Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 226

Haldinn í Árbliki,
27.06.2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá:
1905018 - Afnot af félagsheimilinu á Staðarfelli.
1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019.
1906019 - Hringvegur 2.
1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 224. fundar byggðarráðs frá 23.05.2019, dagskrárliður 1:
1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 175. fundar sveitarstjórnar 9.05.2019:
1902006 - Húsnæðismál Byggðasafns Dalamanna
Úr fundargerð 4. fundar menningarmálanefndar 29.03.2019:
Fyrir liggur minnisblað um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 8.2.2019.
Fyrir liggur minnisblað - kostir í stöðunni um húsnæðismál Byggðarsafns Dalamanna frá 27.3.2019.
Valdís kemur inná fundinn.
Hún hefur tekið saman nokkra punkta með framtíðarhúsnæði sem byggja á því húsnæði sem að Dalabyggð á og öðru húsnæði sem væri hugsanlega í boði.
Nefndin ætlar að semja fyrirspurn til sveitastjórnar varðandi hver vilji sveitastjórnar er gagnvart því húsnæði sem sveitafélagið á nú þegar og hvort að eitthvað af því húsnæði sé hugsað til þess að hýsa safnið til frambúðar.
Þorgrímur og Valdís ætla að taka saman fyrirspurnina.

Varaoddviti leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
Ákveðið að fá formann menningarmálanefndar og safnstjóra Byggðasafnsins á fund byggðarráðs.

Valdísi Einarsdóttur safnstjóra Byggðasafnsins og Þorgrími Guðbjartssyni formanni manningarmálanefndar er boðið á fundinn.

Núverandi húsnæði Byggðasafnsins er þröngt og ófullnægjandi. Varðandi nýtt húsnæði þarf að hafa í huga frá upphafi hvernig vilji er til að hafa safnið. Þar kemur til geymslupláss og sýningarými, hvernig nýta á safnið o.s.frv. Mikil vinna framundan og þarf að skoða í víðu samhengi.
Byggðarráð mun fjalla áfram um málið.
Byggðasafn Dalamanna - bréf til sveitarstjórnar
Minnisblað 9.2.2019 Byggðasafn Dalamanna húsnæðismál.pdf
Minnisblað 27.03.2019
2. 1905018 - Afnot af félagsheimilinu á Staðarfelli.
Erindi frá Guðrúnu Tryggvadóttur um listastarf í félagsheimilinu á Staðarfelli.

Byggðarráð er opið fyrir því að ræða hugmyndina. Óskað verður eftir því að Guðrún komi á fund byggðarráðs.
GT_Erindi_Byggðara?ð_Dalir_25062019.pdf
3. 1905010 - Götulýsing í Dalabyggð
Samningur um afhendingu RARIK á götulýsingarkerfi í Búðardal til Dalabyggðar lagður fram.
Byggðarráð samþykkir samhljóða samning við RARIK um götulýsingarkerfi í Búðardal.
Skrá yfir götulýsingu - mælar
Skrá yfir götuljós í Búðardal 08.04.2019
Yfirlits - grunnmynd af götulýsingu í Búðardal
Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Dalabyggð
4. 1905034 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Tillaga að yfirlýsingu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn Dalabyggðar telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Dalabyggð lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn Dalabyggðar beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar Dalabyggðar munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

Samþykkt samhljóða.
Drög að yfirlýsingu stofnfundar.pdf
Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.pdf
5. 1906012 - Umsögn vegna rekstrarleyfis Ravencliff Lodge að Björgum, gistiheimili í flokki II.
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, sem rekið verður sem Ravencliff Lodge að Björgum (F2500369/L226765), 371 Búðardal. Óskað er eftir umsögn Dalabyggðar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.
Samþykkt samhljóða.
6. 1906014 - Lausaganga hrossa í Daladyggð
Erindi vegna lausagöngu hrossa á Skarðsströnd.
Samþykkt að senda þeim sem taldir eru eigendur hrossana bréf. Einnig verður fjallað um málið í næsta Dalapósti.
7. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Á 176 fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.06.2019, dagskrárliður 9, var samþykkt að auglýsa þær eignir sem eru til sölu á Laugum.
Umræða um fyrirkomulag auglýsingar.


Samþykkt að Dalabyggð auglýsi eignirnar beint. Stefnt að því að auglýsing verði tilbúin fyrir lok næstu viku.

Sveitarstjóri sagði frá fundi með fulltrúum búnaðarfélaganna í Dalabyggð.

8. 1904032 - Ráðning ferðamálafulltrúa
Lagt til að fresta ráðningu ferðamálafulltrúa til haustsins.
Ákveðið að stefna að því að starfið verði 100% starf og það verði auglýst þannig aftur í haust þegar fyrstu drög að fjárhagsáætlun liggja fyrir. Um verði að ræða verkefnisstjóra í ferða-, markaðs- og upplýsingamálum.
Samþykkt samhljóða.
9. 1906007 - Fært í trúnaðarbók.
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Mál frá fundi félagsmálanefndar.

Niðurstaða félagsmálanefndar samþykkt samhljóða.
10. 1906019 - Hringvegur 2
Drög að samstarfssamningi vegan verkefnisins Hringvegur 2
Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri hafi umboð til að skrifa undir samstarfssamning Vesturlandsstofu, Dalabyggðar og Ferðamálasamtaka Dalamanna um ÁsÁ.Vest. verkefni og verkefnið Hringvegur 2 - árin 2019-2020.
Samstarfsamningur Vesturlandsstofu og Dalabyggðar um ÁSÁ.verkefni IV-2019-2020.pdf
Hringvegur 2 - Dalabyggð.pdf
11. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda vegna Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.
Samþykkt að óska eftir fundi byggðarráðs með forsvarsmanni Fóðuriðjunnar.
12. 1906015 - Fasteignamat 2020
Niðurstaða Þjóðskrár Íslands um fasteignamat 2020. Hækkun fasteignamats nemur 5,2% en landmat lækkar um 0.9%.
Lögð fram samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga vegna erindis frá ASÍ.

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
fasteignamat 2020.pdf
Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ.pdf
18. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Sameiginlegur fundur með umhverfis- og skipulagsnefnd. Gestir á fundinum verða Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands og Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð.
Rætt um framtíðarfyrirkomulag sorpmála. Hrefna og Hrafnhildur sögðu frá helstu breytingum sem framundan eru og einnig núverandi fyrirkomulag hjá Borgarbyggð.
Málið verður áfram til umræði í byggðarráði og umhverfis- og skipulagsnefnd.
19. 1902037 - Drög að matsáætlun vegna vindorkugarðs við Sólheima.
Sameiginlegur fundur byggðarráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar. Gestur á fundinum verða Rúnar Dýrmundur Bjarnason hjá Mannvit og Tryggvi Herbertsson og Friðjón Þórðarson hjá Quadran Iceland Development ehf. sem kynna drög að matsáætlun vegna vindorkuvers við Sólheima.
Gestir fundarins kynntu drög að áætlun um mat á umhverfisáhrifum og hvernig hún verður kynnt.
Kynning_Vindorkugardur_Solheimar_Dalabyggd.pdf
20. 1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Úr fundargerð 176. fundar sveitarstjórnar 13.06.2019, dagskrárliður 16:
1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 5:
1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
Óskað er eftir afgreiðslu á framkvæmdarleyfi um skógrækt að Ósi í Saurbæ
Nefndin vísar til fyrri bókunar á þessu máli, sem fram fór 11. september 2018. Hún var svohljóðandi: "Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi."
Gefin hafa verið út leyfi fyrir skógrækt í óræktanlegu landi undanfarið ár, en þar sem um ræktanlegt land er að ræða, þarf stefna sveitarfélagsins að liggja fyrir í aðalskipulagi. Nefndin hvetur til þess að sú vinna fari af stað sem allra fyrst.
Bókun umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

Borist hefur erindi frá eiganda Ós þar sem óskað er eftir svari um hvort skógrækt á jörðinni þurfi framkvæmdaleyfi og hvort sveitarstjórn veit það leyfi.

Þar sem umhverfis- og skipulagsnefnd kom til fundar með byggðarráði var umræða um þennan lið tekin sameiginlega.
Vísað er í svæðisskipulag varðandi ákvæði um skógrækt. Byggðarráð telur verkefnið vera framkvæmdaleyfisskylt. Vinnu við þennan þátt skipulags verður flýtt.
Samþykkt samhljóða af fulltrúum í byggðarráði í umboði sveitarstjórnar.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 1906004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 24
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
14. 1807004 - Dalagisting ehf - fundargerðir
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Fundargerðir 67. og 68. fundar stjórnar Dalagistingar ehf. og fundargerð aðalfundar Dalagistingar ehf. frá 19.06.2019 lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Dalagisting ehf 67.pdf
Dalagisting ehf 68.pdf
Dalagisting ehf - Aðalfundur 2019.pdf
15. 1903011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2019
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð.stjórnarf.3.april.2019.undirritud.pdf
Fundargerd.stjórnarfundar.19.júní.2019.pdf
16. 1902003 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2019
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sweitarstjórnar.
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 21.06.2019.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 872 - 21.06.2019
Mál til kynningar
17. 1906013 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til sveitarstjórna _ Landshlutaáætlun í skógrækt.pdf
Dagskrárliðir 18, 19 og 20 voru sameiginlegur fundur byggðarráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar. Fundinn sátu undir þessum dagskrárliðum auk byggðarráðs og sveitarstjóra:
Hörður Hjartarson formaður umhverfis- og skipulagsnefndar
Ragnheiður Pálsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsnefndar
Bjarnheiður Jóhannsdóttir fulltrúi í umhverfis- og skipulagsnefnd
Jón Egill Jónsson fulltrúi í umhverfis- og skipulagsnefnd
Vilhjálmur Arnórsson fulltrúi í umhverfis- og skipulagsnefnd
Eyjólfur I. Bjarnason oddviti sveitarstjórnar
Viðar Ólafsson varafulltrúi í umhverfis- og skipulagsnefnd og verkstjóri hjá Dalabyggð


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta