Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 192

Haldinn á fjarfundi,
14.05.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þorkell Cýrusson varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá:
2005001F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 33, fundargerð til staðfestingar, verði dagskrárliður 23.
1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga, mál til kynningar, verði dagskrárliður 33.
Aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019 - síðari umræða.
Sveitarstjórn tók ársreikning Dalabyggðar 2019 til fyrri umræðu á 190 fundi sínum 02.04.2020 og var það dagskrárliður 1. Á fundinum var samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.

Úr fundargerð 245. fundar byggðarráðs 07.05.2020, dagskrárliður 1:
2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019,
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 4:
2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019,
Bókun með ársreikningi vegna Covid-19
Sveitarstjóra falið að leggja tillögu fyrir fund byggðarráðs sem verður 7. maí.
Samþykkt samhljóða.
Ræddar sviðsmyndir vegna efnahagsástandsins og forsendur fyrir þeim. Jákvæðasta mynndin er viðsnúningur u.þ.b. 70 milljónir króna.
Endurskoðendur munu setja fram áritun á ársreikningi.
Haraldur Reynisson endurskoðandi, Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 1.

Fyrir fundinum liggur ársreikningur 2019 og endurskoðunarskýrsla 2019.

Til máls tóku: Haraldur og Kristján.

Ársreikningur Dalabyggðar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 962,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi
fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 791,5 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 64,5 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 220,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 801,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 690,3 millj. kr.
Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með talið efnahagsleg. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og hver áhrifin munu verða eftir að honum líkur.
Vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði umtalsverð m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda

Ársreikningur samþykktur samhljóða.
Dalabyggð Samstæða 2019-síðari umræða.pdf
Dalabyggð Endurskoðunarskýrsla 2019_lokaútgáfa.pdf
Sviðsmyndir.pdf
Haraldur Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Atvinnumálanefnd fjallaði um málið á 16. fundi sínum 05.05.2020 (dagskrárliður 1). Gestir á fjarfundi voru atvinnurekendur og fulltrúar fyrirtækja í Dalabyggð.
Menningarmálanefnd fjallaði um málið á 9. fundi sínum 07.05.2020 (dagskrárliður 2). Þar var rætt að horfa þarf til tilmæla vegna COVID-19 við öll hátíðarhöld.

Til máls tók: Kristján.
Samfélagssáttmáli.pdf
3. 2004027 - Skjalastefna Dalabyggðar
Úr fundargerð 245. fundar byggðarráðs 07.05.2020, dagskrárliður 3:
2004027 - Skjalastefna Dalabyggðar
Drög að skjalastefnu Dalabyggðar lögð fram.
Byggðarráð lýsir ánægju með stefnuna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

Skjalastefnan samþykkt samhljóða.
Skjalastefna Dalabyggðar drög 20200430.pdf
4. 2005012 - Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði.
Úr fundargerð 245. fundar byggðarráðs 07.05.2020, dagskrárliður 12:
2005012 - Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði.
Erindi frá þremur ferðaþjónustuaðilum þar sem lagt er til að fasteignagjöld á ferðaþjónustuhúsnæði verði endurskoðuð.
Byggðarráð þakkar erindið og hefur skilning á þeim aðstæðum sem liggja að baki þess. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í sveitarstjórn en leggur til að erindinu verði frestað þar sem lagaheimildir sveitarfélaga til álagningar fasteignaskatts eru fyrir hvert ár og lagaleg tormerki varðandi það að breyta álagningarhlutfalli á miðju ári.
Tenging við fasteignaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur þó verið felld niður vegna áranna 2020 og 2021.
Byggðarráð bendir á ákvörðun sveitarstjórnar um frestun eindaga fasteignagjalda sem fyrstu viðbrögð og hvetur ferðaþjónustuaðila til að nýta sér hana á meðan myndin er að skýrast.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Einar, Kristján, Pálmi og Eyjólfur.
ferdatjonusta.pdf
5. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 5:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindlundar til raforkuframleiðslu í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að útfæra fyrirkomulag fyrirhugaðs kynningarfundar vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Hróðnýjarstaða í samráði við framkvæmdaraðila og verkfræðistofuna Eflu. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þar sem m.a. er í gildi samkomubann fyrir fleiri en 50 manns, er ljóst að kynningarformið verður ekki með hefðbundnum hætti. Lögð er áhersla á að fyrirhuguð kynning verði sem fyrst.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
7358-003-ASK-005-V01 Hróðnýjarstaðir vindorkugarður askbr.pdf
6. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 6:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindlundar til raforkuframleiðslu í landi Sólheima.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að útfæra fyrirkomulag fyrirhugaðs kynningarfundar vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Sólheima í samráði við framkvæmdaraðila og verkfræðistofuna Eflu. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þar sem m.a. er í gildi samkomubann fyrir fleiri en 50 manns, er ljóst að kynningarformið verður ekki með hefðbundnum hætti. Lögð er áhersla á að fyrirhuguð kynning verði sem fyrst.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
Sólheimar_aðalskipulagsbreyting_lett.pdf
7. 1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 7:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulag fyrir Gildubrekkur sem auglýst hefur verið öðru sinni. Samþykktin verði í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru í kjölfar ofangreindra ábendinga.
Samþykkt.

Ítarlegri afgreiðsla nefndarinnar er í fylgiskjali "Afgreiðsla á dagskrárlið 7 - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 104.pdf".

Deiliskipulagið hefur farið í gegnum lögbundið auglýsingaferli og gerðar hafa verið lagfæringar á gögnum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar hagsmunaaðila og stofnana. Sveitarstjórn samþykkir skipulagið með þeim breytingum að skilgreint þjónustusvæði verði ekki stærra en 2 ha líkt og aðalskipulag Dalabyggðar gerir ráð fyrir og að dregið verði úr byggingarmagni á lóð 1 (F36) í samræmi við nýtingarhlutfall lóða í frístundabyggð.
Samþykkt samhljóða.
Gildubrekkur - deiliskipulag - C - 2020.05.07.pdf
Afgreiðsla á dagskrárlið 7 - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 104.pdf
Gildubrekkur - deiliskipulag - D - 20.05.14.pdf
8. 2004015 - Deiliskipulag í landi Erpsstaða
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 8:
2004015 - Deiliskipulag í landi Erpsstaða
Sótt er um vinnslu nýs deiliskipulags undir frístundabyggð og íbúðarhúsarlóð í landi Erpsstaða.
Nefndin tekur jákvætt í að farið verði í gerð deiliskipulags og sveitarfelagið fari í breytingar á aðalskipulagi samhliða.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
Ósk um breytingu á aðalskipulagi landnotkun.pdf
Frístundalóð.pdf
Eyjólfur vék af fundi undir dagskrárlið 8.
9. 2004020 - Deiliskipulag í landi Þurraness
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 9:
2004020 - Deiliskipulag í landi Þurraness
Sótt er um vinnslu nýs deiliskipulags í landi Þurraness fyrir ferðaþjónustu.
Nefndin mælir með verkefninu, með fyrirvara um að svæðið falli undir flokk 2 í flokkun landbúnaðarlands.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
ÞURRANES_deiliskipulag-þurranes-2017-a1.dwg ISO A1 (594 x 841) (1).pdf
10. 2005010 - Deiliskipulag í landi Ytri Hrafnabjarga
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 10:
2005010 - Deiliskipulag í landi Ytri Hrafnabjarga
Sótt er um vinnslu nýs deiliskipulags undir frístundabyggð í landi Ytri Hrafnabjarga.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
11. 2005015 - Hljóðmön við Vestfjarðaveg
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 14:
2005015 - Hljóðmön við Vestfjarðaveg
Ráðgert er að búa til hljóðmön meðfram Vestfjarðavegi/Vesturbraut. Efnið í hana mun koma frá uppgreftri vegna gatnagerðar í Lækjarhvammi, Bakkahvammi og fyrirhuguðu iðnaðarsvæði.
Hönnunargögn liggja ekki fyrir og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna að framgangi málsins.

Til máls tók: Kristján.
Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
Hljóðmön_0386.pdf
12. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Vesturbraut í Búðardal
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 15:
2005016 - Iðnaðarsvæði við Vesturbraut í Búðardal
Lögð fram skipulagslýsing frá Eflu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði Vesturbraut/Iðjubraut.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði samþykkt sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
7358-009 Skipulagslysing_Iðjubraut-080520.pdf
13. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.

Til máls tók: Kristján.
Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir - 662 mál.pdf
Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr 9_2009 með síðari breytingum (átak í fráveitumálum) 776 mál.pdf
14. 1806010 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð
Umræður um fyrirhugaða kosningu aðal- og varamanna í byggðaráð Dalabyggðar.
Til máls tóku: Einar, Eyjólfur og Þorkell.
15. 1902009 - Endurskoðun húsnæðisáætlunar
Skv. lögum ber að uppfæra húsnæðisáætlun árlega. Drög að uppfærðri áætlun fylgja hér með.
Til máls tók: Kristján.
Uppfærð húsnæðisáætlun samþykkt samhljóða.
Húsnæðisáætlun_Dalabyggð - í vinnslu.pdf
16. 2005014 - Störf fyrir framhalds- og háskólanema sumarið 2020.
Bréf frá Vinnumálastofnun, minnisblað og niðurstaða úthlutunar lagt fram.
Til máls tók: Kristján.
Námsmannaúrræði 2020 sveitarfélög.pdf
Minnisblað - 2005014 - Störf fyrir framhalds- og háskólanema sumarið 2020.pdf
Úthlutun starfa fyrir námsmenn.pdf
17. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
Samningur við Framkvæmdastjóð ferðamannastaða lagður fram til afgreiðslu.
Til máls tók: Kristján.

Tillaga frá sveitarstjóra:
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða að samningur um styrk færist yfir til Sturlufélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samningur um styrk 2020..pdf
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2002005F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 16
Á dagskrá 16. fundar atvinnumálanefndar 05.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
2. 2005002 - Stöðvun grásleppuveiða

Samþykkt samhljóða.
19. 2004005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 245
Á dagskrá 245. fundar byggðarráðs 07.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019
2. 2004018 - Ársfjórðungsyfirlit 2020
3. 2004027 - Skjalastefna Dalabyggðar
4. 2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
5. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal
6. 2005004 - Laun í Vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2020
7. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
8. 2005002 - Stöðvun grásleppuveiða
9. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
10. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
11. 2005011 - Breyttur opnunartími Arion banka í Búðardal
12. 2005012 - Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði
13. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
14. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
15. 1807013 - Vínlandssetur

Til máls tóku um dagskrárliði nr. 5, 8 og 11: Skúli, Einar, Kristján, Skúli öðru sinni og Kristján öðru sinni.

Skúli leggur til tillögu að bókun vegna dagskrárliðar nr. 5:
Sveitarstjórn Dalabyggðar mótmælir breytingunni á versluninni í Búðardal þar sem ljóst er að hún mun hafa í för með sér hækkað vöruverð frá því sem nú er. Með breytingunni er verið að leggja aukna áherslu á að ná til ferðamanna en það kemur hins vegar niður á íbúum sérstaklega hvað varðar vöruverð. Skorar sveitarstjórn á Samkaup að tryggja að vöruverð hækki ekki. Sú verðstefna sem Samkaup hefur fylgt með Kjörbúðinni hefur bæði leitt til þess að frekar er verslað í heimabyggð og eins af fólki frá nágrannabyggðarlögum.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerð samþykkt samhljóða.
20. 2003005F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 9
Á dagskrá 9. fundar menningarmálanefndar 07.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
2. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
3. 2005013 - Menningarviðburðir í Dalabyggð
4. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell

Samþykkt samhljóða.
21. 2003002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 104
Á dagskrá 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
2. 2003022 - Kortlagning beitilanda sauðfjár
3. 2003038 - Mögulegt brottnám skipsins Blíðu SH-277 sem sökk á Breiðafirði
4. 2004024 - Umsókn um byggingarleyfi - Magnússkógar 3
5. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
6. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
7. 1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag
8. 2004015 - Deiliskipulag í landi Erpsstaða
9. 2004020 - Deiliskipulag í landi Þurraness
10. 2005010 - Deiliskipulag í landi Ytri Hrafnabjarga
11. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
12. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
13. 2003036 - Friðlýst æðarvörp - 18.3.2020
14. 2005015 - Hljóðmön við Vestfjarðaveg
15. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Vesturbraut í Búðardal

Samþykkt samhljóða.
22. 2002001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 96
Á dagskrá 96. fundar fræðslunefndar 08.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2005007 - Auðarskóli - skóladagatöl 2020-2020
2. 1911019 - Samstarfssamningur 2020

