Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 225

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.06.2019 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að máli nr. 1905021 Vinnuskóli Dalabyggðar 2019 verði bætt á dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1901023 - Úrvinnslugjald vegna bifreiða
Var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við KM þjónustuna um kaup fyrirtækisins á hluta sveitarfélagsins í húsnæðinu að Vesturbraut 20. KM Þjónustan á forkaupsrétt að húsnæðinu. Með þessu verði úrvinnslugjaldi vegna bifreiða skuldajafnað á móti kaupverði húsnæðisins en að auki greiðir KM Þjónustan kr. 500.000 vegna kaupa á húsnæðinu.
Samþykkt samhljóða.
2. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Fyrirkomulag á hitaveitu á Laugum.
Sameiginlegur skilningur er milli Dalabyggðar og meðeiganda sveitarfélagsins á Laugum um hvernig fyrirkomulagið verður varðandi hitaveitu á Laugum. Til athugunar er stofnun félags um reksturinn.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eignir sem eru til sölu á Laugum verði auglýstar.
Samþykkt samhljóða.
3. 1906002 - Leiga á íbúðarhúsum á Laugum.
Leiga á íbúðarhúsunum þremur á Laugum í sumar.
Samþykkt samhljóða að leiga til starfsmanna í Sælingsdalslaug verði óbreytt frá því sem var hjá UMFÍ. Frá og með 1. september verði leigan síðan samkvæmt gjaldskrá Dalabyggðar.
Mál til kynningar
4. 1905021 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2019
Vegna fleiri umsókna um vinnuskólann en áður þarf að gera ráðstafanir til að halda verkefninu innan áætlunar.
Lagt fram.
Minnisblað - 1905021 - vinnuskóli 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta