Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 227

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.07.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að mál nr. 1902032-Umsókn í styrkvegasjóð 2019 verði tekið á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1905028 - Ægisbraut 2
Auglýst var eftir tilboðum í húseignina Ægisbraut 2 (réttina) á vef Dalabyggðar dalir.is 21. júní sl. Frestur til að skila tilboðum var til og með 3. júlí. Eitt tilboð barst.
Byggðarráð þakkar fyrir innsent tilboð en hafnar því.
Eignin er áfram til sölu.
Samþykkt samhljóða.
2. 1907001 - Vesturbraut 20
Auglýst var eftir tilboðum í hlut Dalabyggðar í húseigninni Vesturbraut 20 á vef Dalabyggðar dalir.is 21. júní sl. Frestur til að skila tilboðum var til og með 3. júlí. Eitt tilboð barst.
Byggðarráð þakkar fyrir tilboðið en hafnar því.
Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við KM þjónustuna.
Samþykkt samhljóða.
3. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Niðurstöður útboðs vegna skólaksturs kynntar.
Tilboð bárust í allar leiðir, tvö til þrjú tilboð í hverja leið. Fjórir aðilar settu inn tilboð.

Ríkiskaup er að fara yfir tilboðin.
4. 1906020 - Erindi frá Sveini Gestssyni vegna skólaaksturs.
Vegna áskorunar frá foreldrum lýsir Sveinn sig tilbúinn til að sinna áfram skólaakstri á sömu forsendum og áður.
Lagt fram.

Byggðarráð þakkar Sveini fyrir erindið og fyrir vel unnin störf.
5. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Borist hafa reikningar frá Frón fasteignamiðlun ehf. dagsettir 20.12.2018.
Byggðarráð hafnar reikningunum með vísan í bréf lögmanns Dalabyggðar frá 29. maí sl.
Samþykkt samhljóða.
6. 1902032 - Umsókn í styrkvegasjóð 2019
Svar hefur borist frá Vegagerðinni vegna umsóknar í styrkvegasjóð. Veittur styrkur er kr. 4.000.000.
Byggðarráð fagnar auknu framlagi til styrkvega. Áætlun um framkvæmdir verður lögð fyrir fund ráðsins 25. júlí.
Svar við umsókn vegna styrkvega 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta