Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 241

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.02.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá:
2002050 - Hirðing á svörtu rúlluplasti (almennt mál), verði dagskrárliður 2.
2002049 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (almennt mál), verði dagskrárliður 23.
2002048 - Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu (mál til kynningar), verði dagskrárliður 31.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
Laugardagsopnun til vors og opnunartími næsta sumar.
Guðbjörn Guðmundsson, umsjónarmaður Sælingsdalslaugar mætir á fundinn.

Opnun í mars til maí, annan hvorn laugardag kl. 11-15. Fyrsta laugardagsopnun skv. þessu fyrirkomulagi verður 29. febrúar.
Opnunartími á mánudögum verður lengdur til kl. 22 og verður þannig hinn sami og á miðvikudögum.
Guðbjörn undirbýr tillögur að opnunartíma sundlaugarinnar júní til ágúst sem verða lagðar fyrir næsta fund.
Samþykkt samhljóða.
2. 2002050 - Hirðing á svörtu rúlluplasti
Tilkynning hefur verið send frá Terra um að hætt verði að sækja svart rúlluplast.
Byggðarráð gerir verulegar athugasemdir við að tilkynnt sé um breytingu á söfnun á landbúnaðarplasti án fyrirvara. Þessi breyting er gerð einhliða af hálfu þjónustuaðila og án samráðs við sveitarfélagið.
Óskað verður eftir því að fulltrúar frá Terra komi á fund með Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
3. 1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Úr fundargerð 184 fundar sveitarstjórnar 12.12.2019, dagskrárliður 20:
1912005 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum
Tók til máls: Kristján.
Byggðarráði falið að endurskoða samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

Á 240. fundi byggðarráðs 22. janúar sl. (dagskrárliður 3) var varaformanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktirnar og gera tillögu um breytingar til byggðarráðs á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Sveitarstjóra falið að fá lögmann til að lesa tillöguna yfir.
Samþykktir með breytingum (með TrackChanges).pdf
4. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Niðurstaða lögð fram.
Byggðarráð lýsir ánægju með að niðurstaða er fengin í málinu. Sveitarstjóra falið að senda Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf. formlega afgreiðslu málsins.
Samþykkt samhljóða.
5. 2001041 - Eftirlitsmyndavélar
Erindi frá Lögreglunni á Vesturlandi vegna uppsetningu eftirlitsmyndavéla.
Verður tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021.
6. 2002020 - Umsókn um styrk - fasteignagjöld - UMF Ólafur Pái
Málinu frestað þar til gögn hafa borist.
Umsókn um niðurfellingu fasteignagj. frá Ungm.f.Ólafs Pá.pdf
7. 2002019 - Umsókn um styrk - fasteignagjöld - Björgunarsveitin Ósk
Samþykkt samhljóða.
Umsókn um niðurfellingu fasteignagj. frá Bj.sv.Ósk.pdf
8. 1904023 - Fasteignagjöld 2019 - umsókn um styrk - Nesoddi ehf.
Beiðni um að dráttarvextir verði felldir niður.
Byggðarráð telur að ekki sé heimilt að fella niður dráttarvexti.
Samþykkt samhljóða.
9. 2002031 - Vefstefna Dalabyggðar
Tillaga að endurskoðaðri vefstefnu Dalabyggðar lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að vefstefnan verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Vefstefna_Dalabyggdar_2020.pdf
10. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 262. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál.
Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.

Byggðarráð tekur undir mikilvægi Skógarstrandarvegar og uppbyggingu hans og hvetur Alþingi til að samþykkja þingsályktunartillöguna.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar 262 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr 40_2007 og lögum um málefni aldraðra nr 125_1999 með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum) 323 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun 191 mál.pdf
11. 2002038 - Umsagnarbeiðni - Háafell - rekstrarleyfi
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Finns Þórs Haraldssonar um rekstrarleyfi til rekstrar gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, sem rekinn verður sem Háafell að Háafelli (F2118609), Búðardal.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis að því tilskyldu að fyrir liggi samningur um sorphirðu vegna rekstursins.
Samþykkt samhljóða.
12. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Samþykkt að hefja undrbúning útboði. Gögn verði lögð fyrir fund byggðarráðs í apríl.
13. 2002042 - Framhaldsskólanám, mögulegt samstarf við Menntaskóla Borgarfjarðar
Málinu vísað til fræðslunefndar.
14. 2002045 - Umsókn um afnot af Dalabúð án endurgjalds v. kótilettukvölds
Þar sem allar tekjur renna til góðgerðarmála samþykkir byggðarráð beiðnina.
Erindi til byggðaráðs frá Lionsklúbbi Búðardals.pdf
15. 2002047 - Umsókn um styrk vegna heimsóknar biskups
Biskup visiterar Dalaprestakall í lok mars og sækir sóknarnefnd um styrk vegna þeirrar heimsóknar.
Umsókn um styrk hafnað með vísan í fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
Erindi til byggðaráðs varðandi heimsókn biskups Íslands 27-28 mars.pdf
16. 1809034 - Reglur um styrki
Tillaga að reglum um styrki lögð fram.
Sveitarstjóra falið að ganga frá lokadrögum sem lögð verða fyrir næsta fund ráðsins.
17. 2001028 - Skoðun á sameiginlegu mötuneyti Silfurtúns og Auðarskóla.
Úr fundargerð 184. sveitarstjórnar 12.12.2019, dagskrárliður 15:
1905013 - Skoðun á sameiginlegu mötuneyti Silfurtúns og Auðarskóla.
Úr fundargerð 28. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns, 03.12.2019, dagskrárliður 2:
"Samningur um mötuneyti Silfurtúns rennur út um mánaðarmótin maí/júní á næsta ári. Stjórnin leggur til við sveitarstjórn að skoðaðir verði möguleikar á einu mötuneyti fyrir Silfurtún og Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða."
Tóku til máls: Ragnheiður, Þuríður.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Á 240. fundi byggðarráðs 22. janúar sl. (dagskrárliður 16) var sveitarstjóra falið að leggja tillögu fyrir næsta fund ráðsins.

Byggðarráð telur að ekki felist hagkvæmni í samrekstri mötuneytis Auðarskóla og eldhúss fyrir Silfurtún. Samþykkt að bjóða út matarþjónustu fyrir Silfurtún en jafnframt að óska eftir því við núverandi þjónustuaðila að framlengja núgildandi samning til hausts.
18. 1911019 - Samstarfssamningur 2020 - UDN og Dalabyggð
Tillaga að samstarfssamningi UDN og Dalabyggðar lögð fram.
Sveitarstjóra falið að ganga frá lokadrögum að samningi og leggja fyrir fræðslunefnd til umsagnar.
19. 2002044 - Reglur um garðslátt - lífeyrisþegar
Drög að reglum lögð fram.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
20. 2002043 - Reglur fyrir Vinnuskóla Dalabyggðar
Drög að reglum lögð fram.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Reglur_vinnuskoli_tilbuin_drög.pdf
21. 1905023 - Rammasamningur um raforku - útboð
Niðurstaða útboðs lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verið að tillögu Ríkiskaupa.
Samþykkt samhljóða.
22. 2002046 - Reglugerð um héraðsskjalasöfn
Drög að umsögn lögð fram.
Byggðarráð tekur undir drög að umsögn. Það er verulegt áhyggjuefni að með reglunum er vegið að starfsumhverfi minni héraðsskjalasafna.
23. 2002049 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Verkefnið er mjög áhugavert. Hins vegar telur byggðarráð að Dalabyggð hafi ekki svigrúm til að taka þátt í því við núverandi aðstæður.
Dalabyggð.pdf
Mál til kynningar
24. 2002034 - Auglýsing eftr framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Bréf til kjörinna fulltrúa lagt fram.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.pdf
25. 2002036 - Ferðamenn í Dalabyggð 2004-2019 - skýrsla
Sveitastjóra falið að afgreiða málið.
26. 2002027 - Umsögn vegna vatnsveitu - Miðskógur
Umsögn lögð fram til kynningar.
Umsögn vegna vatnsveitu í Miðskógi.pdf
Skúli vék af fundi undir dagskrárlið 26.
27. 2002037 - Vatnsveitur á lögbýli - Sólheimar 2
Umsögn lögð fram til kynningar.
Umsögn vegna vatnsveitu á Sólheimum 2.pdf
28. 1807013 - Vínlandssetur
Samningur við verktaka við uppsetningu sýningar lagður fram til kynningar.
Dalabyggð verksamningur vegna uppsetningar sýningar.pdf
29. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Minnisblað lagt fram.
Eftir góðan fund með fjármálaráðuneyti var næsta skref að eiga viðræður við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem fer með málefni safna.
Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að ná fundi með ráðuneytinu frá 23. janúar en engin viðbrögð verið fyrr en 25. febrúar. Þá var spurt hvenær Dalabyggð gæti komið til fundar við ráðuneytið og var tillaga að það yrði 4. mars.
Ekki hefur borist staðfesting á hvort það gengur eftir.
Minnisblað - 1912011 - Könnun á að Byggðasafn Dalamanna verði á Staðarfelli.pdf
30. 2002030 - Endurskoðun vegna 2019
Stefnt er að því að endurskoðaður ársreikningur verði lagður fyrir byggðarráð 25. mars og sveitarstjórn 2. apríl.
31. 2002048 - Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu.
Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna SDS um verkföll.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20 

Til bakaPrenta