Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 98

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.10.2019 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1802018 - Deiliskipulag Hvammar
Grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hvamma tekin fyrir.
Grenndarkynningargögn voru send hagsmunaaðilum þann 18. október og í kjölfarið var rætt við alla. Allir hagsmunaaðilar samþykktu breytinguna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi Hvamma verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta