Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 26

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.10.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Ína Rúna Þorleifsdóttir faglegur hjúkrunarforstjóri.
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Úr fundargerð 232. fundar byggðarráðs 26.09.2019 (dagskrárliður 4):
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Byggðarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun til viðkomandi nefnda. Nefndir þurfa að skila athugasemdum og ábendingum til byggðarráðs fyrir 20. október. Nefndir hafa það verkefni að finna sparnað í málaflokkum sem nemur 3%.
Samþykkt samhljóða

Samkvæmt drögum að áætlun er halli á málaflokknum um 37 milljónir kr.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sar fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 1910009 - Kaup á sjúkrarúmum.
Samþykkt samhljóða að kaupa 10 ný sjúkrarúm fyrir samtals kr. 3.030.000. Rúmin verða keypt fyrir erfðagjöf Árna Guðbrandssonar.
Mál til kynningar
3. 1909029 - Kynnisferð á Hjúkrunarheimilið Brákarhlíð
Í stað venjulegs stjórnarfundar í september fór stjórn Silfurtúns ásamt forstöðumanni og sveitarstjóra í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri tók á móti hópnum, sýndi heimilið og sagði frá starfsemi þess.
Stjórn Silfurtúns þakkar fyrir góðar móttökur í Brákarhlíð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta