Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 234

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.10.2019 og hófst hann kl. 10:10
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Umræða um áætlun
Dagskrá íbúafundar

Drög að fjárhagsáætlun rædd. Verða afgreidd til sveitarsjórnar á fundi byggðarráðs 28. október.

Dagskrá íbúafundar verði: (1) Kynning á fjárhagsáætlun. (2)Sorpmál, fá kynningu frá Sorpurðun Vesturlands. (3) Niðurstöður stefnumótunar í framhaldi af íbúaþingi.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað -1903025 Gjaldskrár.pdf
2. 1910021 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki IV
Viðauki í framhaldi af ákvörðun sveitarstjórnar frá 10. október sl. um styrk til UMF Ólafs Pá vegna líkamsræktaraðstöðu. Einnig vegna ráðgjafa varðandi samstarf Silfurtúns og Fellsenda. Viðbótarkostnaður vegna refa- og minnkaveiða.
Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki um eftirfarandi:
Styrkur til UMF Ólafs Pá verður kr. 4.300.000, kostnaður Tónlistarskóla lækkaður um kr. 4.300.000.
Ráðgjafi fyrir Silfurtún kr. 400.000, kostnaður félagsþónustu lækkar um kr. 400.000.
Kostnaður vegna refa- og minnkaveiða hækkar um kr. 900.000, kostnaður vegna gitðinga og eftirlits lækkar um kr. 900.000.
Samþykkt samhljóða.
Yfirlit viðauka 2019_Dalabyggð IV.A.pdf
3. 1910022 - Gjaldskrá, Fjósar og réttin
Tillaga að gjaldskrá fyrir geymslu í réttinni og á Fjósum, einnig beitarland og ræktað land.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin (sjá fylgiskjal) verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrár Fjósar og Ægisbraut 2.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárliðum 1 til 3.
4. 1909014 - Afskriftir 2019
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir afskrift á kröfum samtals að upphæð kr. 6.827.219 (höfðstóll kr. 2.459.240 og dráttarvextir kr. 4.367.979).
Samþykkt samhljóða.
5. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
Borist hafa þrjár fyrirspurnir vegna opnunartíma Sælingsdalslaugar í vetur.
Verður skoðað í byrjun næsta árs eftir að meiri reynsla er komin á núverandi opnunartíma.
Samþykkt samhljóða.
6. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Yfirfasteignamatsnefnd hefur úrskurðað í málinu vegna 2019. Máli vegna 2012 til 2018 vísað frá.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að funda með forsvarsmanni Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.
Samþykkt samhljóða.
7. 1910020 - Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020.
Byggðarráð óskar Stígamótum velfarnaðar en hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.
8. 1905028 - Ægisbraut 2
Lagt til að samið verði við Harald Guðjónsson fasteignasala hjá Fasteignasölunni Bæ um að annast söluferli á Ægisbraut 2. Haraldur heldur utan um söluferli á Ægisbraut 4 fyrir Fasteignafélagið Hvamm ehf.
Samþykkt samhljóða.
9. 1901024 - Trúnaðarbók byggðaráðs
Fært í trúnaðarbók vegna persónuverndar.
Málið rætt og fært í trúnaðarbók.
10. 1810014 - Samgöngumál - samgönguáætlun
Drög að fimmtán ára samgönguáætlun eru í samráðsgátt og er frestur til að skila umsögn til 31. október 2019.
Frestað til næsta fundar.
Samgönguáætlun - 2020-2034.pdf
Samgönguáætlun - 2020-2024 aðgerðaráætlun.pdf
11. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Komin niðurstaða að tilboði í Laugar hefur verið rift og annar aðili mun ekki ganga inn í tilboðið.
Málið kynnt.
12. 1906014 - Lausaganga hrossa í Dalabyggð
Frestað á fundi byggðarráðs 26. september sl.
Haft var samband við Búnaðarsamtök Vesturlands. Aðkoma þeirra varðar það ef meta þarf girðingar.

Málið kynnt.
13. 1901003 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar.
Drög að stofnskrá húsnæðissjálfseignar hafa verið send til umsagnar hjá félagsmálaráðuneyti.
Umsögn um stofnskrá hefur ekki borist.
Á fundinum var rætt í síma við Elmar Erlendsson hjá Íbúðalánasjóði.
14. 1909020 - Þrífasa rafmagn í Dalabyggð.
Frestað á fundi byggðarráðs 26. september sl.
Það er farið að koma alvarlega við starfsemi mjólkurframleiðenda (t.d. Leiðólfsstaðir, Lyngbrekka, Saurstaðir og Skerðingsstaðir) í Dalabyggð að þeir hafa ekki aðgang að þrífasa rafmagni. Byggðarráð leggur áherslu á að RARIK veiti tengingum við þessa staði forgang auk þess sem tryggja þarf þrífasa rafmagn til ferðaþjónustuaðila.
Samþykkt samhljóða.
15. 1901005 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál.
Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
Tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.
Frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.

Sveitarstjóra falið að senda umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.pdf
frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni) 123_mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til 2023.pdf
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.pdf
Mál til kynningar
16. 1907001 - Vesturbraut 20
Kaupsamningur lagður fram.
Vesturbraut 20.pdf
17. 1910018 - Talað fyrir daufum eyrum
Fundarboð lagt fram til kynningar.
Talað fyrir daufum eyrum - Á bara að hlusta á ungt fólk þegar það hentar?
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:25 

Til bakaPrenta