Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 70

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.02.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Þuríður Jóney Sigurðardóttir formaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301013 - Málefni Silfurtúns
Rætt um málefni Silfurtúns m.t.t. þess að nú hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekið yfir rekstur heimilisins frá því 1. janúar sl.
Í gjafasjóði heimilisins standa nú kr. 2.279.740,- sem runnið hafa í gjafasjóð heimilisins á undan förnum árum og eru í raun eyrnamerktir til uppbyggingar í þágu heimilismanna. Stjórn Silfurtúns leggur til að þessir fjármunir verði áfram vistaðir í bókum Dalabyggðar, með forræði á höndum byggðarráðs, en tilgangur þeirra áfram skýr þ.e. í þágu heimilismanna á Silfurtúni. Samþykkt að formaður stjórnar upplýsi núverandi stjórnendur Silfurtúns um tilurð þessara fjármuna.

Framlagður til kynningar samningur um húseignina sem HVE leigir nú af Dalabyggð. Unnið er að undirbúningi að umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna endurbóta á árinu.

Í ljósi þess að HVE hefur nú tekið við rekstri Silfurtúns þá leggur stjórn Silfurtúns til við sveitarstjórn Dalabyggðar að hún verði lögð niður hér með og að ef koma upp mál tengd fasteigninni/rekstri/gjafasjóði að þá verði það hlutverk eftirleiðis á herðum byggðarráðs Dalabyggðar. Um leið vill stjórn óska heimilisfólki og starfsmönnum heimilisins farsældar á komandi tímum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta