Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 113

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.09.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Stefanía Björg Jónsdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri
Lagt var til í upphafi fundar að bæta við á dagskrá máli 2209017, tónlistarnám í Auðarskóla, og þá sem lið 5, aðrir liðir færist niður samkvæmt því út frá útsendri dagskrá.
Samþykkt.

Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir umræðum um fjárhagsáætlun, frístundaakstur og tómstundamál.
Ingibjörg Jóhannsdóttir sat fundinn undir umræðum um fjárhagsáætlun.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir stöðu á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.Byggðarráð hefur farið yfir stöðu mála og fundað hefur verið með forstöðumönnum málaflokka, þ.á.m. skólastjóra og íþrótta- og tómstundarfulltrúa.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að horft verði til þess að starfsfólki Auðarskóla á öllum stigum standi til boða að sækja námskeið til að efla gott starf enn frekar.

Rætt um tómstundastyrk þann sem börnum/fjölskyldum í Dalabyggð stendur til boða, styrkurinn er kr.20.000,- á ári og hvernig mætti gera aðgengi að þeim stuðningi einfaldari en nú er.

Einnig rætt um þörf fyrir tómstundir fyrir börn í Dalabyggð yfir sumarmánuðina og hvernig mætti standa að því.

Rætt um mönnun félagssmiðstöðvar og það að mikilvægt er að tveir starfsmenn séu á vakt hverju sinni, fræðslunefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma tillögum um tilhögun þess til byggðarráðs til úrvinnslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð. Einnig var rætt um fyrirkomulag á gæslu í tengslum við ferðir sem farið er með börn og unglinga.

Fræðslunefnd óskar eftir að horft verði til ofangreindra þátta við gerð fjárhagsáætlunar og áskilur sér að geta komið með fleiri ábendingar til byggðarráðs eftir því sem vinnunni fram vindur.
2. 2208009 - Grunnskólamál - haust 2022
Rætt um upphaf skólaársins, skólastjóri kynnti stöðu mála.
Rætt um hvort Auðarskóli ætti að verða aðili að Skólapúlsinum þar sem eru gerðar reglulegar kannanir á skólastarfi með ýmsum hætti.

Skólastjóri fór yfir stöðu mála og hvernig skólastarfið fer af stað í upphafi skólaársins.
Starfsáætlun Auðarskóla er enn í drögum en unnið er að því að ljúka gerð áætlunarinnar. Ýmis vinna er í gangi í innra starfi skólans og sér senn fyrir endann á þeim þannig að í kjölfar þess mun Skólastefna Auðarskóla fyrir skólaárið 2022/2023 líta dagsins ljós.

Skólastjóri kynnti hvar vinna stendur við nýja heimasíðu Auðarskóla. Stefnt er að því að formleg opnun síðunnar verði uppúr miðjum október.

Skólastjóri kynnti fyrir hvað Skólapúlsinn stendur og hvaða möguleikar standa Auðarskóla/Dalabyggð til boða í því verkfæri sem margir skólar og fræðsluyfirvöld á landinu nýta sér.
Fræðslunefnd mælir eindregið með þvi við byggðarráð og sveitarstjórn að Auðarskóli verði aðili að Skólapúlsinum.

3. 2205025 - Frístundaakstur
Kynnt staða mála varðandi frístundaakstur og hvaða vinna hafi farið fram frá síðasta fundi í fræðslunefnd.
Formaður fræðslunefndar fór yfir stöðu mála, frekari gögn verða kynnt á næsta fundi fræðslunefndar.
4. 2208010 - Tómstundir - haust 2022
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu mála og hvernig starfið færi af stað á fyrstu viku starfsársins.
Rætt um félagsmiðstöðina Hreysið og þær reglur sem um starfssemina gilda.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir minnisblað, sjá í fylgigögnum, varðandi starfið og hvernig það fer af stað.

Varðandi erindisbréf ungmennaráðs þá var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að senda til byggðarráðs/sveitarstjórnar tillögur að breytingum á erindisbréfinu í anda þeirrar umræðu sem varð á fundinum.

Rætt um virkni foreldra og foreldraráðs í tengslum við bæði tómstundastarf og samskipti við skóla.

Varðandi reglur um félagsmiðstöð þá leggur fræðslunefnd til að bætt verði við 5.gr.reglnanna að skipaðir verði varamenn, jafnmargir aðalmönnum, sem skipaðir eru í félagsmiðstöðvarráð og einnig kveðið á um hvenær skuli kjósa í ráðið.
13. gr.verði yfirfarin og gerð ítarlegri. Einnig farið yfir orðalag í einstaka öðrum þáttum/liðum reglnanna.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun ræða reglurnar við ungmennin, nemendaráð og skólastjórnendur og kalla eftir þeirra sjónarmiðum áður en skjalið verður frágengið og formfest.

Fræðslunefnd þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir góða yfirferð.
fræðslunefndarfundur 27.sept. 2022.pdf
Reglur Hreysið.pdf
Heiðrún vék af fundi kl. 17:10
5. 2209017 - Tónlistarnám í Auðarskóla
Fyrir liggur beiðni um aðkomu að tónlistarnámi í Auðarskóla fyrir einstakling á grunnskólastigi sem er með lögheimili í Dalabyggð en sækir nám utan lögheimilis hvað grunnskóla varðar.
Fræðslunefnd styður að viðkomandi fái skólavist í tónlistarskólanum. Jafnframt bendir fræðslunefnd á að endurskoða þurfi verklagsreglur um tónlistarskóla Auðarskóla samanber þær aðstæður sem hér um ræðir.
Mál til kynningar
6. 1303013 - Framhaldsskóladeild í Búðardal
Rætt um þá möguleika sem kunna að vera til staðar til þess að hefja samstarf við framhaldsskóla í landshlutanum til þess að starfrækja hluta náms í Búðardal.
Fræðslunefnd er áhugasöm um að kanna möguleika til þess að starfrækja hluta framhaldsnáms í Búðardal. Formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra falið að ræða við forráðamenn framhaldsskólanna á Vesturlandi um þá möguleika sem kunna að vera í stöðunni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 

Til bakaPrenta