Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 53

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.08.2019 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi,
Thelma Eyfjörð félagsráðgjafi,
Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi.
Fundargerð ritaði: Thelma Eyfjörð, Félagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1907006 - Jafnlaunavottun
Úr fundargerð 228. fundar byggðarráðs 25.07.2019 (dagskrárliður 14):
1907006 - Jafnlaunavottun
Skv. niðurstöðu Sambands ísl. sveitarfélaga og forsætisráðuneytisins er Dalabyggð eitt af 53 sveitarfélögum sem á að ljúka jafnlaunavottun fyrir árslok 2019.
Lagt fram.

Málið lagt til kynningar og nefndin hvetur sveitarfélagið til að hefja vinnu við jafnlaunavottun eins fljótt og auðið er.
2. 1906005 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
Nefndin felur starfsmönnum félagsþjónustu að uppfæra jafnréttisáætlun og framkvæmdaráætlun.
3. 1806029 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Farið yfir drög að erindisbréfi
Drög að erindisbréfi er samþykkt og er vísað til sveitastjórnar.
4. 1908009 - Beiðni um akstursþjónustu og félagslega þjónustu
Starfsmönnum falið að vinna greinargerð um aksturþjónustu aldraðra.
5. 1907010 - Leiðbeiningar v. setningar reglna um NPA
Mál lagt til kynningar
Mál til kynningar
6. 1907005 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2019
Úr fundargerð 228. fundar byggðarráðs 25.07.2019 (dagskrárliður 16):
1907005 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2019
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn 4.-5. september.
Lagt fram.

Þuríður Sigurðardóttir og Kristján Sturluson sækja fundinn.
7. 1908012 - Umsögn um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta