Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 259

Haldinn á fjarfundi,
26.11.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2011036 - Samstarf við Leigufélagið Bríet, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Röð annarra mála breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Yfirferð milli umræðna, gjaldskrár o.fl.
Byggðarráð mun funda aftur 7. desember um fjárhagsáætlun.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2011020 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Úr fundargerð 198. fundar sveitarstjórnar 12.11.2020, dagskrárliður 17:
1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Fyrirspurn hefur borist um leigu á Laugum í vetur.
Til máls tók: Kristján.
Erindinu vísað til afgreiðslu í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð veitir oddvita og sveitarstjóra umboð til að semja við leigutaka vegna leigu á Laugum til loka apríl.
Samþykkt samhljóða.
3. 2011015 - Fyrirhuguð Þorrablót. Staða m.t.t. sóttvarna.
Úr fundargerð 198. fundar sveitarstjórnar 12.11.2020, dagskrárliður 15:
2011015 - Fyrirhuguð þorrablót - staða m.t.t. sóttvarna.
Til máls tóku: Einar og Eyjólfur.
Málinu vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð hvetur forsvarsaðila þorrablóta í Dalabyggð til að taka ákvörðun tímanlega um þorrablót m.t.t. sóttvarna.
Samþykkt samhljóða.
4. 2004009 - Afskriftir 2020
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi
Erindi sýslumanns um afskriftir samþykkt samhljóða.
5. 2011032 - Framtíð Breiðarfjarðar - umsögn
Tillögur Breiðarfjarðarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
20201123_framtid_breidafjardar_samantekt.pdf
20201120_framtid_breidafjardar_dalabyggd.pdf
6. 2011035 - Endurnýjun lóðaleigusamninga
Unnið er að endurnýjun lóðaleigusamninga
Nýtt form lóðaleigusamnings samþykkt samhljóða.
LÓÐARLEIGUSAMNINGUR_form.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 6.
7. 2011034 - Stofnun stafræns ráðs sveitarfélaga
Lögð fram tillaga um stofnun stafræns ráðs sveitarfélaga og fjármögnun þess.
Byggðarráð samþykkir að gera ráð fyrir þátttöku í stafrænu ráði sveitarfélaga í fjárhagsáætlun 2021.
Samþykkt samhljóða.
Kynning á fjármögnun stafrænnar þróunar - fyrir stjórnarfund.pdf
Stafrænt ráð skipting fasts kostnaðar eftir sveitarfélögum LOK.pdf
8. 2011036 - Samstarf við Leigufélagið Bríet
Stjórn Bakkahvamms hses. hefur sent erindi til Leigufélagsins Bríetar þar sem óskað er eftir að íbúðir í eigu húsnæðissjalfseignarstofnunarinnar fari undir félagið.
Umræða um samstarf við leigufélagið Bríet um frekari uppbyggingu á leiguhúsnæði í Dalabyggð.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir samstarfi við Leigufélagið Bríet um uppbyggingu á leiguhúsnæði í Dalabyggð.
Mál til kynningar
9. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Beðið er svara frá fjármálaráðuneytinu.
10. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Samningur við Dalakot ehf. lagður fram.
Samningur um eldhús.pdf
11. 2011024 - Samtal við faghóp 3 í Rammaáætlun um vindorkuver í landi Sólheima
Byggðarráð fundaði með faghópnum 20. nóvember sl. að beiðni hans vegna umsóknar um vindorkuver í landi Sólheima í Rammaáætlun.
12. 2011026 - Slit á þjónustsvæði fatlaðra á Vesturlandi
Samþykkt var á árinu að leggja niður Þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaðra. Lokauppgjör lagt fram.
Slit á þjónustusvæði Vesturlands, bréf ásamt reikningum vegna lokauppgjörs fyrir árið 2019.pdf
13. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Farið yfir stöðuna varðandi undirbúning breytinga á vinnutíma.
Hvatning til sveitastjórnarfólks.pdf
Betri vinnutími í dagvinnu - leiðbeiningar til aðildarfélaga.pdf
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sat fundinn undir dagskrárlið 13.
14. 1910020 - Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020
Byggðarráð óskar Stígamótum velfarnaðar en hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta.pdf
15. 1905028 - Ægisbraut 2
Vegna sölu á fasteigninni hefur öllum aðilum sem leigja geymslupláss í Ægisbraut 2 hefur verið sent bréf þar sem samningum er sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.
16. 2007005 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð
Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur birt úrskurð sinn þar sem kærunni er vísað frá.
Niðurstaða nefndarinnar lögð fram.

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 64_2020.pdf
17. 2005011 - Breyttur opnunartími Arion banka í Búðardal
Svar Arion banka lagt fram.
Byggðarráð þakkar fyrir svarið og skorar á Arion banka að hafa opið fimm daga í viku þegar lokun vegna sóttvarna lýkur.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur 13_11_2020 frá Arion banka.pdf
18. 2006014 - Lántaka vegna framkvæmda Dalaveitna ehf.
Lántaka var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í júní. Vegna lausafjárstöðu var töku lánsins frestað en það verður tekið nú í desember.
Dalaveitur_lt.2012_113 LSS34 -30 mkr..pdf
19. 2006020 - Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera
Aðalskipulagsbreytingar vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima hafa verið auglýstar. Á umsagnartímanum mun fara fram viðhorfskönnun meðal íbúa.
Könnun mun fara af stað um mánaðarmótin og ljúka áður en umsagnarfresti lýkur þann 20.01.2021.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 19.
20. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.
Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.
Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.
Tillaga til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.
Tillaga til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.
Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.
Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr 60_2013 (málsmeðferð o fl) 276 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr 123_2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis) 275 mál.pdf
Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi) 265 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum 81 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum 240 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega 187 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr 140_2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis) 82 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030 278 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum 104 mál.pdf
Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið - áhættumat - sektir ofl) 311 mál.pdf
Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof 323 mál.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta