Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 228

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.07.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að mál. nr.1904034 Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022 verði tekið á dagskrá fundarins og verði dagskrárliður 11. Aðrir dagskrárliðir færast í samræmi við það.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1905018 - Hugmynd um notkun félagsheimilisins á Staðarfelli.
Guðrún Tryggvadóttir mætir á fundinn.
Guðrún kynnti tillögur sínar.
Samþykkt samhljóða að Guðrún fái aðstöðu í félagsheimilinu að Staðarfelli í ágúst og að henni verði falið í samstarfi við sveitarstjóra að vinna hugmyndir um framtíðarsýn fyrir félagsheimilið sem listamannasetur.
GT_Erindi_Byggðara?ð_Dalir_25062019.pdf
2. 1902032 - Umsókn í styrkvegasjóð 2019
Úr fundargerð 227. fundar byggðarráðs 07.07.2019, dagskrárliður 6:
1902032 - Umsókn í styrkvegasjóð 2019
Svar hefur borist frá Vegagerðinni vegna umsóknar í styrkvegasjóð. Veittur styrkur er kr. 4.000.000.
Byggðarráð fagnar auknu framlagi til styrkvega. Áætlun um framkvæmdir verður lögð fyrir fund ráðsins 25. júlí.

Viðar Ólafsson verkstjóri mætti á fundinn.
Eftirfarandi úthlutun samþykkt samhljóða:
Reykjadalsvegur 200.000
Ljárskógarfjallsvegur 1.000.000
Skarðsstöðvarvegur 400.000
Brekkudalsvegur 100.000
Villingadalsvegur 50.000
Hvammsdalskot 300.000
Hvarfsdalsvegur 400.000
Flekkudalur 100.000
Efribyggðarvegur 400.000
Lambastaðavegur 200.000
Annað 650.000
Vinna frá áhaldahúsi 200.000
Samtals 4.000.000
3. 1907004 - Kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa öll kært ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna breikkunar Vesturlandsvegar.

Ákveðið var að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar eftir óformlegt samráð milli sveitarstjórnarmanna.
Byggðarráð staðfestir ákvörðun um kæruna.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarfélögin á Vesturlandi kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar.pdf
4. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Niðurstöður kynntar.

Ríkiskaup hafa tilkynnt lægstbjóðendum í hverja akstursleið að tilboðum þeirra hafi verið tekið.
Niðurstaðan samþykkt samhljóða.
5. 1902011 - Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Erindi vegna líkamsræktaraðstöðu í Búðardal.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og undirskriftarlistann. Fullur vilji er til að vinna að framtíðarlausn í samstarfi við Ungmennafélagið Ólaf Pá.
Sveitarstjóra falið að svara bréfinu samkvæmt samþykktum sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Erindi vegna líkamsræktaraðstöðu.pdf
6. 1906017 - Beiðni vegna tengivega við jarðirnar Dranga og Breiðabólstað
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
7. 1905037 - Staða kjarasamninga 2019
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Bréf Stéttarfélags Vesturlands lagt fram.

Samningsumboð Dalabyggðar vegna kjarasamninga er hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Framkvæmd Dalabyggðar á launagreiðslum er í samræmi við niðurstöðu samninganefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Bréf Stéttarfélags Vesturlands.pdf
Þuríður vék af fundi undir dagskrárlið 7.
8. 1905015 - Ítrekun sveitarstjórnar vegna samgönguáætlunar.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 176. fundar sveitarstjórnar 13.06.2019, dagskrárliður 14:
1905015 - Snæfellsnesvegur (54) Blönduhlíð - Ketilsstaðir
Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 4:
1905015 - Snæfellsnesvegur (54) Blönduhlíð - Ketilsstaðir
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Snæfellsvegi um Skógarströnd frá Blönduhlíð að Ketilstöðum
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að sveitarfélagið veiti framkvæmdaleyfi, með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir.
Tóku til máls: Sigríður, Eyjólfur.
Framkvæmdaleyfið samþykkt samhljóða með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir.

Tillaga um að sveitarstjórn ítreki bókun og umsögn frá októberfundi 2018 um samgöngur í sveitarfélaginu auk umsagnar sem send var inn vegna samgönguáætlunar.
Samþykkt samhljóða.

Svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis lagt fram.

Byggðarráð þakkar fyrir svar ráðuneytisins og leggur áherslu á það fylgi eftir að tekið verði tillit til ábendinga Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna ítrekunar sveitarstjórnar.pdf
9. 1905024 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki II
Haldinn verður fundur í byggðarráði 8. ágúst þar sem gengið verður frá tillögu að viðauka II.
10. 1907008 - Stefna í úrgangsmálum
Erindi frá Umhverfisstofnun vegna stefnu í umhverfismálum. Skila þarf umsögn ekki síðar en 23. ágúst.
Byggðarráð vísar umfjöllun um stefnu í umhverfismálum til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
11. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Sveitarstjóri leggur til að samningur við núverandi þjónustuaðila verði framlengdur óbreyttur um sjö mánuði þ.e. til 31. júlí 2020.

Tillagan samþykkt samhljóða.
12. 1907007 - Afnot af Árbliki vegna Járngerðarhátíðar á Eiríksstöðum
Erindi frá rekstraraðila Eiríksstaða, barst í tölvupósti 23.07.2019:
"Við á Eiríksstöðum erum að vinna að því með Bandaríska rannsóknarfyirtækinu Hurstwic LLC að koma á fót Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum dagana 30. ágúst til 1. september. Ásamt því að vinna að því að búa til járnið á Eiríksstöðum og bjóða upp á alls lags aðra fræðslu og tilraunastarfsemi tengt víkingatímanum, ætlum við að vera með fyrirlestra, pallborðsumræður og lokahóf í Árbliki.
Viljum við fara þess á leit að sveitarfélagið styrki okkur um sem nemur leigugjaldinu fyrir Árblik, á meðan á hátíðinni stendur."

Afnot af Árbliki samþykkt án endurgjalds að öðru leiti en því að greiða þarf kostnað vegna ræstingar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 1901007F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 52
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
14. 1907006 - Jafnlaunavottun
Skv. niðurstöðu Sambands ísl. sveitarfélaga og forsætisráðuneytisins er Dalabyggð eitt af 53 sveitarfélögum sem á að ljúka jafnlaunavottun fyrir árslok 2019.
Lagt fram.
Jafnlaunavottun.pdf
15. 1809019 - Húsnæðismál á landsbyggðinni - Tilraunaverkefni
Tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði vegna umsóknar um stofnframlag lagður fram.
Lagt fram.
Upplýsingapóstur vegna úthlutunar stofnframlaga
16. 1907005 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2019
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn 4.-5. september.

Lagt fram.
Takið dagana frá.pdf
17. 1907003 - Tilmæli Örnefnanefndar vegna enskra nafna á íslenskum stöðum
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Tilmæli Örnefnanefndar til sveitarfélaga á Íslandi, 26. júní 2019.pdf
18. 1804001 - Fyrirspurn um breytingar á fjárhagsáætlun 2016
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um niðurstöðu þess vegna fjárhagsáætlunar og ársreiknings 2016 lagt fram.

Lagt fram.
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 28-06-2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta