Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 229

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.08.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að mál 1901043 - Skólaakstur 2019-2022 og mál 1802026 - Styrkur vegna kvikmyndagerðar verði tekin á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1905024 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki II
Tillaga að viðauka II við fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að viðauki II við fjárhagsáætlun verði samþykktur.
Samþykkt samhljóða.
Yfirlit viðauka 2019_Dalabyggð II.pdf
2. 1807013 - Vínlandssetur
Tillaga um að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir Vínlandssetur.
Samþykkt samhljóða að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir Vínlandssetur.
Vínlandssetur auglýsing drög.docx
3. 1807002 - Niðurstöður íbúaþings
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að haldinn verði vinnufundur þar sem gengið yrði frá lokaskjali.
Samþykkt samhljóða.
4. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Sæmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. kom á fundinn.
Rætt um stöðuna. Málið er núna til umfjöllunar hjá yfirfasteignamatsnefnd.
5. 1904007 - Útleiga á íbúð fyrir aldraða og öryrkja Gunnarsbraut 11
Íbúð fyrir lífeyrisþega að Gunnarsbraut 11 var auglýst til leigu með fresti til 25. júlí. Engar umsóknir bárust.
Íbúðin verður auglýst aftur í lok ágúst.
Samþykkt samhljóða.
6. 1905025 - Leigusamningur - Stekkjarhvammur 7
Samþykkt samhljóða.
7. 1802026 - Styrkur vegna kvikmyndagerðar
Óskað er eftir að forsýning á kvikmyndinni Héraðið fari fram í Árbliki.
Samþykkt samhljóða.
Fundi frestað kl. 12:05 til kl.17.
Sigríður vék af fundi.
8. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við verktaka vegan skólaaksturs í samstarfi við Ríkiskaup.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta