Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 278

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
21.10.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt við á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð, almennt mál, verði dagskrárliður 7.
Mál.nr.: 2102028 - Sælingsdalslaug 2021, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Mál.nr.: 2110031 - Samvinnuverkefni vegna aðgengis fólks með fötlun, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr.: 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19, mál til kynningar, verði dagskrárliður 11.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram ásamt minnisblaði um gjaldskrár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fyrirliggjandi drög að tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir fund sveitarstjórnar þann 28. október næstkomandi.
Minnisblað - 2104022 - gjaldskrárbreytingar.pdf
Fjárhagsáætlun 2022-2025 . fyrri umræða.pdf
2. 2102005 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags
Umsókn um skólavist utan sveitarfélags skólaárið 2021-2022.
Fært í trúnaðarbók.
3. 2110007 - Vinnustaðagreining Auðarskóla
Tillaga um að bíða með vinnustaðagreiningu sem sveitarstjórn hafði ákveðið að gera.
Samþykkt að fresta vinnustaðagreiningu.
4. 2109022 - Auglýsing á lóðum
Texti í auglýsingu:
Dalabyggð auglýsir lausar lóðir samkvæmt deiliskipulagi til úthlutunar.
Atvinnuhúsalóðir við Iðjubraut nr. 1,6,8, 10 og 12.
Íbúðahúsalóðir sem ætlaðar eru ýmist fyrir einbýlishús, parhús eða raðhús við Efstahvamm (sem er fyrirhuguð ný gata), Bakkahvamm og Lækjarhvamm.
Dalabyggð vill taka það fram að lóðirnar eru ekki tilbúnar til að hægt sé að hefja framkvæmdir en berist nægar umsóknir er gert ráð fyrir að farið verði í vinnu við gatnagerð.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Dalabyggðar dalir.is frá og með mánudeginum 25. október. Þar eru einnig reglur Dalabyggðar um úthlutun lóða, gjaldskrá byggingarleyfis- framkvæmda, skipulags- og þjónustugjalda ásamt samþykkt um gatnagerðargjald.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar ekki síðar en mánudaginn 8. nóvember.

Samþykkt samhljóða.
5. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Úr fundargerð 20. fundar menningarmálanefndar 18.10.2021, dagskrárliður 4:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Nefndin ræðir stöðu Byggðasafns Dalamanna.
Nefndin vísar því til byggðarráðs við vinnu fjárhagsáætlunargerðar að tryggja að hægt verði að vinna áfram að málefnum Byggðasafns Dalamanna.

Kallað verður eftir endanlegu svari frá mennta- og fjármálaráðuneyti þannig að hægt verði að taka ákvörðun í málinu.
6. 2106021 - Sala á pallbíl
Borist hefur tilboð í bílinn.
Samþykkt samhljóða að taka tilboði kr. 400.000.
7. 2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Fimm tilboð bárust. Öll nema eitt eru yfir kostnaðaráætlun.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að ræða við lægstbjóðanda.
Samþykkt samhljóða.
Opnun tilboða vegna hræflutninga - fundargerð 20_10_2021.pdf
8. 2102028 - Sælingsdalslaug 2021
Tillaga er um að lengja opnun á miðvikudagskvöldum um 30 mínútur.
Samþykkt samhljóða.
9. 2110031 - Samvinnuverkefni vegna aðgengis fólks með fötlun
Erindi frá Ungmennafélaginu Ólafi Pá.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Erindi vegna samvinnuverkefnis um aðgengi fólks með fötlun.pdf
Mál til kynningar
10. 2110029 - Tilkynning um niðurfellingu, Bugðustaðavegur, 5808-01 af vegaskrá
Tilkynning frá Vegagerðinni lögð fram.
5808-01 Bugðustaðavegur tilkynning Erla.pdf
5808-01 Bugðustaðavegur tilkynning Kristín.pdf
11. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Allt bendir til að komið sé upp Covid-19 smit í Auðarskóla. Hefur grunn- og leikskóla verið lokað í dag á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatökum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:37 

Til bakaPrenta