Til máls tók vegna dagskrárliðar nr. 1: Einar.
Samþykkt samhljóða.
23. 2005001F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 33
Á dagskrá 33. fundar stjórnar Silfurtúns 12.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2001039 - Nýr hjúkrunarframkvæmdastjóri boðin velkomin til starfa
2. 2003010 - Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19
3. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
4. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
5. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
24. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Fundur stjórnar Bakkahvamms 28042020.pdf
Fundur stjórnar Bakkahvamms 06042020.pdf
25. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Dalaveitur ehf 25.pdf
26. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 2022
Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. apríl, 30. apríl og 8. maí sl. lagðar fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 881.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 882.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 883.pdf
Mál til kynningar
27. 2003037 - Tengivegir í Dalabyggð
Svör frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Vegagerðinni lögð fram.
Svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.pdf
Svar frá Vegagerðinni.pdf
28. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Minnisblað lagt fram skv. samþykkt 188. fundar sveitarstjórnar 05.03.2020, dagskrárliður 4.
Til máls tók: Kristján.
Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga 1.pdf
29. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Úr fundargerð 104. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 08.05.2020, dagskrárliður 1:
2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Lagðar fram umsagnir vegna skipulags- og matslýsingar endurskoðunar Aðalskipulags Dalabygðar. Lýsingin var samþykkt í sveitarstjórn 5. mars 2020 og var frestur til að skila inn umsögn til 15. apríl.
Skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar hefur verið send umsagnaraðilum og gerð aðgengileg almenningi, þar sem óskað var eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum fyrir 15. apríl. Alls bárust 20 umsagnir: Frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræslunni, Isavia, Landsneti, Félagi skógarbænda á Vesturlandi, Skógræktinni, Breiðafjarðarnefnd, Húnaþingi vestra, Eyja- og Miklaholtshreppi, Eigendum jarðarinnar Hamra, Valdísi Einarsdóttur, Samgöngustofu og sauðfjár- og skógarbændum á Hrútsstöðum.
Niðurstaða: Innkomnar umsagnir eru lagðar fram og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem fram undan er.

Aðalskipulag_Dalabyggðar_athugasemdir_lysing.pdf
20200507_dalir_adalskipulagBreiðafjarðarnefnd.pdf
ASK Dalabyggð lýsing _umsögn Skógræktarinnar.pdf
Athugasemdir frá félagi Skógarbænda.pdf
Athugasemdir frá jörðinni Hömrum.pdf
Landgræðslan umsögn aðalskipulag skip og mat.pdf
Landsnet umsögn við skipulags-og matslýsingu.pdf
Lýsing endurskoðunar Valdís.pdf
Umsagnir frá Hrútsstöðum.pdf
Umsögn -Dalabyggð UST.pdf
Umsögn frá HeV.pdf
Umsögn frá Isavia.pdf
Umsögn frá NÍ.pdf
Umsögn frá Samgöngustofu.pdf
Umsögn frá Minjastofnun_17.03.2020.pdf
Umsögn frá Skipulagsstofnun_02.04.2020.pdf
Umsögn frá Umhverfisstofnun_31.03.2020.pdf
UmsögnEyja- og Miklaholtshreppur.pdf
Umsögn_ASK_Dalabyggð Húnaþing.pdf
Umsögn frá Vegagerðinni.pdf
Umsögn frá Veðurstofunni.pdf
Umsögn frá Samgöngustofu.pdf
Umsögn frá NÍ.pdf
Umsögn frá Isavia.pdf
Umsögn frá HeV.pdf
Umsögn -Dalabyggð UST.pdf
Umsagnir frá Hrútsstöðum.pdf
Lýsing endurskoðunar Valdís.pdf
Landsnet umsögn við skipulags-og matslýsingu.pdf
Landgræðslan umsögn aðalskipulag skip og mat.pdf
Athugasemdir frá jörðinni Hömrum.pdf
Athugasemdir frá félagi Skógarbænda.pdf
ASK Dalabyggð lýsing _umsögn Skógræktarinnar.pdf
20200507_dalir_adalskipulagBreiðafjarðarnefnd.pdf
30. 1901012 - Velferðarstefna Vesturlands
Velferðarstefna Vesturlands útg. 12.03.2020 lögð fram til kynningar.
Velferðarstefna-Vesturlands.pdf
31. 2005005 - Nýtt skipurit SSV
Breytt skipurit Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, samþykkt 29.04.2020 lagt fram til kynningar.
SSV-Vesturlandsstofa-skipurit-tillaga-2.pdf
32. 2002034 - Frestun aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga
Bréf um frestun aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
Bréf v frestunar aðalfundar LS 2020 04 05.pdf
33. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga.
Landsréttur úrskurðaði 13.05.2020 í kæru Arnarlóns vegna frávísunar Héraðsdóms Vesturlands. Úrskurður Landsréttar var eftirfarandi:
"Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar um fyrri kröfu sóknaraðila, Arnarlóns ehf.
Síðari kröfu sóknaraðila um skaðabætur án fjárhæðar er vísað frá héraðsdómi.
Varnaraðili, Dalabyggð, greiði sóknaraðila 300.000 krónur í kærumálskostnað."

Endurrit-233-2020-staðfest.pdf
34. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Til máls tók: Kristján.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra maí 2020.pdf
Oddviti leggur til að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar 11. júní verði staðfundur og haldinn í Árbliki.
Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta