Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 194

Haldinn á fjarfundi,
13.08.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónamaður framkvæmda


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1911006 - Uppgjör vegna íbúða Bakkahvamms hses
Úr fundargerð 250. fundar byggðarráðs 10.08.2020, dagskrárliður 2:
1911006 - Uppgjör vegna íbúða Bakkahvamms hses.
Erindi frá Bakkahvammi hses um endurnýjun viðauka frá síðasta ári um aukið stofnfé og lækkun vaxtakostnaðar.
Úr fundargerð stjórnar Bakkahvamms hses frá 23.07.2020, dagskrárliður 2:
Erindi til Dalabyggðar
Sent verði erindi til Dalabyggðar um að mæta 3.088.684 kr.- með auknu stofnframlagi og lækkun vaxtakostnaðar.
Samþykkt.
Byggðarráð fellst á erindi Bakkahvamms hses og gert verður ráð fyrir þeim framlögum sem óskað er eftir í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir tillögu byggðarráðs með öllum greiddum atkvæðum.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 23_07_2020.pdf
2. 2007010 - Fjárhagsáætlun 2020. Viðauki V.
Úr fundargerð 250. fundar byggðarráðs 10.08.2020, dagskrárliður 1:
2007010 - Fjárhagsáætlun 2020. Viðauki V.
Umræða um lækkun á liðum í fjárhagsáætlun og viðbót vegna Bakkahvamms hses.
Sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka sem lagður verður fyrir sveitarstjórn. Í viðaukanum verður lækkun á rekstrarliðum kr. 6.200.000 (ýmis viðhaldsverkefni, sjálfboðaverkefni og tryggingar), lækkun fjárfestinga kr. 6.500.000 (vatnsveita Laugum og gatnagerð). hækkun rekstrarkostnaðar kr. 5.500.000 (valkostagreining vegna sameiningar og eftirgjöf vaxta vegna Bakkahvamms hses), hækkun fjárfestinga kr. 16.000.000 (Dalaveitur 14.000.000 og aukið stofnfé Bakkahvamms 2.000.000) og hækkun tekna kr. 21.688.278 (stærstu liðir framlag vegna ljósleiðara 12.500.000 og styrkur vegna valkostagreiningar 4.400.000).
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján.
Viðauki V við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð V.pdf
3. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
Úr fundargerð 250. fundar byggðarráðs 10.08.2020, dagskrárliður 8:
2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
Úr fundargerð 249. fundar byggðarráðs 23.07.2020, dagskrárliður 3:
2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum.
Drög að endurskoðuðum reglum lögð fram. Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Frestað til næsta fundar byggðarráðs.
Byggðarráð vísar tillögu að innkaupareglum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján.
Tillaga að innkaupareglum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Tillaga að innkaupareglum og -stefnu fyrir Dalabyggð - drög 22_07_2020.pdf
4. 2005034 - Fjallskil 2020
Fundargerðir og afgreiðslur fjallskilanefnda lagðar fram til afgreiðslu.
Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.
Framlögð gögn fjallskilanefnda samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Fellsströnd - leitir 2020.pdf
Hvammssveit - fundargerð 06.08.2020.pdf
Hvammssveit - leitir 2020.pdf
Laxárdalur - fundargerð 2020.pdf
Laxárdalur - leitir 2020.pdf
Saurbær - fundargerð 2020.pdf
Saurbær - leitir 2020.pdf
Skarðsströnd - fundargerð 7.8.2020.pdf
Skarðsströnd - leitir 2020.pdf
Suðurdalir - leitir 2020.pdf
Suðurdalir - fundargerð 03.08.2020.pdf
Suðurdalir - fundargerð 05.08.2020.pdf
5. 1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Fært í trúnaðarbók. Rætt í lok fundar.
6. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Verður rætt í lok fundar á lokuðum fundi.
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri hefur sagt starfi sínu lausu og mun hverfa til annarra starfa á næstunni.
Svana Hrönn Jóhannsdóttir vék af fundi undir dagskrárlið 6.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2005007F - Byggðarráð Dalabyggðar - 247
Á dagskrá 247. fundar byggðarráðs 25.06.2020 voru eftirtalin mál:
1. 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
2. 2006005 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis að Keisbakka, gistiheimili í flokki II
3. 2006019 - Umsögn umrekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II - Stóra-Vatnshorn
4. 2006020 - Íbúakönnun vegna vindorkuvera
5. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal
6. 2002036 - Ferðamenn í Dalabyggð 2004-2019 - tilboð í uppfærslu
7. 2006022 - Takk fyrir veggir
8. 2006023 - Samningur um tryggingar fyrir Dalabyggð.
9. 2001017 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.
10. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
11. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamma hses
12. 2006021 - Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19.
13. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði.
14. 2004013 - Forsetakosningar 2020
15. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
16. 1805030 - Heimsókn í Ólafsdal.

Fundargerð samþykkt samhljóða.
8. 2006005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 248
Á dagskrá 248. fundar byggðarráðs 03.07.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2004001 - Úthlutun úr styrkvegasjóði 2020
2. 2006020 - Íbúakönnun vegna vindorkuvera
3. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
4. 2006025 - Endurskoðun aðalskipulags Reykhólahrepps
5. 1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
6. 2006026 - Forkaupsréttur að íbúðarhúsi í Sælingsdalstungu
7. 2006027 - Ósk um kaup á hálfri sumarhúsalóð á Laugum
8. 2006029 - Útleiga á íbúðarhúsum á Laugum
9. 2004019 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2020
10. 2006006 - Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2020
11. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
12. 1807013 - Vínlandssetur
13. 2006028 - Fasteignamat 2021
14. 2006023 - Samningur um tryggingar fyrir Dalabyggð

Fundargerð samþykkt samhljóða.
9. 2007001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 249
Á dagskrá 249. fundar 23.07,2020 voru eftirtalin mál:
1. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal
2. 2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
3. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum.
4. 2007003 - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi vegna Vínlandsseturs, veitingastaðar í flokki II, kaffihús.
5. 2003034 - Breyting á gjalddögum fasteignagjalda
6. 2007004 - Fyrirspurn um lóð
7. 1910017 - Erindi til heilbrigðisráðherra vegna Silfurtúns
8. 1905009 - Fundargerðir Eiríksstaðanefndar
9. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
10. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
11. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
12. 2007001 - Boð um ráðgjöf
13. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
14. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
15. 2007005 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingi, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð
16. 1911008 - Framkvæmdir við fráveitu - tímaáætlun verks
17. 1807013 - Vínlandssetur
18. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
19. 2007006 - Viðbragðsáætlanir hafna 2020




Fundargerð samþykkt samhljóða.
10. 2007003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 250
Á dagskrá 250. fundar byggðarráðs 10.08.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2007010 - Fjárhagsáætlun 2020. Viðauki V.
2. 1911006 - Uppgjör vegna íbúða Bakkahvamms hses.
3. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
4. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
5. 2007005 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð
6. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
7. 2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
8. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
9. 2001037 - Skólavist utan lögheimilssveitarfélags.
10. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
11. 1910017 - Erindi til heilbrigðisráðherra vegna Silfurtúns.
12. 2008001 - Viðgerð á þaki Silfurtúns
13. 2008004 - Breytingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði
14. 2008003 - Bilun í fráveitu
15. 2008002 - Gjaldskrá skjalasafna
16. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022

Fundargerð samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
11. 2004019 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2020
Fundargerð til kynningar.
Til máls tók: Eyjólfur.
Breiðarfjarðarnefnd 180 fundur.pdf
12. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Dalaveitur ehf - aðalfundur 2020.pdf
Dalaveitur ehf 29.pdf
Dalaveitur ehf 30.pdf
Mál til kynningar
13. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Minnisblað lagt fram.
Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga 2.pdf
14. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Auglýsing sem gildir 31_07_2020 - 13_08_2020.pdf
Minnisblað - 2003031 - COVID.pdf
Auglýsing sem gildir frá og með 14_08_2020.pdf
15. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra ágúst 2020.pdf
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður 10. september nk.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til bakaPrenta