Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 24

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.06.2019 og hófst hann kl. 10:50
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Ína Rúna Þorleifsdóttir faglegur hjúkrunarforstjóri.
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903002 - Rekstur Silfurtúns 19
Stefnt er að fundi með Fellsenda vegna afleysinga en ekki er tekið á því í núverandi samningi.
Forstöðumenn Fellsenda og Silfurtúns munu hittast til að fara yfir skipulag bakvakta.
Rætt um sumarfrí og vinnufyrirkomulag.

2. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Á 221. fundi byggðarráðs Dalabyggðar þann 28.03.2019 var eftirfarandi samþykkt:
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 á fundum sínum í apríl og maí, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða

Fyrir liggur að þakið á Silfurtúni þarf að endurnýja á næstu árum.
Skoða þarf lagnir fyrir kalt vatn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50 

Til bakaPrenta