Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 331

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.01.2025 og hófst hann kl. 14:40
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu framkvæmda við íþróttamannvirki í Búðardal.
Staða mála rædd.
Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 2.
2. 2209012 - Laugar í Sælingsdal
Staða mála í samskiptum við meðeiganda að Laugum sem og kaupleigutaka kynnt.
Staða mála rædd.
3. 2403014 - Miðbraut 11
Á 329. fundi byggðarráðs sem haldinn var þann 7.11.2024 var sveitarstjóra falið að eiga viðræður við FSRE um möguleg kaup á hluta ríkisins í húseigninni að Miðbraut 11 í Búðardal. Í kjölfar þeirra viðræðna sendi sveitarstjóri tilboð í eignarhlutinn að fengnu samþykki byggðarráðsmanna sem nú hefur fengist samþykkt.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum í samræmi við samskipti við FSRE um kaupverð.
Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 4.
4. 2501036 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki I
Framlögð tillaga að Viðauka I við fjárhagsáætlun 2025.
Rekstrarkostnaður A-sjóðs, eftirfarandi breytingar eru lagðar til:
- Samráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga kr. 8.000.000 í tekjur og gjöld á móti (stuðningur/styrkur frá Jöfnunarsjóði)
- Afleysing á skrifstofu Dalabyggðar kr. 3.719.000,-
- Umsjón með Dalabúð kr. 800.000,-
- Barnavernd, sértæk úrræði kr. 25.000.000,-
Samtals hækkar kostnaður A-sjóðs um kr. 29.519.000,- og er til lækkunar á handbæru fé.

Eignfærslur
- Kaup á fasteign að Miðbraut 11 - 9.650.000,-
Framkvæmdir sem náðist ekki að klára á árinu 2024 og voru færðar yfir á árið 2025:
- Silfurtún - 7 m.kr.
- Dalaveitur vegna hitaveitu á Laugum - 4 m.kr.
Samtals eignfærslur eru því alls kr. 20.500.000,- til lækkunar á handbæru fé.

Heildaráhrif þessa eru því alls kr. 50.171.000,- til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Umsjónarmanni framkvæmda falið að sækja um í framkvæmdarsjóð aldraðra fyrir framkvæmdum á Silfurtúni til móts við framlag sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
5. 2501016 - Útsvar og fasteignaskattur 2025
Elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Dalabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjaldi, sem lagt er á íbúðarhúsnæði í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur.
Upplýsingar Tryggingastofnunar (TR) um tekjuviðmið höfðu ekki verið birtar þegar gögn voru unnin fyrir sveitarstjórnarfund í desember og því samþykkt að viðmið fyrir afslátt ellilífeyrisþega og öryrkja yrðu birt á heimasíðu Dalabyggðar þegar tilkynnt yrði um álagningu fasteignagjalda 2025.
Hérna eru lögð fram drög að þeim viðmiðum (sjá töflu).

Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá - fasteignagjöld 2025 - tilb. (2).pdf
6. 2210026 - Uppbygging innviða - atvinnuhúsnæði
Farið yfir stöðu mála í kjölfar undritunar viljayfirlýsingar um aukna aðkomu Byggðastofnunar að uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal í desember sl.
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð hefur nú auglýst eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Leitað er að samstarfsaðilum sem vilja koma inn sem fjárfestar í verkefninu, byggingaraðilum sem jafnframt hafa áhuga á því að fjárfesta í verkefninu eða kaupendum á eignarhlut í húsnæðinu.
Áhugasamir skulu skila inn skriflegu erindi fyrir mánudaginn 3. febrúar n.k.
7. 2411015 - Málefni Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs
Rætt um stöðu mála í samstarfi því sem í gangi er við Reykhóla og Strandir um rekstur embættis slökkviliðsstjóra.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
8. 2412005 - Umsókn um stuðning til náms
Rætt um framkoman umsókn um stuðning til náms.
Samþykkt samhljóða með vísan til reglna Dalabyggðar um stuðning við nema í leikskólakennarafræðum.
9. 2501023 - Hjólarampur
Framlagður tölvupóstur þess efnis að Ungmennafélagið Ólafur pá hefur nú fengið úthlutaðan styrk upp á kr. 300.000,- til uppsetningar á hjólarampi. Í fyrrgreindum tölvupósti er spurst fyrir um hvort Dalabyggð sé tilbúin til að styðja við verkefnið í tengslum við að finna rampnum stað og við uppsetningu hans.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umsjónarmanni framkvæmda að skoða staðsetningu meðfram vinnu við skólalóð Auðarskóla.
10. 2501022 - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi, Þorrablót UMF Stjarnan Tjarnarlundi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 1. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Tjarnarlundi.
11. 2501032 - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi, Þorrablót UMF Ólafur Pá Dalabúð
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 25. janúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Dalabúð.
12. 2501026 - Leyfi til skemmtanahalds í Árbliki vegna 50. Þorrablót Suðurdala
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 8. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007. Einnig er óskað eftir heimild til að hafa dansleik í tengslum við þorrablót til kl. 03:00/04:00.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Árbliki.
13. 2501034 - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi, Þorrablót Staðarfelli
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 15. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts á Staðarfelli.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta