggðar og Bergljótar S. Kristjánsdóttur.
Uppskipting lóða samþykkt þannig að lóðir F1-F4 og F6-F9 verði eign Dalabyggðar og lóðir F5 og F10-F16 verði eign Bergljótar Kristjánsdóttur. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Skipulagsuppdráttur - Laugar.pdf
7. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Úr fundargerð 267. fundar byggðarráðs 11.05.2021, dagskrárliður 3:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 13:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 20:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Tillaga um að Dalabyggð sæki um aðild að verkefninu "Brothættar byggðir".
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að kanna hvort að Dalabyggð geti fengið aðild að verkefninu brothættum byggðum og/eða verkefnum sem unnin eru með sambærilegri aðferðafræði.
Óskað er eftir því að fulltrúi frá SSV komi á næsta fund byggðarráðs vegna málsins.

Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Ólafur Sveinsson fagstjóri tengdust fundinum í gegnum fjarfundabúnað.


Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að SSV sæki um framlag úr Byggðaáætlun (C-1) til eflingu byggðar.
Samþykkt samhljóða.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 3.

Tillaga samþykkt samhljóða.
8. 2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 267. fundar byggðarráðs 11.05.2021, dagskrárliður 4:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 16:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 19:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Einari Hlöðver Erlingssyni og Ingibjörgu Þórönnu Steinudóttur vegna skólaaksturs fyrir leikskólabörn.
Til máls taka Skúli, Einar, Pálmi, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að fyrirkomulagi varðandi skólaakstur verði í samræmi við eftirfarandi:
1. Akstur skólabíla verði á starfstíma (kennsludögum) grunnskóla.
2. Öllum leikskólabörnum verði tryggt sæti í skólabíl á sama hátt og nemendum í grunnskóla. Þetta þýðir m.a. að leikskólabörn verða sótt á heimili í dreifbýli þó að ekki sé grunnskólabarn á sama heimili. Gerðar verði ráðstafanir til að tryggja að þetta taki gildi skólaárið 2021-2022.
3. Komi til þess að sett verði á laggirnar framhaldsskólakennsla í Búðardal verði gert ráð fyrir framhaldsskólanemendum í skólabílum. Þetta taki þó ekki gildi fyrr en haustið 2022.
4. Þriggja ára samningur við verktaka vegna skólaaksturs (í kjölfar útboðs 2019) klárast eftir skólaárið 2021-2022. Heimild til framlengingar (í tvisvar sinnum eitt ár) verði ekki nýtt heldur aksturinn boðinn út að nýju þar sem verði breytt ákvæði um akstur nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Skólastjóra falið að ræða áfram við verktaka á leiðum 1 og 2.

Samþykkt samhljóða.

Til máls taka: Einar, Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.

9. 2104011 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 267. fundar byggðarráðs 11.05.2021, dagskrárliður 5:
2104011 - Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 15:
2104011 - Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 18:
2104011 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Sæþóri Sindra Kristinssyni vegna skólaaksturs leikskólabarna á Fellsströnd.
Til máls taka Skúli, Sigríður, Einar, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.


Vísað er til afgreiðslu á dagskrárlið 4.
Haraldur Haraldsson skólastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 4 og 5.

Samþykkt samhljóða með vísan í dagskrárlið 8.
10. 2104020 - Haukabrekka, deiliskipulag
Úr fundargerð 116. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 7.05.2021, dagskrárliður 1:
2104020 - Haukabrekka, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til hluta Haukabrekku (L137485) í Stóra-Langadal og nær yfir um 21,7 ha svæði. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 26.03.2021.

Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið með sjö frístundalóðum frá 1999 en hið nýja fyrirhugaða deiliskipulag felur í sér breytta afmörkun þeirra og í einu tilfelli nýja staðsetningu.

Fyrirhugað er að stofna 4 lóðir til viðbótar við þær 3 sem eru á svæðinu og settar fram byggingarheimildir á hverri þeirra. Núgildandi deiliskipulag verður fellt úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Haukabrekku og að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá skipulagsgögnum til auglýsingar skv. lögbundnu auglýsingaferli sbr. 41. gr. skipulagslaga.

Fallið verði frá því að gera skipulagslýsingu fyrir verkefnið þar sem nú þegar er deiliskipulag í gildi fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða.
8885-001-DSK-001-V01 Haukabrekka-tillaga.pdf
8885-001-DSK-001-V02 Haukabrekka.pdf
11. 2104016 - Borgarbyggð, ósk um umsögn - vindmyllur á Gróthálsi
Úr fundargerð 116. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 7.05.2021, dagskrárliður 3:
2104016 - Borgarbyggð, ósk um umsögn - vindmyllur á Gróthálsi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar óskar eftir umsögn frá Dalabyggð um skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð, sem samþykkt var á fundi 210 þann 11. febrúar 2021.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.

Samþykkt samhljóða.
Borgarbyggð, ósk um umsögn - vindmyllur á Grjóthálsi.pdf
Ósk um umsögn skipulags- og matslýsing_Dalabyggð.pdf
Skipulagslýsing_210309Borgarbyggð.pdf
12. 2104021 - Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi
Úr fundargerð 116. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 7.05.2021, dagskrárliður 4:
2104021 - Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna br. á aðalskipulagi
Borgarbyggð óskar umsagnar frá Dalabyggð skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breytingin felst í breyttri landnotkun á 4,5 ha svæði, úr landbúnaði í verslun- og þjónustu, í landi Stafholtsveggja II í Borgarbyggð. Á svæðinu er gert ráð fyrir ferðaþjónustu með gistingu, veitingasölu o.fl. Svæðið verður merkt S11 á sveitarfélagsuppdrætti. Ný aðkomuleið að Stafholtsveggjum II mun tengjast núverandi heimreið austan við íbúðarhús Stafholtsveggja I.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar.

Samþykkt samhljóða.
a406-Stafholtsveggir_20210324.pdf
Ósk um umsögn ASK breyting Stafholtsveggir II_Dalabyggð.pdf
13. 2105012 - Skipan fulltrúa í Breiðafjarðarnefnd
Beiðni um skipan fulltrúa sveitarfélaga í Breiðafjarðarnefnd.
Í Breiðafjarðarnefnd eru tilnefnd Valdís Einarsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason.
Lagt er til að sveitarstjóri fái umboð til að ganga frá tilnefningu fulltrúa í samráði við önnur sveitarfélög við Breiðafjörð.

Samþykkt samhljóða.
Bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.pdf
14. 2102024 - Samstarfssamningur við Fellsenda
Úr fundargerð 45. fundar stjórnar Silfurtúns, dagskrárliður 3:
2102024 - Samstarfssamningur við Fellsenda
Tillaga að nýjum samningi lögð fram.
Samningurinn samþykktur en miðað verði við að gildistíminn verði til ársloka 2022.

Samþykkt samhljóða.
Samstarfssamningur-Silfurtún.pdf
15. 2105013 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Teljarastífla í Krossá
Veiðifélag Krossár óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir teljarastíflu í Krossá á Skarðsströnd. Um er að ræða stíflu til að fylgjast með göngu fiska í ánni. Stíflan verður grunduð á tiltölulega sléttum klapparbotni og verður um 12 m að lengd. Við bakkana eru malareyrar sem ganga út að ánni. Áætluð hæð stíflunnar er um 0,8 m og munu steyptir stöplar hennar vera á 3 m millibili. Þar á milli verða timburbitar. Um 3 metrum frá vesturbakkanum er 1,2 m breið renna þar sem er gönguleið fiska.
U.þ.b. 25 cm þykk plata verður í botni stíflunnar og hvíla stöplarnir á henni. Botnplatan festist við klöpp með innboruðum járnum sem steypast föst. Eldri stífla sem veiðifélagið reisti á 8. áratug síðustu aldar stendur um 150 m ofar í ánni og er barns síns tíma. Því er talið nauðsynlegt að reisa ný stíflu.
Fyrirhuguð framkvæmd er unnin í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun en stofnunin stendur fyrir umfangsmikilli vöktun á veiðiám landsins og gerð teljarastíflu í Krossá er liður í þeirri vöktun.

Það er mat sveitarstjórnar að framlögð gögn, þ.e. greinargerð og hönnunargögn, lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Þá liggur fyrir að framkvæmdin er unnin í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun sem meðal annars vann að greinargerð og kostnaðaráætlun verkefnisins. Um er að ræða nauðsynlega framkvæmd til að viðhalda vöktun í ánni.

Samþykkt samhljóða.
Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
Krossá Skarðsströnd Teljarastífla.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
16. 2103008F - Byggðarráð Dalabyggðar - 266
1. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki II - 2104023
2. Innheimta 2021 - 2104024
3. Umframkostnaður - Úttekt endurskoðanda - 2102029
4. Skipting eignarhalds á frístundalóðum á Laugum. - 2104025
5. Almannavarnadeild Vesturlands-Áhættuskoðun 2020-Umsögn - 2101026
6. Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir - 2101043
7. Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 - 2009024
8. Könnun landshlutasamtaka sveitarfélaganna á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna - 2102010
9. Menningarþörf íbúa Dalabyggðar - 2101024
10. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
11. Aðgengi að tónlistarnámi - 2103048
12. Tjaldsvæðið Laugum - verðskrá 2021 - 2104032
13. Umsókn í Brothættar byggðir - 2104013
14. Vinnutímabreytingar - 2008016
15. Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn - 2104011
16. Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn - 2104012
17. Erindi frá Félagi sauðfjárbænda vegna timbur- og járngáma - 2104009
18. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
19. Hreinsun rotþróa 2021-23 - útboð - 2103049
20. Umsókn um styrk - Ólafur Pá - fasteignagjöld 2021 - 2104026
21. Umsókn um styrk - Björgunarsv.Ósk - fasteignagjöld 2021 - 2104027
22. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
23. Starfsmannastefna - endurskoðun - 2104029
24. Umsókn um lóð - 2104031
25. Sorphreinsun - staðsetning grenndarstöðva. - 1904034
26. Vinnuskóli Dalabyggðar 2021 - 2104033
27. Greining á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila - skýrsla - 2104028
28. Íbúðarhúsið Skuld - 2102003
29. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021 - 2101001
30. Frístundahúsabyggð - 2104030
31. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019 - 2102018

Samþykkt samhljóða.
17. 2104006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 267
1. Umframkostnaður - Úttekt endurskoðanda 2102029
2. Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir - 2101043
3. Umsókn í Brothættar byggðir - 2104013
4. Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn - 2104012
5. Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn - 2104011
6. Ósk um tímabundna skólavist utan sveitarfélags - 2105003
7. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021 - 2101001
8. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021 - 2105006
9. Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021 - 2102014
10. Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - 2104002

Til máls tekur: Skúli, um dagskrárlið 1.

Samþykkt samhljóða.
18. 2104001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 17
1. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
2. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022

Samþykkt samhljóða.
19. 2104005F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 45
1. Rekstur Silfurtúns 2021 - 2012023
2. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
3. Samstarfssamningur við Fellsenda - 2102024
4. Áskorun vegna nettengingar á Silfurtúni - 2104036
5. Samningur vegna reksturs og þjónustu hjúkrunarheimila árin 2020 og 2021 - 2001048
6. Erindi frá SFV 2021 - 2102015
7. Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19 - 2003010
8. Greining á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila - skýrsla - 2104028

Samþykkt samhljóða.
20. 2103009F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 103
1. Auðarskóli - skólastarf 2020 - 2021 - 2101030
2. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
3. Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða - 2010009
4. Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn - 2104011
5. Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn - 2104012
6. Aðgengi að tónlistarnámi - 2103048

Samþykkt samhljóða.
21. 2104003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 116
1. Haukabrekka, deiliskipulag - 2104020
2. Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit - 2008010
3. Borgarbyggð, ósk um umsögn - vindmyllur á Gróthálsi - 2104016
5. Landgræðsluáætlun 2021-2031 - 2105007
6. Drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2105008
7. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
22. 2012013 - 11. fundur Öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Samgöngur
3. COVID 19
4. Tómstundir
5. Umsókn um styrk vegna aukins félagsstarfs fullorðinna vegan COVID 19.
6. Önnur mál.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð öldungaráðs Dala og Reykhóla 06_04_2021.pdf
23. 2101004 - Fundargerðir 2021 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerð stjórnarfundar 16.04.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 16_04_2021 - til birtingar.pdf
24. 2103026 - Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2021
Fundargerð aðalfundar lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Veiðifélag 10_4_21.pdf
25. 2101002 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar - 2021
Fundargerðir 189. og 190. fundar lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd - fundur 190.pdf
Breiðafjarðarnefnd - fundur - 189.pdf
26. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð stjórnar 30.04.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 897.pdf
27. 2105006 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021
Ársreikningur 2020 lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
01. Landskerfi - ársreikningur 31.12.20 - undirritaður.pdf
28. 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021
Fundargerðir stjórnarfundar 11.05.2021, fulltrúaráðsfundar og ársfundar lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársfundur Bakkahvamms 11052021.pdf
Fundur stjórnar Bakkahvamms 11052021.pdf
Mál til kynningar
29. 2101039 - XXXVI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundarboð og fundargögn lögð fram.
Ákvörðun hefur verið tekin um að XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði haldið rafrænt.

Lagt fram til kynningar.
Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
Ársskyrsla-2020.pdf
samthykktir-sambandsins-eftir-landsthing-2017.pdf
breytingatillaga-midflokksins-a-sampykktum-sambandsins.pdf
vinnuskjal-um-heildarbreytingar-a-sampykktum-24-februar-2021.pdf
Dagskrá landsþings.pdf
30. 2101006 - Ársreikningur Bakkahvamms hses 2020
Ársreikningur 2020 lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Bakkahvammur hses 2020.pdf
31. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn maí.pdf
32. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Tillaga til þingsályktunar um barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.
Frumvarp til laga umfjöleignarhús, 597. mál.
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.

Lagt fram til kynningar.
Tillaga til þingsályktunar um barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 762 mál.pdf
Frumvarp til laga umfjöleignarhús 597 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis 612 mál.pdf
33. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tekur: Kristján
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra maí 2021.pdf
34. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga.
Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóm í máli Arnarlóns ehf. gegn Dalabyggð 20.05.2021.
Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands er að Dalabyggð sé sýkn af dómkröfum stefnanda Arnarlóns ehf.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta