Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 230

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.08.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá fundarins:
1908014 - Tillaga um að hætta áramótabrennu og flugeldasýningu.
1908007 - Tjaldsvæði Laugum frá 1. sept. 2019.
1908001- Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 226. fundar byggðarráðs 27.06.2019, dagskrárliður 1:
1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 224. fundar byggðarráðs frá 23.05.2019, dagskrárliður 1:
1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 175. fundar sveitarstjórnar 9.05.2019:
1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 4. fundar menningarmálanefndar 29.03.2019:
Fyrir liggur minnisblað um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 8.2.2019.
Fyrir liggur minnisblað - kostir í stöðunni um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 27.3.2019.
Valdís kemur inná fundinn.
Hún hefur tekið saman nokkra punkta með framtíðarhúsnæði sem byggja á því húsnæði sem að Dalabyggð á og öðru húsnæði sem væri hugsanlega í boði.
Nefndin ætlar að semja fyrirspurn til sveitastjórnar varðandi hver vilji sveitastjórnar er gagnvart því húsnæði sem sveitafélagið á nú þegar og hvort að eitthvað af því húsnæði sé hugsað til þess að hýsa safnið til frambúðar.
Þorgrímur og Valdís ætla að taka saman fyrirspurnina.
Varaoddviti leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
Ákveðið að fá formann menningarmálanefndar og safnstjóra Byggðasafnsins á fund byggðarráðs.
Valdísi Einarsdóttur safnstjóra Byggðasafnsins og Þorgrími Guðbjartssyni formanni menningarmálanefndar er boðið á fundinn.
Núverandi húsnæði Byggðasafnsins er þröngt og ófullnægjandi. Varðandi nýtt húsnæði þarf að hafa í huga frá upphafi hvernig vilji er til að hafa safnið. Þar kemur til geymslupláss og sýningarými, hvernig nýta á safnið o.s.frv. Mikil vinna framundan og þarf að skoða í víðu samhengi.
Byggðarráð mun fjalla áfram um málið.

Valdísi Einarsdóttur safnstjóra Byggðasafnsins og Þorgrími Guðbjartssyni formanni menningarmálanefndar verður boðið á næsta fund byggðarráðs.
2. 1906014 - Lausaganga hrossa í Dalabyggð
Byggðarráði gerð grein fyrir svörum sem hafa borist.
Samkvæmt svörum hafa hestar sloppið út á veg en við því hafi verið brugðist.
3. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar lögð fram.
Tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar samþykkt samhljóða.
Minnisblað - Vinna við fjárhagsáætlun 2020.pdf
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 3.
4. 1902011 - Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð
Umræða um valkosti. Jón Egill Jónsson UMF Ólafs Pá mætir á fundinn.
Erindi mun koma frá UMF Ólafi Pá.
Jón Egill Jónsson formaður UMF Ólafs Pá sat fundinn undir dagskrárlið 4.
Fundarhlé var gert frá kl. 12:00 til 12:40.
5. 1809040 - Ægisbraut 9 - Umsókn um byggingarlóð
Umsókn um að halda lóðaumsókn áfram virkri.

Samþykkt samhljóða að visa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
6. 1908008 - Fatamarkaður Dalabúð
Umræða um gjaldskrá.
Samþykkt að leigugreiðsla verði óbreytt frá 2018 en eftir það gildi gjaldskrá 2019 óbreytt. Sveitarstjóra falið að ræða við Stefu ehf.
Samþykkt samhljóða.
7. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Stofnun hitaveitu fyrir Laugar.
Frestað til næsta fundar.
8. 1806036 - Áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum
Áætlanir fyrir Búðardalshöfn og Skarðsstöð um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum, lagðar fyrir byggðarráð sem hafnarstjórn.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti áætlanirnar.
Samþykkt samhljóða.
Búðardalshöfn-Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrga.pdf
Skarðsstöð-Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs.pdf
9. 1908010 - Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi.
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir áhyggjur Samtaka grænkera á Íslandi varðandi loftslagsmál. Í þvi sambandi bendir byggðarráðið á að mikilvægur þáttur í því að draga úr loftslagsbreytingum er að nota íslenskar matvörur og þá sérstaklega þær sem framleiddar eru í nærumhverfinu. Slíkt er einnig grundvallaratriði þegar horft er til markmiða um sjálfbærni.
Samþykkt samhljóða.
askorun_SGI.pdf
10. 1905022 - Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 10.09.2019.
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að efla sveitarfélögin sem stjórnsýslustig. Mikilvægur þáttur í því er að sveitarfélög verði fjölmennari, m.a. með sameiningu þeirra.
Samþykkt samhljóða.
Frétt af vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 13_08_2019.pdf
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.pdf
11. 1908011 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók vegna persónuverndar.
12. 1908014 - Tillaga um að hætta áramótabrennu og flugeldasýningu.
Erindi frá Svavari Garðarssyni þar sem lagt er til að Dalabyggð hætti að standa fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu.
Málinu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Tölvupóstur 26_08_2019.pdf
13. 1908007 - Tjaldsvæði Laugum frá 1. sept. 2019
Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri semji við verktaka um að hafa eftirlit með tjaldsvæðinu í september og október.
Mál til kynningar
14. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Samið var við BS þjónustuna ehf., Kol ehf. og Þorstein Jónsson um skólaakstur.
15. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Staðfesting á framlengingingu samnings við Gámaþjónustuna lögð fram. Framlenging samnings er samkvæmt samþykkt 228. fundar byggðarráðs 25.07.2019, dagskrárlið 11.
Lagt fram.
Samkomulag um framlengingu sorphirðu í Dalabyggð til 01_08_2020.pdf
16. 1908001 - Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram. Gögn ekki birt fyrr en með útboði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50 

Til bakaPrenta