Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 250

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.08.2020 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalið mál verði tekið á dagskrá:
1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022, mál til kynningar, verði dagskrárliður 16.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2007010 - Fjárhagsáætlun 2020. Viðauki V.
Umræða um lækkun á liðum í fjárhagsáætlun og viðbót vegna Bakkahvamms hses.
Sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka sem lagður verður fyrir sveitarstjórn. Í viðaukanum verður lækkun á rekstrarliðum kr. 6.200.000 (ýmis viðhaldsverkefni, sjálfboðaverkefni og tryggingar), lækkun fjárfestinga kr. 6.500.000 (vatnsveita Laugum og gatnagerð). hækkun rekstrarkostnaðar kr. 5.500.000 (valkostagreining vegna sameiningar og eftirgjöf vaxta vegna Bakkahvamms hses), hækkun fjárfestinga kr. 16.000.000 (Dalaveitur 14.000.000 og aukið stofnfé Bakkahvamms 2.000.000) og hækkun tekna kr. 21.688.278 (stærstu liðir framlag vegna ljósleiðara 12.500.000 og styrkur vegna valkostagreiningar 4.400.000).
Samþykkt samhljóða.
2. 1911006 - Uppgjör vegna íbúða Bakkahvamms hses.
Erindi frá Bakkahvammi hses um endurnýjun viðauka frá síðasta ári um aukið stofnfé og lækkun vaxtakostnaðar.

Úr fundargerð stjórnar Bakkahvamms hses frá 23.07.2020, dagskrárliður 2:
Erindi til Dalabyggðar
Sent verði erindi til Dalabyggðar um að mæta 3.088.684 kr.- með auknu stofnframlagi og lækkun vaxtakostnaðar.
Samþykkt.

Byggðarráð fellst á erindi Bakkahvamms hses og gert verður ráð fyrir þeim framlögum sem óskað er eftir í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
Samþykkt samhljóða.
3. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Úr fundargerð 249. fundar byggðarráðs 23.07.2020, dagskrárliður 18:
2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 5:
2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.05.2020, dagskrárliður 12:
2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Samþykkt að hefja undrbúning útboði. Gögn verði lögð fyrir fund byggðarráðs í apríl.
Stefnt að því að útboð verði auglýst í byrjun júní.
Samþykkt samhljóða.
Stefnt er að útboði fyrir lok júlí.

Útboðsgögn og auglýsing lögð fram.

Byggðarráð staðfestir framlögð gögn vegna auglýsingar eftir tilboðum í flutninga á dýrahræjum.
Samþykkt samhljóða.
4. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Úr fundargerð 248. fundar byggðarráðs 3.07.2020, dagskrárliður 3:
1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Útboðslýsing og tímaáætlun.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Gert verður tímabundið samkomulag við Terra til áramóta. Útboðsgögn samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

Endurskoðuð útboðsgögn og auglýsing lögð fram.

Útboðsgögn staðfest með áorðnum breytingum.
Samþykkt samhljóða.
5. 2007005 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð
Úr fundargerð 249. fundar byggðarráðs 23.07.2020, dagskrárliður 15:
2007005 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingi, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Sveitarstjóra falið að svara Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Samþykkt samhljóða

Drög að svari lögð fram.

Drög að svari staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá 2020.pdf
Gjaldskrá 2018.pdf
Gjaldskrá 2019.pdf
Gjaldskrá 2017.pdf
6. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
úr fundargerð 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020, dagskrárliður 7:
2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Hugmynd að undirbúningi nýsköpunarseturs.
Byggðarráð samhljóða samþykkir að fela sveitarstjóri að vinna áfram að málinu.

Bréf til nýsköpunarráðherra og SSV. Umsókn í uppbyggingarsjóð.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna frumkvöðla- og nýsköpunarseturs.
Samþykkt samhljóða.
Bréf til SSV v frumkvöðlaseturs.pdf
Bréf til nýsköpunarráðherra v frumkvöðlaseturs.pdf
7. 2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
Úr fundargerð 249. fundar byggðarráðs 23.07.2020, dagskrárliður 2:
2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
Úr fundargerð 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020, dagskrárliður 11:
2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
2016 var lóð úthlutað á orlofshúsasvæði í Sælingsdalstungu. Ekki hefur verið farið í framkvæmdir á svæðinu.
Byggðarráð óskar eftir að unnin verði kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna frístundasvæðisins í Sælingsdalstungu áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið.
Samþykkt samhljóða.
Gróf kostnaðaráætlun er 5,5 til 6 millj.kr. vegna vatnsleiðslu, girðinga og lagfæringar á núverandi vegslóða. Ekki er svigrúm til þessara framkvæmda í ár. Málinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt samhljóða.

Lóðarhafi fer fram á endurgreiðslu á staðfestingargjaldi frá 2016 og greiðslu á útlögðum kostnaði.

Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að funda með lóðarhafa.
Samþykkt samhljóða.
8. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
Úr fundargerð 249. fundar byggðarráðs 23.07.2020, dagskrárliður 3:
2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum.
Drög að endurskoðuðum reglum lögð fram. Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Frestað til næsta fundar byggðarráðs.

Byggðarráð vísar tillögu að innkaupareglum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga að innkaupareglum og -stefnu fyrir Dalabyggð - drög 22_07_2020.pdf
9. 2001037 - Skólavist utan lögheimilssveitarfélags.
Ósk um skólavist utan sveitarfélags. Fært í trúnaðarbók.
Beiðni staðfest. Afgreiðsla færð í trúnaðarbók byggðarráðs.
Fundargerðir til kynningar
10. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Fundargerð frá 23.07.2020 lögð fram.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar.
Undirrituð fundargerð 23.07.2020.pdf
Mál til kynningar
11. 1910017 - Erindi til heilbrigðisráðherra vegna Silfurtúns.
Úr fundargerð 249. fundar byggðarráðs 23.07.2020, dagskrárliður 7:
1910017 - Erindi til heilbrigðisráðherra vegna Silfurtúns
Úr fundargerð 193. fundar sveitarstjórnar 22.06.2020, dagskrárliður 6:
1910017 - Samskipti við Heilbrigðisstofnun Vesturlands varðandi Silfurtún.
Úr fundargerð 187. fundar sveitarstjórnar 13.02.2020, dagskrárliður 16:
1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
Úr fundargerð 29. fundar stjórnar Silfurtúns 04.02.2020, dagskrárliður 4:
1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
Greinargerð ráðgjafa lögð fram.
Stjórnin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir því að Heilbrigðisstofnun Vesturlands taki við rekstri Silfurtúns.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Ragnheiður
Samþykkt samhljóða.
Úr fundargerð 24. fundar stjórnar Silfurtúns 16.06.2020, dagskrárliður 3:
1910017 - Svar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna rekstrar Silfurtúns
Í svari HVe kemur fram að stofnunin hafni beiðni Dalabyggðar um að taka við rekstri Silfurtúns. Stjórn Silfurtúns hvetur sveitarstjórn til að halda áfram með málið gagnvart heilbrigðisráðuneytinu.
Lögð fram bréf Dalabyggðar til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og svar stofnunarinnar.
Formanni stjórnar Silfurtúns og hjúkrunarframkvæmdastjóra falið í samráði við sveitarstjóra að taka saman greinargerð sem verði til að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.

Drög að bréfi lögð fram.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Bréfið samþykkt og sveitarstjóra falið að koma því á framfæri við heilbrigðisráðherra.
Samþykkt samhljóða.

Bréf til heilbrigðisráðherra og svar heilbrigðisráðuneytisins lögð fram.

Bréf til heilbrigðisráðherra 24_07_2020.pdf
Tölvupóstur - Svar frá heilbrigðisráðuneyti - 04_08_2020.pdf
12. 2008001 - Viðgerð á þaki Silfurtúns
Sex svör bárust vegna verðkönnunar.
13. 2008004 - Breytingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði
Lækkun framlaga úr Jöfnunarsjóði, leiðréttar upplýsingar.
Fast 2020 yfirlit.pdf
14. 2008003 - Bilun í fráveitu
Bilun í fráveitu við Vesturbraut. Óljóst hvort það tilheyrir sveitarfélaginu eða lóðarhafa.
15. 2008002 - Gjaldskrá skjalasafna
Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna gjaldskrár héraðsskjalasafna.
Héraðsskjalasafn Dalasýslu er faglega sjálfstæð stofnun í eigu Dalabyggðar og samkvæmt sveitarstjórnarlögum er það sveitarstjórnar að setja því gjaldskrá.
Byggðaráð Dalabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að varðveita skjöl heima í héraði þannig að saga og menning þess sé aðgengileg íbúum sveitarfélagsins og öðrum áhugasömum.
Samþykkt samhljóða.
Bréf frá ráðuneytinu dags. 17.07.2020.pdf
20200806 Bref6agust2020.pdf
16. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Málið kynnt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20 

Til bakaPrenta