Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 95

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.08.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundarson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, 
Kristján Sturluson sveitarstjóri sat fundinn undir dagskrárliðum nr. 1 til 4.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1908001 - Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna við gerð aðalskipulags verði boðin út með örútboði innan rammasamnings Ríkiskaupa.
Samþykkt samhljóða.
5. 1906010 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt
Tilkynning um skógræktarsamning á jörðinni Neðri-Hundadalur - 137953
Erindi samþykkt með fyrirvara um að afriti af samningi við Skógræktina verði skilað til skipulagsfulltrúa, samþykki landeigenda aðliggjandi jarða liggi fyrir og umsögn Minjastofnunar.
6. 1906021 - Ósk um breytingu á 3 lóðum úr landi Sælingsdals - 137739
Ríkiseignir óskar eftir breytingum á þremur lóðum úr landi Sælingsdal, lnr. 137739, í Dalabyggð. Um er að ræða hnitsetningu lóðanna, breyttar stærðir og breytt nöfn lóðanna til aðgreiningar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
7. 1908002 - Heinaberg á Skarðströnd - umsókn um byggingaráform
Nefndin gerir ekki athugasemdir.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
4. 1907008 - Stefna í úrgangsmálum
Nefndin bendir á að tímaáætlun framkvæmdar er fremur knöpp.
8. 1908003 - Hvítidalur lóð 1A - umsókn um byggingarleyfi
Nefndin gerir ekki athugasemdir.
9. 1906016 - Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018
Sveitarfélagið Reykhólahreppur óskar eftir umsögnum og athugasemdum vegna breytingatillögu og er athugasemdarfrestur til sunnudagsins 25. ágúst 2019.
Nefndin gerir ekki athugasemdir.
Mál til kynningar
2. 1902037 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima
Lagt fram til kynningar.
3. 1811005 - Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Hróðnýjarstaða
Lagt fram til kynningar.
10. 1906013 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Nefndin fagnar bréfi Skógaræktarinnar og óskar eftir að fá að sitja komandi fund.
11. 1907004 - Kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar
Lagt fram til kynningar.
12. 1907003 - Tilmæli Örnefnanefndar vegna enskra nafna á íslenskum stöðum
Nefndin tekur undir erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta