Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 54

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.10.2019 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Níels Hermannsson aðalmaður,
Thelma Eyfjörð félagsráðgjafi,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi,
Fundargerð ritaði: Thelma Eyfjörð, Félagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1809016 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Fjallað var um tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Einnig skráð í trúnaðarbók.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

2. 1906005 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
Frestað frá síðasta fundi
Lagt fram drög að jafnréttis- og framkvæmdaáætlun og breytingar gerðar.
Nefndin samþykkir jafnréttis- og framkvæmdaáætlun og leggur hana fyrir sveitarstjórn.

3. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Úr fundargerð 232. fundar byggðarráðs 26.09.2019 (dagskrárliður 4):
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Byggðarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun til viðkomandi nefnda. Nefndir þurfa að skila athugasemdum og ábendingum til byggðarráðs fyrir 20. október. Nefndir hafa það verkefni að finna sparnað í málaflokkum sem nemur 3%.
Samþykkt samhljóða

Fjárhagsáætlun vegna félagsþjónustu rædd. Samþykkt að leggja til að áætlunin lækki um 660.000 auk þess verður áætlunin lækkuð um það sem nemur 4 nefndarfundum á ári.
4. 1910013 - Erindi frá verkstjóra félagslegrar heimaþjónustu
Verkstjóri sendi upplýsingar yfir stöðuna í félagslegri heimilishjálp.

Nefndin þakkar Ragnheiði fyrir greinagóða lýsingu.
5. 1901005 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019
Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.
Nefndin ræddi mál sem sent var frá Alþingi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta