Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 11

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.06.2019 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ferðamálafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ferðamálafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1612017 - Fréttir frá ferðamálafulltrúa
Fráfarandi ferðamálafulltrúi sagði frá því helsta sem er á borði ferðamálafulltrúa þessa dagana, m.a. frá fundi sem verður í næstu viku um ferðamál í Dölum. Ráðning nýs ferða- og markaðsfulltrúa er í ferli og 6 manns sóttu um starfið.
2. 1905036 - Málefni fyrirtækja í Dalabyggð
Á fundinn komu Karl Ingi Karlsson og Steinunn Matthíasdóttir frá KM þjónustunni. Rekstur fyrirtækisins er nokkuð stöðugur, en gengur ekki of vel að fá fólk til starfa, sem getur að einhverju leyti skrifast á skort á hagstæðu leiguhúsnæði í Búðardal. Einnig nefndu þau að erfitt sé að hvetja fólk til að taka störf hér, vegna þess að ekki sé nægileg þjónusta við fjölskyldur, m.a. viðunandi íþróttaaðstaða. Forsvarsmenn fyrirtækisins nefndu einnig internet tengingu, sem er á gömlum kopargrunni og ber ekki þá netumferð sem fyrirtæki þurfa á að halda í dag. Olís hyggst reisa ÓB stöð á Vesturbraut 15 og Vínbúðin hyggst stækka sína aðstöðu innan núverandi húsnæðis. Fyrirtækið þjónustar ferðaþjónustu á ýmsan hátt, m.a. með dráttarbílaþjónustu, en einnig með aðföng fyrir ferðaþjónustuaðila.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.40 

Til bakaPrenta